Lausafjárstaðan fer enn versnandi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 3. júlí 2019 08:15 Þröng lausafjárstaða bankanna í krónum hefur stuðlað að því að þeir halda í meiri mæli að sér höndum í útlánum og hafni í fleiri tilfellum að fjármagna verkefni sem þeir hefðu að öðrum kosti kosið að gera. Fréttablaðið/Anton Brink Lausafjárstaða stóru viðskiptabankanna þriggja í krónum hefur versnað á síðustu mánuðum, að sögn fjármálastöðugleikaráðs. Forstöðumaður greiningardeildar Arion banka segir að háar eiginfjár- og lausafjárkröfur sem gerðar eru til bankanna, auk verri arðsemi þeirra, geri það að verkum að aðgerðir til þess að lækka vexti beri ekki eins mikinn árangur og annars væri. Hertar kröfur dragi úr getu bankanna til þess að auka útlán á sama tíma og hagkerfið þurfi á auknu lánsfé að halda Lausafjáreignir bankanna – Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans – í krónum hafa dregist saman um tugi prósenta á síðustu árum og fór lausafjárhlutfall þeirra allra undir 100 prósent í lok síðasta árs. Í lok fyrsta ársfjórðungs var hlutfallið lægst hjá Landsbankanum, 46 prósent, 93 prósent hjá Íslandsbanka og 106 prósent í tilfelli Arion banka. Til samanburðar var sambærilegt hlutfall á bilinu 90 til 193 prósent á árinu 2016. Þróunin hefur vakið athygli fjármálastöðugleikaráðs, sem í sitja fjármála- og efnahagsráðherra, seðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins, en í fundargerð ráðsins frá 24. júní síðastliðnum er sérstaklega tekið fram að lausafjárstaða bankanna í krónum hafi versnað á síðustu mánuðum. Þó er lausafjárstaða bankanna í heild – bæði erlendum gjaldmiðlum og krónum – enn nokkuð rúm en til marks um það var lausafjárhlutfall þeirra á bilinu 158 til 243 prósent í lok marsmánaðar. Reglubundið lágmark er til samanburðar 100 prósent. Viðmælandi Markaðarins innan bankakerfisins bendir á að vegna þröngrar lausafjárstöðu bankanna í krónum hafni þeir nú í fleiri tilfellum en áður að fjármagna verkefni sem þeir hefðu að öðrum kosti kosið að fjármagna. Bankarnir vilji ekki að lausafjárhlutfall þeirra í krónum verði lægra.Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion bankaMeira íþyngjandi hér á landi Í nýlegri skýrslu hagfræðideildar Landsbankans um stöðu íslensku viðskiptabankanna, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að lágt lausafjárhlutfall bankanna þýði að þeir muni hafa takmarkað svigrúm til þess að stækka útlánasöfn sín. „Reglur um lausafé eru nú að okkar mati orðnar meira hamlandi fyrir lánavöxt og arðgreiðslur en eiginfjárkröfur,“ segir í skýrslu hagfræðideildarinnar. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, útskýrir að bæði eiginfjár- og lausafjárkröfur hafi hækkað verulega á síðustu árum sem viðbrögð við fjármálakreppunni. Vaxtageta bankanna takmarkist af eiginfjár- og lausafjárhlutfalli þeirra sem sýni sig meðal annars í því að hægst hafi á útlánaaukningu bankanna. „Háar eiginfjár- og lausafjárkröfur, auk arðsemi bankanna, gera það að verkum að aðgerðir til þess að lækka vexti, til að mynda rýmkun heimilda til þess að eiga veðlánaviðskipti við Seðlabankann, skila sér ekki í eins miklum mæli og annars væri,“ nefnir Stefán Broddi. Nýleg breyting á reglum Seðlabankans sem felur í sér að sértryggð skuldabréf bankanna eru nú orðin hæf til trygginga í endurhverfum viðskiptum þeirra við Seðlabankann sé afar jákvætt skref en marki þó