England hafði komið mörgum á óvart undir stjórn Phil Neville á mótinu og komst alla leið í undanúrslitin en þar voru heimsmeistararnir einfaldlega sterkari.
You've inspired a generation old and new. You brought the country together. Hold your heads up high, you gave so much. You have inspired young girls who are future #Lionesses and nobody will ever be able to tell them they can't play football again. #ChangeTheGamepic.twitter.com/tNxXT6CzU0
— BBC Sport (@BBCSport) July 2, 2019
Árangurinn vakti mikla athygli í Englandi og hafa þær ensku meðal annars slegið áhorfendamet í heimalandinu á meðan mótinu stóð í Frakklandi.
„Þið hafið fyllt unga sem aldna eldmóði. Þið komuð þjóðinni saman. Haldið höfðinu hátt því þið gáfuð okkur svo mikið,“ stóð meðal annars í hjartnæmri færslu BBC í leikslok.
England endaði í þriðja sætinu á síðasta móti og getur aftur náð í brons er liðið keppir um þriðja sætið á laugardaginn. Mótherjinn verður annað hvort Holland eða Svíþjóð.