Fótbolti

Breiðablik til Bosníu í Meistaradeildinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Blikar eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar
Blikar eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Vísir/Bára
Íslandsmeistarar Breiðabliks vara til Bosníu og Herzegóvínu og spila þar undanriðil fyrir 32-liða úrslit Meistaradeildar kvenna í fótbolta.

Dregið var í undanriðla í höfuðstöðvum UEFA í dag, en fyrirkomulagið í Meistaradeild kvenna er þannig að tíu undanriðlar verða leiknir dagana 7. - 13. ágúst. Efsta liðið í hverjum riðli fer í 32-liða úrslitin. 22 sterkustu félögin samkvæmt styrkleikaröðun UEFA sleppa við undanriðlana.

Breiðablik dróst í riðil 1 með SFK 2000 Sarajevo, sem er gestgjafi riðilsins, ASA Tel-Aviv University og ZFK Dragon 2014.





Þór/KA fór upp úr sínum riðli á síðasta ári sem annað af tveimur bestu liðunum í öðru sæti en mætti svo ógnarsterku liði Wolfsburg í 32-liða úrslitunum. Blikar eiga ekki möguleika á því í ár að fara áfram eftir góðan árangur í öðru sæti.

Breiðablik fór síðast í Meistaradeildina sumarið 2016. Þá vann liðið sinn riðil en tapaði fyrir sænska liðinu Rosengård í 32-liða úrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×