Bjargaði nýbornum lambhrúti í Meðallandi Jakob Bjarnar skrifar 9. júlí 2019 10:13 Edda Björk hreinsaði lambið en vit þess voru full af sandi, nuddaði og blé og kom því á fætur. „Þetta var mikil lífsreynsla. Ég átti ekki von á því að það væri verið að bera á þessum tíma. En, það var voðalega gaman að ná honum í gang,“ segir Edda Björg Arnardóttir framkvæmdastjóri í samtali við Vísi. Hún og fjölskylda hennar, maður og börn, talsverðum ævintýrum um helgina. Þau voru að ferðast um Suðurland í einstaklega góðu veðri. Fjölskyldan var að keyra í Meðallandi í Skaftafellssýslu og voru á leið þar niður í fjöru. Þau voru að fara um fáfarna slóð þegar þau keyrðu fram á nýborið lamb. Og hin nýborna var á hlaupum í burtu.Lambhrúturinn svo gott sem hættur að anda „Það var eins og lambið væri dautt,“ segir Edda Björk en um var að ræða lambhrút, fremur stóran. „Hann andaði varla þegar við komum að honum. Munnur og nef voru full af sandi og við vorum heillengi að hreinsa upp úr honum greyinu.“ Edda Björk tók til við að nudda lambhrútinn og henni til mikillar ánægju tók lambið við sér. „Sá stutti var óttalega líflítill en eftir hreinsun, nudd og blástur tók hann að hressast og það var innilega gaman að sjá hann standa upp eftir langar 15 mínútur,“ segir Edda. Hún telur að kindin hafi jafnvel talið lamb sitt dautt. Hún bar svo öðru lambi, talsvert minni gimbur. Hún var ljónstygg að sögn Eddu Bjargar en þeim tókst þó að koma lambinu til hennar.Hólpinn fram til hausts „Dásamlegt þegar hann svo fékk sér að drekka þá var ég viss um að hann væri hólpinn, jú allavega fram að hausti.“Stór stund. Lambhrúturinn, sem hafi verið sem dauður, kominn á fætur.Edda Björk náði að setja sig í samband við bóndann, eiganda kindarinnar, Sigursvein Guðjónsson á Lyngum í Meðallandi. Hann var við heyskap langt frá en sendi son sinn á vettvang sem hafði svo auga með framvindu mála. Edda Björk segist hafa imprað á því við bóndann að kannski væri vert, fyrst um svo síðborinn hrút væri að ræða, að honum yrði gefið líf í haust. Ævintýrum dagsins var ekki þar með lokið hjá Eddu Björk og fjölskyldu. Eins og áður sagði voru þau að fara niður að fjöru þarna í Meðallandinu eftir afar fáförnum slóða og þar komu þau að þýskum konum sem voru fastar í sandinum. Þær voru ekki á fjórhjóladrifnum bíl. Þau voru ekki með kaðal til að kippa í bílinn nema, þá kemur allt í einu kona gangandi eftir sandinum. Bíll hennar var rafmagnslaus þar steinsnar frá. „Hún var hins vegar með reipi. Við fórum og gáfum henni start og svo drógum við þessar yndislegu þýsku konur öfugar uppúr sandinum þar sem þær voru pikkfastar. Ótrúlegur dagur og fyndið að lenda í þessu öllu þarna á sama tíma.“ Dýr Landbúnaður Skaftárhreppur Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira
„Þetta var mikil lífsreynsla. Ég átti ekki von á því að það væri verið að bera á þessum tíma. En, það var voðalega gaman að ná honum í gang,“ segir Edda Björg Arnardóttir framkvæmdastjóri í samtali við Vísi. Hún og fjölskylda hennar, maður og börn, talsverðum ævintýrum um helgina. Þau voru að ferðast um Suðurland í einstaklega góðu veðri. Fjölskyldan var að keyra í Meðallandi í Skaftafellssýslu og voru á leið þar niður í fjöru. Þau voru að fara um fáfarna slóð þegar þau keyrðu fram á nýborið lamb. Og hin nýborna var á hlaupum í burtu.Lambhrúturinn svo gott sem hættur að anda „Það var eins og lambið væri dautt,“ segir Edda Björk en um var að ræða lambhrút, fremur stóran. „Hann andaði varla þegar við komum að honum. Munnur og nef voru full af sandi og við vorum heillengi að hreinsa upp úr honum greyinu.“ Edda Björk tók til við að nudda lambhrútinn og henni til mikillar ánægju tók lambið við sér. „Sá stutti var óttalega líflítill en eftir hreinsun, nudd og blástur tók hann að hressast og það var innilega gaman að sjá hann standa upp eftir langar 15 mínútur,“ segir Edda. Hún telur að kindin hafi jafnvel talið lamb sitt dautt. Hún bar svo öðru lambi, talsvert minni gimbur. Hún var ljónstygg að sögn Eddu Bjargar en þeim tókst þó að koma lambinu til hennar.Hólpinn fram til hausts „Dásamlegt þegar hann svo fékk sér að drekka þá var ég viss um að hann væri hólpinn, jú allavega fram að hausti.“Stór stund. Lambhrúturinn, sem hafi verið sem dauður, kominn á fætur.Edda Björk náði að setja sig í samband við bóndann, eiganda kindarinnar, Sigursvein Guðjónsson á Lyngum í Meðallandi. Hann var við heyskap langt frá en sendi son sinn á vettvang sem hafði svo auga með framvindu mála. Edda Björk segist hafa imprað á því við bóndann að kannski væri vert, fyrst um svo síðborinn hrút væri að ræða, að honum yrði gefið líf í haust. Ævintýrum dagsins var ekki þar með lokið hjá Eddu Björk og fjölskyldu. Eins og áður sagði voru þau að fara niður að fjöru þarna í Meðallandinu eftir afar fáförnum slóða og þar komu þau að þýskum konum sem voru fastar í sandinum. Þær voru ekki á fjórhjóladrifnum bíl. Þau voru ekki með kaðal til að kippa í bílinn nema, þá kemur allt í einu kona gangandi eftir sandinum. Bíll hennar var rafmagnslaus þar steinsnar frá. „Hún var hins vegar með reipi. Við fórum og gáfum henni start og svo drógum við þessar yndislegu þýsku konur öfugar uppúr sandinum þar sem þær voru pikkfastar. Ótrúlegur dagur og fyndið að lenda í þessu öllu þarna á sama tíma.“
Dýr Landbúnaður Skaftárhreppur Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira