Mest voru 11,7 milljónir að fylgjast með leiknum sem Bandaríkin vann 2-1 eftir mikla dramatík í lokin.
Mark var dæmt af enska liðinu í Varsjánni á lokakaflanum og enska liðið klikkaði líka á vítaspyrnu. Enska kvennalandsliðið hefur aldrei verið svona nálægt því að komast í úrslitaleik HM.
11.7 million Incredible support.#ENG v #USA was the most-watched television programme of the year so far.
https://t.co/27TwB6Kd68#FIFAWWC#Lionessespic.twitter.com/nJigumzcJZ
— BBC Sport (@BBCSport) July 3, 2019
Þetta er nýtt met fyrir kvennaleik og það met var ekki gamalt. 7,6 milljónir höfðu horfa á sigur Englands á Noregi í átta liða úrslitum HM í Frakklandi fyrir nokkrum dögum.
50,8 prósent sjónvarpsáhorfenda í Bretlandi voru því að fylgjast með enska landsliðinu reyna að skrifa nýja sögu í Lyon í gær.
England mætir Svíþjóð eða Hollandi í leiknum um þriðja sætið á laugardaginn. Seinni undanúrslitaleikurinn fer fram í Lyon í kvöld og sigurvegarinn spilar til úrslita á móti Bandaríkjunum á sunnudaginn.
Áhugi á enska liðinu hefur aukist með hverjum leik liðsins eins og sjá má hér fyrir neðan:
9. júní: England 2-1 Skotland - 6,1 milljónir
23. júní: England 3-0 Kamerún - 6,9 milljónir
27. júní: England 3-0 Noregur - 7,6 milljónir
2. júlí: England 1-2 Bandaríkin - 11,7 milljónir