Dagurinn er ekki bara stór fyrir þær sakir heldur mæta Morgan og stöllur hennar í bandaríska liðinu því enska í undanúrslitum HM í Frakklandi í kvöld.
Ef marka má tíst sem Morgan birti í dag er leikurinn henni ofar í huga en afmælið. Eins og hún segir á hún afmæli á hverju ári en HM er bara á fjögurra ára fresti.
Birthdays come every year. World Cup comes every 4 YEARS!! It’s aaaaaaall business todayhttps://t.co/7IWPtTJtcE
— Alex Morgan (@alexmorgan13) July 2, 2019
Morgan skoraði fimm mörk í 13-0 sigri Bandaríkjanna á Tælandi í 1. umferð riðlakeppninnar á HM en hefur ekki skorað síðan. Hún er þó enn markahæst á HM ásamt löndu sinni Megan Rapinoe, Ástralanum Sam Kerr og Englendingnum Ellen White.
Báðir undanúrslitaleikirnir sem og úrslitaleikurinn fara fram í Lyon. Morgan lék þar í sex mánuði 2017 og varð þrefaldur meistari með liðinu.
Bandaríska liðið hefur unnið alla fimm leiki sína á HM til þessa og alls ellefu leiki í röð.
Morgan varð heimsmeistari með Bandaríkjunum 2015. Bandaríska liðið hafa alls þrisvar sinnum orðið heimsmeistarar (1991, 1999 og 2015).