Matthías Vilhjálmsson skoraði eitt og lagði upp annað er lið hans Vålerenga rúllaði yfir Bodø/Glimt í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 6-0.
Matthías lagði upp annað markið og skoraði svo fjórða mark leiksins úr vítaspyrnu á 29. mínútu en staðan var 4-0 í hálfleik. Ótrúlegir yfirburðir Vålerenga.
Matthías spilaði í 68 mínútur fyrir Vålerenga sem er í fjórða sæti deildarinnar en Bodø/Glimt er í því öðru. Óvænt úrslit en Oliver Sigurjónsson var ónotaður varamaður hjá Bodø/Glimt.
Arnór Smárason spilaði í 64 mínútur er Lillestrøm tapaði 5-2 fyrir Kristiansund á útivelli. Lillestrøm eftir leikinn í tólfta sæti deildarinnar en Kristiansund komið upp í það sjötta.
Matthías kom að tveimur mörkum Vålerenga í stórsigri
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn


Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt
Íslenski boltinn




„Mæti honum með bros á vör“
Körfubolti