engin tímamót. Í áðurnefndri skýrslu hagfræðideildar Landsbankans kemur fram að íslensku lausafjárreglurnar séu byggðar á evrópskum reglum sem séu minni bönkum þungbærari en öðrum. Jafnframt séu reglurnar meira íþyngjandi fyrir íslenska banka í ljósi þess að hlutfallslega sé minna um lausafjáreignir hér á landi í samanburði við önnur Evrópuríki. Ríkisskuldabréf séu helstu lausafjáreignir íslenskra banka á meðan til að mynda fyrirtækjaskuldabréf með háa lánshæfiseinkunn séu talin viðunandi lausafjáreignir í tilfelli evrópskra banka. Greinendur Landsbankans telja erfiðleikum bundið – miðað við núverandi reglugerðarumhverfi – að sjá fyrir sér lausn á þeim vanda sem lágt lausafjárhlutfall í krónum felur í sér fyrir bankana. Ein lausn sé fólgin í því að bankarnir auki hlutfall bundinna innstæðna til þess að lágmarka mögulegt útflæði. Vandinn sé hins vegar sá að langtímasparnaður hér á landi sé í höndum lífeyrissjóða og því sé lausafjáráhætta óhjákvæmilegur fylgifiskur hérlendrar bankastarfsemi.Óheppilegt að herða kröfur nú Stefán Broddi segir það stundum gleymast í umræðunni hve traustum fótum bankakerfið standi í bæði sögulegum og alþjóðlegum samanburði. „En það kostar auðvitað sitt. Það gerir það að verkum að bankakerfið verður dýrara og getur ekki brugðist eins vel við sveiflum í hagkerfinu, til dæmis ef við viljum auka útlán þegar skórinn kreppir að.“ Hann segir það óheppilegt að verið sé að hækka eiginfjárkröfur, svo sem sveiflujöfnunaraukann, á núverandi tímapunkti í hagsveiflunni. Nær væri að draga úr kröfunum þannig að útlánageta bankanna geti stutt við hagkerfið en ekki dregið kraft úr því. „Kröfurnar draga tvímælalaust úr getu bankanna til þess að bregðast við og setja aukinn kraft í útlán á sama tíma og hagkerfið þarf á auknu lánsfé að halda,“ segir Stefán Broddi. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Lausafjárstaða stóru viðskiptabankanna þriggja í krónum hefur versnað á síðustu mánuðum, að sögn fjármálastöðugleikaráðs. Forstöðumaður greiningardeildar Arion banka segir að háar eiginfjár- og lausafjárkröfur sem gerðar eru til bankanna, auk verri arðsemi þeirra, geri það að verkum að aðgerðir til þess að lækka vexti beri ekki eins mikinn árangur og annars væri. Hertar kröfur dragi úr getu bankanna til þess að auka útlán á sama tíma og hagkerfið þurfi á auknu lánsfé að halda Lausafjáreignir bankanna – Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans – í krónum hafa dregist saman um tugi prósenta á síðustu árum og fór lausafjárhlutfall þeirra allra undir 100 prósent í lok síðasta árs. Í lok fyrsta ársfjórðungs var hlutfallið lægst hjá Landsbankanum, 46 prósent, 93 prósent hjá Íslandsbanka og 106 prósent í tilfelli Arion banka. Til samanburðar var sambærilegt hlutfall á bilinu 90 til 193 prósent á árinu 2016. Þróunin hefur vakið athygli fjármálastöðugleikaráðs, sem í sitja fjármála- og efnahagsráðherra, seðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins, en í fundargerð ráðsins frá 24. júní síðastliðnum er sérstaklega tekið fram að lausafjárstaða bankanna í krónum hafi versnað á síðustu mánuðum. Þó er lausafjárstaða bankanna í heild – bæði erlendum gjaldmiðlum og krónum – enn nokkuð rúm en til marks um það var lausafjárhlutfall þeirra á bilinu 158 til 243 prósent í lok marsmánaðar. Reglubundið lágmark er til samanburðar 100 prósent. Viðmælandi Markaðarins innan bankakerfisins bendir á að vegna þröngrar lausafjárstöðu bankanna í krónum hafni þeir nú í fleiri tilfellum en áður að fjármagna verkefni sem þeir hefðu að öðrum kosti kosið að fjármagna. Bankarnir vilji ekki að lausafjárhlutfall þeirra í krónum verði lægra.Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion bankaMeira íþyngjandi hér á landi Í nýlegri skýrslu hagfræðideildar Landsbankans um stöðu íslensku viðskiptabankanna, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að lágt lausafjárhlutfall bankanna þýði að þeir muni hafa takmarkað svigrúm til þess að stækka útlánasöfn sín. „Reglur um lausafé eru nú að okkar mati orðnar meira hamlandi fyrir lánavöxt og arðgreiðslur en eiginfjárkröfur,“ segir í skýrslu hagfræðideildarinnar. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, útskýrir að bæði eiginfjár- og lausafjárkröfur hafi hækkað verulega á síðustu árum sem viðbrögð við fjármálakreppunni. Vaxtageta bankanna takmarkist af eiginfjár- og lausafjárhlutfalli þeirra sem sýni sig meðal annars í því að hægst hafi á útlánaaukningu bankanna. „Háar eiginfjár- og lausafjárkröfur, auk arðsemi bankanna, gera það að verkum að aðgerðir til þess að lækka vexti, til að mynda rýmkun heimilda til þess að eiga veðlánaviðskipti við Seðlabankann, skila sér ekki í eins miklum mæli og annars væri,“ nefnir Stefán Broddi. Nýleg breyting á reglum Seðlabankans sem felur í sér að sértryggð skuldabréf bankanna eru nú orðin hæf til trygginga í endurhverfum viðskiptum þeirra við Seðlabankann sé afar jákvætt skref en marki þó engin tímamót. Í áðurnefndri skýrslu hagfræðideildar Landsbankans kemur fram að íslensku lausafjárreglurnar séu byggðar á evrópskum reglum sem séu minni bönkum þungbærari en öðrum. Jafnframt séu reglurnar meira íþyngjandi fyrir íslenska banka í ljósi þess að hlutfallslega sé minna um lausafjáreignir hér á landi í samanburði við önnur Evrópuríki. Ríkisskuldabréf séu helstu lausafjáreignir íslenskra banka á meðan til að mynda fyrirtækjaskuldabréf með háa lánshæfiseinkunn séu talin viðunandi lausafjáreignir í tilfelli evrópskra banka. Greinendur Landsbankans telja erfiðleikum bundið – miðað við núverandi reglugerðarumhverfi – að sjá fyrir sér lausn á þeim vanda sem lágt lausafjárhlutfall í krónum felur í sér fyrir bankana. Ein lausn sé fólgin í því að bankarnir auki hlutfall bundinna innstæðna til þess að lágmarka mögulegt útflæði. Vandinn sé hins vegar sá að langtímasparnaður hér á landi sé í höndum lífeyrissjóða og því sé lausafjáráhætta óhjákvæmilegur fylgifiskur hérlendrar bankastarfsemi.Óheppilegt að herða kröfur nú Stefán Broddi segir það stundum gleymast í umræðunni hve traustum fótum bankakerfið standi í bæði sögulegum og alþjóðlegum samanburði. „En það kostar auðvitað sitt. Það gerir það að verkum að bankakerfið verður dýrara og getur ekki brugðist eins vel við sveiflum í hagkerfinu, til dæmis ef við viljum auka útlán þegar skórinn kreppir að.“ Hann segir það óheppilegt að verið sé að hækka eiginfjárkröfur, svo sem sveiflujöfnunaraukann, á núverandi tímapunkti í hagsveiflunni. Nær væri að draga úr kröfunum þannig að útlánageta bankanna geti stutt við hagkerfið en ekki dregið kraft úr því. „Kröfurnar draga tvímælalaust úr getu bankanna til þess að bregðast við og setja aukinn kraft í útlán á sama tíma og hagkerfið þarf á auknu lánsfé að halda,“ segir Stefán Broddi.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira