Með heila þjóð á bakinu: Sex sjónvarpsstöðvar sýndu kynninguna á Joao Felix Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2019 14:30 Joao Felix spilar að sjálfsögðu í númer sjö hjá Atlético Madrid. Getty/Burak Akbulut/ Cristiano Ronaldo hefur verið með portúgölsku þjóðina á bakinu í fimmtán ár og nú styttist í það að hann kveðji fótboltann. Portúgalar hafa hins vegar fundið sér næstu súperstjörnu fótboltans í landinu ef marka má áhuga þjóðarinnar á Joao Felix. Spænska félagið Atlético Madrid keypti hinn nítján ára gamla Joao Felix á 126 milljónir evra í byrjun júlí en það gera átján milljarða í íslenskum krónum. Joao Felix varð um leið næstdýrasti táningur heims á eftir Kylian Mbappé og fimmti dýrasti knattspyrnumaður sögunnar. Joao Felix tók líka efsta sætið af Cristiano Ronaldo yfir dýrasta knattspyrnumann Portúgals frá upphafi en Ronaldo kostaði Juventus „bara“ 112 milljónir evra þegar spænska félagið seldi hann til Ítalíu. Atlético Madrid borgar reyndar „bara“ 30 milljónir evra fyrir Joao Felix til að byrja með en hinar 96 milljónirnar verða greiddar í afborgunum.Joao Felix's Atletico presentation was broadcast live by SIX channels in Portugalhttps://t.co/5pQziWMrbb — B/R Football (@brfootball) July 9, 2019Joao Felix byrjaði bara fimm leiki fyrir áramót en sló í gegn eftir áramót og endaði með 20 mörk og 11 stoðsendingar í 43 leikjum. Hann skoraði meðal annars þrennu í Evrópudeildinni. Eins og áður sagði er gríðarlegur áhugi á Joao Felix í Portúgal þrátt fyrir að hann sé að yfirgefa portúgölsku deildina. Atlético Madrid hélt sérstaka kynningu á framtíðarstjörnu liðsins og það voru heilar sex portúgalskar sjónvarpsstöðvar sem sýndu hana beint. CMTV kapalstöðin í Lissabon hefur reyndar farið mörgum skrefum lengra og fjallar mjög ítarlega um alla hluti í lífi Joao Felix. Allt frá því hvað hann borgaði fyrir hádegismatinn sinn til þess hvaða næturklúbba hann heimsótti. Stöðin fór meira að segja yfir það hvaða álegg Joao Felix finnst best á pizzuna sína. Correio da Manha er helsta slúðurblaðið í Portúgal og það var með Joao Felix á forsíðunni átta daga í röð eins og sést hér fyrir neðan.João Félix está há oito dias consecutivos na capa do CM. Faz-me lembrar o slogan autárquico de Olímpio Galvão em Montemor-o-Novo: "Chiça, porra que é demais" pic.twitter.com/ehdT7tgnlp — Ruben Martins (@rubenlmartins) June 24, 2019Joao Felix var síðan „loksins“ kynntur hjá Atlético Madrid í gær og sex portúgalskar stöðvar voru með beina útsendingu en það voru stöðvarnar CMTV, RTP, SIC, TVI, Sport TV og A Bola TV. Felix manían lifir góðu lífi í Portúgal þessa dagana og nú er gríðarlega pressa á þessum nítján ára gamla strax að standa sig hjá Atlético Madrid á næstu leiktíð. Þegar Cristiano Ronaldo var á sínu nítjánda ári þá var hann að hefja sitt annað tímabil með liði Manchester United. Ronaldo skoraði 5 mörk í 33 leikjum í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2004-05. Portúgal Spænski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Cristiano Ronaldo hefur verið með portúgölsku þjóðina á bakinu í fimmtán ár og nú styttist í það að hann kveðji fótboltann. Portúgalar hafa hins vegar fundið sér næstu súperstjörnu fótboltans í landinu ef marka má áhuga þjóðarinnar á Joao Felix. Spænska félagið Atlético Madrid keypti hinn nítján ára gamla Joao Felix á 126 milljónir evra í byrjun júlí en það gera átján milljarða í íslenskum krónum. Joao Felix varð um leið næstdýrasti táningur heims á eftir Kylian Mbappé og fimmti dýrasti knattspyrnumaður sögunnar. Joao Felix tók líka efsta sætið af Cristiano Ronaldo yfir dýrasta knattspyrnumann Portúgals frá upphafi en Ronaldo kostaði Juventus „bara“ 112 milljónir evra þegar spænska félagið seldi hann til Ítalíu. Atlético Madrid borgar reyndar „bara“ 30 milljónir evra fyrir Joao Felix til að byrja með en hinar 96 milljónirnar verða greiddar í afborgunum.Joao Felix's Atletico presentation was broadcast live by SIX channels in Portugalhttps://t.co/5pQziWMrbb — B/R Football (@brfootball) July 9, 2019Joao Felix byrjaði bara fimm leiki fyrir áramót en sló í gegn eftir áramót og endaði með 20 mörk og 11 stoðsendingar í 43 leikjum. Hann skoraði meðal annars þrennu í Evrópudeildinni. Eins og áður sagði er gríðarlegur áhugi á Joao Felix í Portúgal þrátt fyrir að hann sé að yfirgefa portúgölsku deildina. Atlético Madrid hélt sérstaka kynningu á framtíðarstjörnu liðsins og það voru heilar sex portúgalskar sjónvarpsstöðvar sem sýndu hana beint. CMTV kapalstöðin í Lissabon hefur reyndar farið mörgum skrefum lengra og fjallar mjög ítarlega um alla hluti í lífi Joao Felix. Allt frá því hvað hann borgaði fyrir hádegismatinn sinn til þess hvaða næturklúbba hann heimsótti. Stöðin fór meira að segja yfir það hvaða álegg Joao Felix finnst best á pizzuna sína. Correio da Manha er helsta slúðurblaðið í Portúgal og það var með Joao Felix á forsíðunni átta daga í röð eins og sést hér fyrir neðan.João Félix está há oito dias consecutivos na capa do CM. Faz-me lembrar o slogan autárquico de Olímpio Galvão em Montemor-o-Novo: "Chiça, porra que é demais" pic.twitter.com/ehdT7tgnlp — Ruben Martins (@rubenlmartins) June 24, 2019Joao Felix var síðan „loksins“ kynntur hjá Atlético Madrid í gær og sex portúgalskar stöðvar voru með beina útsendingu en það voru stöðvarnar CMTV, RTP, SIC, TVI, Sport TV og A Bola TV. Felix manían lifir góðu lífi í Portúgal þessa dagana og nú er gríðarlega pressa á þessum nítján ára gamla strax að standa sig hjá Atlético Madrid á næstu leiktíð. Þegar Cristiano Ronaldo var á sínu nítjánda ári þá var hann að hefja sitt annað tímabil með liði Manchester United. Ronaldo skoraði 5 mörk í 33 leikjum í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2004-05.
Portúgal Spænski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira