Ekki merki um mikla kólnun á húsnæðismarkaðnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. júlí 2019 11:30 Fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er í jafnvægi og hefur verið í töluverðan tíma, eða frá því í haust, segir hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði. vísir/vilhelm Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræðingur hjá hagdeild Íbúðalánasjóðs, segir að svo virðist sem jafnvægi sé á húsnæðismarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu og að ekki séu ekki beint merki um mikla kólnun. Hins vegar sé samdráttur í sölu íbúða í fjölbýli á meðan að sala á íbúðum í sérbýli eykst sé litið til mánaðarlegrar veltu talið fyrstu fimm mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Aukningin er sex prósent í fjölda seldra íbúða í sérbýli en samdrátturinn er 1,2 prósent í sölu íbúða í fjölbýli, samkvæmt tölum úr mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs fyrir júlímánuð. Í skýrslunni kemur einnig fram að meðalsölutími er að lengjast; fer úr 96 dögum í 109 daga fyrir sérbýli og úr 89 dögum í 94 daga fyrir fjölbýli.En hvað þýðir það? Er þetta ekki merki um einhverja kólnun? „Það fer eftir því hvaða skilning þú leggur í kólnun. Það er ekki sama brjálæði á markaðnum og var fyrir einu ári síðan. Hann hefur verið í ákveðnu jafnvægi í töluverðan tíma, eiginlega bara frá því um haustið 2018,“ segir Ólafur Sindri sem bendir til dæmis á að íbúðir í fjölbýli hafa hækkað gríðarlega í verði. Fyrir nokkrum misserum hafi það einnig verið svo að eftirspurnin var gríðarleg en framboðið lítið en nú sé framboðið að aukast. Aðspurður hvort eitthvað sé hægt að rýna í þessar tölur til að spá fyrir um hvernig komandi vetur verður á fasteignamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu segir Ólafur Sindri Íbúðalánasjóð ekki í því að spá fram í tímann. „Við erum bara að sýna hvernig staðan er akkúrat núna. Þannig að ég get ekkert sagt neitt til um það. Það er auðvitað margt að gerast í hagkerfinu þannig að í raun og veru getur þetta þróast á marga vegu.“ Ólafur Sindri bendir þó á að samdráttur í sölu á fjölbýli sé eitthvað merki og þá það líka að 80 prósent allra fasteignaviðskipta eru undir ásettu verði. „Það þýðir að í auglýsingum er væntanlega verið að biðja um alltof hátt verði,“ segir hann. Annað sem komið er inn á í skýrslu Íbúðalánasjóðs eru Airbnb-íbúðir. Ólafur Sindri segir að miðað við þær tölur og þá mælikvarða sem sjóðurinn skoðar eru ekki sterkar vísbendingar um að Airbnb-íbúðir séu að skila sér inn á fasteigna- eða langtímaleigumarkaðinn. „Hins vegar samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar þá hefur gistingum erlendra ferðamanna í gegnum Airbnb og þannig vefsíður fækkað um 29 prósent á milli ára þannig að ef það heldur áfram þá er kannski alveg líklegt að þessar íbúðir fari nú að koma inn á markaðinn, kannski með haustinu eða eitthvað slíkt en núna er náttúrulega „high season“ þannig að menn eru væntanlega að leigja þetta út núna.“ Húsnæðismál Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Sjá meira
Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræðingur hjá hagdeild Íbúðalánasjóðs, segir að svo virðist sem jafnvægi sé á húsnæðismarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu og að ekki séu ekki beint merki um mikla kólnun. Hins vegar sé samdráttur í sölu íbúða í fjölbýli á meðan að sala á íbúðum í sérbýli eykst sé litið til mánaðarlegrar veltu talið fyrstu fimm mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Aukningin er sex prósent í fjölda seldra íbúða í sérbýli en samdrátturinn er 1,2 prósent í sölu íbúða í fjölbýli, samkvæmt tölum úr mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs fyrir júlímánuð. Í skýrslunni kemur einnig fram að meðalsölutími er að lengjast; fer úr 96 dögum í 109 daga fyrir sérbýli og úr 89 dögum í 94 daga fyrir fjölbýli.En hvað þýðir það? Er þetta ekki merki um einhverja kólnun? „Það fer eftir því hvaða skilning þú leggur í kólnun. Það er ekki sama brjálæði á markaðnum og var fyrir einu ári síðan. Hann hefur verið í ákveðnu jafnvægi í töluverðan tíma, eiginlega bara frá því um haustið 2018,“ segir Ólafur Sindri sem bendir til dæmis á að íbúðir í fjölbýli hafa hækkað gríðarlega í verði. Fyrir nokkrum misserum hafi það einnig verið svo að eftirspurnin var gríðarleg en framboðið lítið en nú sé framboðið að aukast. Aðspurður hvort eitthvað sé hægt að rýna í þessar tölur til að spá fyrir um hvernig komandi vetur verður á fasteignamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu segir Ólafur Sindri Íbúðalánasjóð ekki í því að spá fram í tímann. „Við erum bara að sýna hvernig staðan er akkúrat núna. Þannig að ég get ekkert sagt neitt til um það. Það er auðvitað margt að gerast í hagkerfinu þannig að í raun og veru getur þetta þróast á marga vegu.“ Ólafur Sindri bendir þó á að samdráttur í sölu á fjölbýli sé eitthvað merki og þá það líka að 80 prósent allra fasteignaviðskipta eru undir ásettu verði. „Það þýðir að í auglýsingum er væntanlega verið að biðja um alltof hátt verði,“ segir hann. Annað sem komið er inn á í skýrslu Íbúðalánasjóðs eru Airbnb-íbúðir. Ólafur Sindri segir að miðað við þær tölur og þá mælikvarða sem sjóðurinn skoðar eru ekki sterkar vísbendingar um að Airbnb-íbúðir séu að skila sér inn á fasteigna- eða langtímaleigumarkaðinn. „Hins vegar samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar þá hefur gistingum erlendra ferðamanna í gegnum Airbnb og þannig vefsíður fækkað um 29 prósent á milli ára þannig að ef það heldur áfram þá er kannski alveg líklegt að þessar íbúðir fari nú að koma inn á markaðinn, kannski með haustinu eða eitthvað slíkt en núna er náttúrulega „high season“ þannig að menn eru væntanlega að leigja þetta út núna.“
Húsnæðismál Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Sjá meira