Holland varð að einu besta liði heims í kjölfar þess að Dagný sendi þær heim af EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2019 13:30 Hollenska landsliðið fagnar sigri í gær. Vísir/Getty Hollenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er ríkjandi Evrópumeistari og er nú komið alla leið í úrslitaleikinn á HM í Frakklandi þar sem liðið mætir ríkjandi heimsmeisturum Bandaríkjanna. Hollenska landsliðið hafði aldrei spilað til úrslita á stórmóti fyrir Evrópumótið 2017 en er nú að fara að spila sinn annan úrslitaleik í röð. Það hefur mikið breyst hjá hollenska landsliðinu á sex árum en sumarið 2013 olli liðið miklum vonbrigðum á EM í Svíþjóð. Íslenska kvennalandsliðið var með þeim hollensku í riðli á EM í Svíþjóð 2013 og sendi þær heim með því að vinna 1-0 sigur í leik liðanna í lokaumferð riðlakeppninnar. Íslensku stelpurnar komust í átta liða úrslitin en Holland endaði í neðsta sæti riðilsins og var úr leik. Það var Dagný Brynjarsdóttir sem skoraði eina mark leiksins með laglegum skalla á 29. mínútu leiksins. Seinna kom í ljós að Dagný hafði spilað þennan leik fótbrotin. Hún hafði brotið bátsbeinið rétt fyirr neðan ökkla. Dagný harkaði af sér og var hetja íslenska liðsins.Klippa: Íslenska landsliðið tryggði sér sæti í 8 liða úrslit á EM Hollenska landsliðið sýndi strax batamerki á HM í Kanada 2015 þar sem liðið komst í sextán liða úrslitin en þetta var fyrsta heimsmeistaramót liðsins. Tveimur árum síðan fóru þær hollensku á kostum á heimavelli og urðu Evrópumeistarar eftir 4-2 sigur á Danmörku í úrslitaleiknum. Tveir af markaskorurum liðsins í úrslitaleik EM 2017, Lieke Martens og Sherida Spitse, höfðu spilað leikinn örlagaríka á móti Íslandi. Liðið var hins vegar búið að skipta framherjanum Manon Melis út fyrir ungstirnið Vivianne Miedema sem skoraði tvívegis í úrslitaleiknum. Hollenska landsliðið hefur síðan fest sig í sessi með frammistöðu sinni á heimsmeistaramótinu í Frakklandi í ár. Liðið hefur unnið alla sex leiki sína í keppninni þar á meðal Japan í sextán liða úrslitum, Ítalíu í átta liða úrslitum og loks Svíþjóð í undanúrslitunum í gær. Lieke Martens og Sherida Spitse eru enn þá í stórum hlutverkum og aðeins einn annar leikmaður spilaði bæði leikinn á móti Íslandi og undanúrslitaleikinn í gær. Það var Daniëlle van de Donk. Það er því óhætt að segja að Sarina Wiegman hafi hreinsað vel til í landsliðinu þegar hún tók við. Holland mætir Bandaríkjunum í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Bandaríska liðið er miklu sigurstranglegra fyrir leikinn en það verður fróðlegt að sjá hvað þær hollensku ná að bíta frá sér. EM 2017 í Hollandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Hollenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er ríkjandi Evrópumeistari og er nú komið alla leið í úrslitaleikinn á HM í Frakklandi þar sem liðið mætir ríkjandi heimsmeisturum Bandaríkjanna. Hollenska landsliðið hafði aldrei spilað til úrslita á stórmóti fyrir Evrópumótið 2017 en er nú að fara að spila sinn annan úrslitaleik í röð. Það hefur mikið breyst hjá hollenska landsliðinu á sex árum en sumarið 2013 olli liðið miklum vonbrigðum á EM í Svíþjóð. Íslenska kvennalandsliðið var með þeim hollensku í riðli á EM í Svíþjóð 2013 og sendi þær heim með því að vinna 1-0 sigur í leik liðanna í lokaumferð riðlakeppninnar. Íslensku stelpurnar komust í átta liða úrslitin en Holland endaði í neðsta sæti riðilsins og var úr leik. Það var Dagný Brynjarsdóttir sem skoraði eina mark leiksins með laglegum skalla á 29. mínútu leiksins. Seinna kom í ljós að Dagný hafði spilað þennan leik fótbrotin. Hún hafði brotið bátsbeinið rétt fyirr neðan ökkla. Dagný harkaði af sér og var hetja íslenska liðsins.Klippa: Íslenska landsliðið tryggði sér sæti í 8 liða úrslit á EM Hollenska landsliðið sýndi strax batamerki á HM í Kanada 2015 þar sem liðið komst í sextán liða úrslitin en þetta var fyrsta heimsmeistaramót liðsins. Tveimur árum síðan fóru þær hollensku á kostum á heimavelli og urðu Evrópumeistarar eftir 4-2 sigur á Danmörku í úrslitaleiknum. Tveir af markaskorurum liðsins í úrslitaleik EM 2017, Lieke Martens og Sherida Spitse, höfðu spilað leikinn örlagaríka á móti Íslandi. Liðið var hins vegar búið að skipta framherjanum Manon Melis út fyrir ungstirnið Vivianne Miedema sem skoraði tvívegis í úrslitaleiknum. Hollenska landsliðið hefur síðan fest sig í sessi með frammistöðu sinni á heimsmeistaramótinu í Frakklandi í ár. Liðið hefur unnið alla sex leiki sína í keppninni þar á meðal Japan í sextán liða úrslitum, Ítalíu í átta liða úrslitum og loks Svíþjóð í undanúrslitunum í gær. Lieke Martens og Sherida Spitse eru enn þá í stórum hlutverkum og aðeins einn annar leikmaður spilaði bæði leikinn á móti Íslandi og undanúrslitaleikinn í gær. Það var Daniëlle van de Donk. Það er því óhætt að segja að Sarina Wiegman hafi hreinsað vel til í landsliðinu þegar hún tók við. Holland mætir Bandaríkjunum í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Bandaríska liðið er miklu sigurstranglegra fyrir leikinn en það verður fróðlegt að sjá hvað þær hollensku ná að bíta frá sér.
EM 2017 í Hollandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira