Sílemenn eiga enn möguleika á að jafna 72 ára gamalt afrek Argentínumanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2019 16:30 Sílemaðurinn Alexis Sánchez fagnar öðru marka sinna í keppninni í ár. Getty/ Buda Mendes Seinni undanúrslitaleikur Copa America 2019 fer fram í kvöld en í boði er úrslitaleikur á móti Brasilíu á Maracana á sunnudaginn. Sílemaðurinn Alexis Sánchez fær þarna tækifæri til að upplifa betri tíma inn á knattspyrnuvellinum en á nýloknu tímabili með Manchester United sem reyndist honum mjög erfitt. Sánchez þarf að sanna það fyrir heiminum að hann sé ekki búinn að vera og góður leikur hjá honum í kvöld væri risaskref í þá átt. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan tuttugu mínútur yfir miðnætti. Það er nokkur tími liðin síðan að eitthvað annað lið en Síle gat kallað sig Suðurameríkumeistara í knattspyrnu karla. Síle getur í kvöld komist í þriðja úrslitaleikinn í röð. Úrúgvæ vann keppnina árið 2011 en enginn gefur náð að stoppa Síle í síðustu tveimur keppnum. Brasilíumenn komust fyrst í úrslitaleikinn eftir sigur á Argentínu í fyrri undanúrslitaleiknum í nótt. Þar var á ferðinni hinn eini og sanni Clasico leikur Suður-Ameríku en í viðureign Síle og Perú í hinum undanúrslitaleiknum í kvöld er aftur á móti uppgjör Kyrrahafsstrandþjóðanna. Síle getur orðið fyrsta þjóðin í 72 ár til að vinna þrjár Copa America keppnir í röð en það gerðist síðast þegar Argentínumenn unnu þrjár keppnir í röð frá 1945 til 1947. Síle vann 2015 og 2016 og í bæði skiptin eftir vítaspyrnukeppni og í bæði skiptin mætti Síle Lionel Messi og félögum í Argentínu í úrslitaleiknum. Síle varð í öðru sæti á eftir Úrúgvæ í sínum riðli í riðlakeppni Copa America í ár en Perú sló síðan Úrúgvæ út úr átta liða úrslitunum. Síle vann á sama tíma Kólumbíu í vítakeppni. Síle vann 2-1 sigur á Perú í undanúrslitunum fyrir fjórum árum en þá skoraði Eduardo Vargas bæði mörkin. Eduardo Vargas er markahæstur Sílemanna í keppninni í ár ásamt Alexis Sánchez. Báðir hafa skorað tvö mörk. Chile Copa América Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti Fleiri fréttir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Sjá meira
Seinni undanúrslitaleikur Copa America 2019 fer fram í kvöld en í boði er úrslitaleikur á móti Brasilíu á Maracana á sunnudaginn. Sílemaðurinn Alexis Sánchez fær þarna tækifæri til að upplifa betri tíma inn á knattspyrnuvellinum en á nýloknu tímabili með Manchester United sem reyndist honum mjög erfitt. Sánchez þarf að sanna það fyrir heiminum að hann sé ekki búinn að vera og góður leikur hjá honum í kvöld væri risaskref í þá átt. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan tuttugu mínútur yfir miðnætti. Það er nokkur tími liðin síðan að eitthvað annað lið en Síle gat kallað sig Suðurameríkumeistara í knattspyrnu karla. Síle getur í kvöld komist í þriðja úrslitaleikinn í röð. Úrúgvæ vann keppnina árið 2011 en enginn gefur náð að stoppa Síle í síðustu tveimur keppnum. Brasilíumenn komust fyrst í úrslitaleikinn eftir sigur á Argentínu í fyrri undanúrslitaleiknum í nótt. Þar var á ferðinni hinn eini og sanni Clasico leikur Suður-Ameríku en í viðureign Síle og Perú í hinum undanúrslitaleiknum í kvöld er aftur á móti uppgjör Kyrrahafsstrandþjóðanna. Síle getur orðið fyrsta þjóðin í 72 ár til að vinna þrjár Copa America keppnir í röð en það gerðist síðast þegar Argentínumenn unnu þrjár keppnir í röð frá 1945 til 1947. Síle vann 2015 og 2016 og í bæði skiptin eftir vítaspyrnukeppni og í bæði skiptin mætti Síle Lionel Messi og félögum í Argentínu í úrslitaleiknum. Síle varð í öðru sæti á eftir Úrúgvæ í sínum riðli í riðlakeppni Copa America í ár en Perú sló síðan Úrúgvæ út úr átta liða úrslitunum. Síle vann á sama tíma Kólumbíu í vítakeppni. Síle vann 2-1 sigur á Perú í undanúrslitunum fyrir fjórum árum en þá skoraði Eduardo Vargas bæði mörkin. Eduardo Vargas er markahæstur Sílemanna í keppninni í ár ásamt Alexis Sánchez. Báðir hafa skorað tvö mörk.
Chile Copa América Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti Fleiri fréttir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Sjá meira