Meðmælaganga með lífinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. júní 2019 07:00 Þór segir sólstöðugönguna í ár þá 35. hér á landi. Hann heldur á flaggi sem hann segir tákn fyrir gönguna, hannað af Ágústu Snæland. Fréttablaðið/Eyþór Árnason „Sólstöðuganga er meðmælaganga með lífinu og menningunni,“ segir Þór Jakobsson veðurfræðingur. Hann tekur þátt í slíkri göngu sem Borgarsögusafn stendur fyrir í Viðey annað kvöld. Guðbrandur Benediktsson safnstjóri leiðir gönguna og segir frá sögu eyjarinnar og Þór segir frá sólstöðum og hefðum tengdum þeim. Sveinn Kristinsson, formaður Rauða krossins á Íslandi, ávarpar göngufólk og Árný Helgadóttir kraftgöngukona leiðir léttar og hressandi æfingar. Siglt verður frá Skarfabakka klukkan 20 og til baka ekki seinna en klukkan 23, gengið á sögulegar slóðir og staðnæmst í fjöruborðinu við varðeld. Gestir eru hvattir til að taka með sér nesti og drykk til að njóta við eldinn áður en gengið verður til baka að ferjunni. Þór segir tilgang sólstöðugöngu í senn jarðbundinn og háfleygan. „Annars vegar er auðvitað heilsusamlegt og upplífgandi að taka þátt í rólegri hópgöngu fólks á öllum aldri, njóta samveru skyldmenna eða kynna við ókunnuga – og þar við bætist fróðleikur leiðsögumanna um náttúru og sögu og það sem fyrir augu ber á göngunni. Hins vegar er göngunni ætlað að vera stund til að leiða hugann að ráðgátum tilverunnar og gleðjast yfir lífinu þrátt fyrir strit og erfiðleika og gleðjast yfir því að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í hinu mikla leikriti í nokkur ár.“ Vísindamaðurinn Þór segir jörðina á öðrum „enda“ sporbaugsbrautar sinnar um sólu á morgun, lengsti dagur dagur ársins á norðurhveli en vetrarsólstöður á suðurhveli. „Viðsnúningurinn gerist á sömu mínútunni um alla jörðina og það er magnað. Í Almanaki Hins íslenska þjóðvinafélags segja höfundarnir, Þorsteinn Sæmundsson og Gunnlaugur Björnsson stjarnfræðingar, að það gerist að þessu sinni klukkan 15.54 að íslenskum tíma.“ Þór telur sólstöðumínútuna vera tímamót á för jarðar um sólu og mælir með því að fólk fagni þeim tímamótum með íhugun í þögn. „Við getum ekki gert það saman í Viðey þar sem gangan er að kvöldlagi en stöldrum við, engu að síður, klukkan 15.54, í einrúmi, fá eða mörg saman og hugsum til meðbræðra og systra um alla jörð.“ Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Veður Mest lesið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
„Sólstöðuganga er meðmælaganga með lífinu og menningunni,“ segir Þór Jakobsson veðurfræðingur. Hann tekur þátt í slíkri göngu sem Borgarsögusafn stendur fyrir í Viðey annað kvöld. Guðbrandur Benediktsson safnstjóri leiðir gönguna og segir frá sögu eyjarinnar og Þór segir frá sólstöðum og hefðum tengdum þeim. Sveinn Kristinsson, formaður Rauða krossins á Íslandi, ávarpar göngufólk og Árný Helgadóttir kraftgöngukona leiðir léttar og hressandi æfingar. Siglt verður frá Skarfabakka klukkan 20 og til baka ekki seinna en klukkan 23, gengið á sögulegar slóðir og staðnæmst í fjöruborðinu við varðeld. Gestir eru hvattir til að taka með sér nesti og drykk til að njóta við eldinn áður en gengið verður til baka að ferjunni. Þór segir tilgang sólstöðugöngu í senn jarðbundinn og háfleygan. „Annars vegar er auðvitað heilsusamlegt og upplífgandi að taka þátt í rólegri hópgöngu fólks á öllum aldri, njóta samveru skyldmenna eða kynna við ókunnuga – og þar við bætist fróðleikur leiðsögumanna um náttúru og sögu og það sem fyrir augu ber á göngunni. Hins vegar er göngunni ætlað að vera stund til að leiða hugann að ráðgátum tilverunnar og gleðjast yfir lífinu þrátt fyrir strit og erfiðleika og gleðjast yfir því að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í hinu mikla leikriti í nokkur ár.“ Vísindamaðurinn Þór segir jörðina á öðrum „enda“ sporbaugsbrautar sinnar um sólu á morgun, lengsti dagur dagur ársins á norðurhveli en vetrarsólstöður á suðurhveli. „Viðsnúningurinn gerist á sömu mínútunni um alla jörðina og það er magnað. Í Almanaki Hins íslenska þjóðvinafélags segja höfundarnir, Þorsteinn Sæmundsson og Gunnlaugur Björnsson stjarnfræðingar, að það gerist að þessu sinni klukkan 15.54 að íslenskum tíma.“ Þór telur sólstöðumínútuna vera tímamót á för jarðar um sólu og mælir með því að fólk fagni þeim tímamótum með íhugun í þögn. „Við getum ekki gert það saman í Viðey þar sem gangan er að kvöldlagi en stöldrum við, engu að síður, klukkan 15.54, í einrúmi, fá eða mörg saman og hugsum til meðbræðra og systra um alla jörð.“
Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Veður Mest lesið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira