Rúmfræði: Heimagerð sleipiefni og losti í flösku Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 6. júlí 2019 12:30 Eva Dögg talar um náttúrulega ilmi, heilnæm krem, lífræn sleipiefni og kynfæri kvenna. Hallur Karlsson Eva Dögg Rúnarsdóttir er fatahönnuður að mennt, jógakennari og að eigin sögn mikill heilsukuklari. Ilmir, jurtir, plöntur og kjarnaolíur eiga hug hennar allan og segist hún nota „aroma therapy“ mikið í sínu starfi þar sem hún framleiðir sín eigin krem, ilmi, sprey og fleiri blöndur. Makamál hittu Evu á fallega heimili hennar í Vesturbænum og fengu að heyra meira um hvað hún er að bralla þessa dagana.Allra meina bót Sjálf er Eva Dögg að framleiða krem sem heitir Allra meina bót sem hún segir vera krem sem hægt sé að nota í allt.Ég meina bókstaflega allt! Hægt að nota sem græðandi krem, td á tattoo, dagkrem, í hár, skegg og meira að segja sem sleipiefni. Þar sem ég er að framleiða þetta sjálf þá er kremið mjög oft uppselt, en ég er að vinna í því að finna nýjar leiðir til að mæta eftirspurn. Fyrir tæpu ári síðan stofnaði Eva Dögg ásamt Dagnýju Berglindi, framkvæmdastjóra Gló, fyrirtækið RVK RITUAL og var það hugsað sem vettvangur fyrir alla hluti tengda sjálfsumhyggju og athöfnum. Á heimasíðunni eru þær með blogg, litla vefbúð og auglýsa jafnframt ýmisskonar viðburði sem þær standa fyrir. Þar er meðal annars hægt að nálgast Allra meina bót kremið sem Eva framleiðir. Við bjuggum til þetta stafræna rými til þess að fjalla um það sem við erum sjálfar að uppgötva og finna að hjálpar okkur í daglegu amstri.Eva Dögg segir að við séum öll með okkar náttúrulega ilm sem er einstakur og misjafn eftir kynjum.Okkar náttúrulegi ilmur það sem laðar að Þegar tal okkar Evu berst að lykt og ilmum sem eiga að vera aðlaðandi fyrir kynin segir hún að það sé mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir því að við framleiðum öll okkar eigin náttúrulegu lykt sem er einstök fyrir hvern og einn og mismunandi eftir kynjum. Rannsóknir sýna að konur sem að framleiða meira estrógen en prógesterone virka meira aðlaðandi á menn og svo öfugt. Menn sem framleiða meira prógesterone eru meira aðlaðandi. Hér erum við að tala um gagnkynhneigt fólk en ég hef enn ekki fundið neinar áreiðanlegar rannsóknir hvað varðar samkynhneigt fólk. Eva segir að þetta sé þetta svokallaða „animal instict“ sem hefur með fjölgun að gera og þegar konur séu á þeim stað í tíðarhringnum þar sem þær eru frjóastar framleiða þær meira estrógen og verða því meira aðlaðandi en vanalega. Hennar túlkun er sú að þetta passi væntanlega almennt fyrir öll kyn og kynhneigðir, en fari því eftir því hvaða hormón þú ert meðfæddur til að laðast að. Við hugleiðslu þá minnkar stress og streita sem að Evu sögn hefur góð áhrif á hormónajafnvægið og þar af leiðandi okkar náttúrulega ilm.Hormónaójafnvægi getur raskað þínum náttúrulega ilm Hugleiðsla getur því gert þig meira aðlaðandi að sögn Evu en hún reynir að hugleiða á hverju degi og segir það mjög mikilvægan þátt í daglegri rútínu sinni. Hormónaójafnvægi sem svo margir eru að kljást við í dag segir hún geta raskað þínum náttúrulega aðlaðandi ilm og hefur til dæmis stresshormónið okkar cortisol, mjög raskandi áhrif á estrógen og prógererón framleiðslu. Eva hugsar sig aðeins um og segir svo kómísk á svipinn: Hugleiðsla getur því gert þig meira aðlaðandi og sexí, auðvitað ásamt fleiri hlutum, en þá kemst meira jafnvægi á hormónastarfsemina. En það er svona það sem að ég er mest að vinna með þegar ég er að reyna að draga mig fram úr á morgnana og ná daglegri morgunhugleiðslu!Þegar talið berst að ilmkjarnaolíum segir Eva að það séu svipaðir ilmir sem gera konur og menn meira aðlaðandi, sem henni finnst vera mjög jákvætt ef fólk vill vera opið fyrir öllu og ekki skilgreina sig of mikið. Hún segir karlmenn almennt laðast að blóma og ávaxtailmum en blómailmurinn má ekki vera of sterkur svo hún minni þá ekki á ömmu sína.Ef þú vilt lokka menn þá skaltu velja létta, hreina og náttúrulega blómailmi og þá aðallega rósaolíu. Kleópatra var einmitt þekkt fyrir að baða sig upp úr rósum og nota rósir til að laða alla mennina að sér. Hún var svo sannarlega „on to something“.Sítrus er sexí „Þeir sem eru glaðir, hressir og brosandi eru meira sexy“ segir Eva þegar hún talar um karlmenn og konur bregðast bæði vel við ýmsum sítrusilmum. Hún segir þá hafa upplífgandi og jákvæð áhrif sem veldur því að manneskjan verður glaðari og jákvæðari. Kjarnaolíur hafa lengi verið notaðar sem svokallað „ástarmeðal“ (aphrodisiacs) og segir Eva það mjög skiljanlegt því nefið sé öflugt skynfæri enda hraðasta leiðin í heiladingulinn. Ef þér finnst einhver sætur og skemmtilegur en ilmar illa þá ertu fljótur að missa áhugann. En ef manneskjan ilmar vel getur það bæði vakið upp lostatilfinningar og hrifningu.Losti í flösku Þegar Eva er spurð hvaða ilmir það séu sem vekja upp lostatilfinningu þá er hún ekki lengi að koma með blöndu. Ef þú blandar sítrus ilm (greip, mandarínu eða appelsínu) við þyngri blóma ilm (ylang ylang, jasmín eða geranium) við vetiver þá ertu komin með losta í flösku! Hún bætir svo við að vanillu og musk ilmur hafi einnig verið notaður í gegnum tíðina til að tæla og þyki mjög sexí.Eva segir það mikilvægt að konur hugsi vel um Yoni svæðið sem er heiti úr sanskrít yfir kynfæri kvenna.Yoni - heiti yfir kynfæri kvenna Á heimasíðunni Rvk ritual er hægt að finna nokkrar greinar um „the Yoni“ en Eva segir það vera heiti sem nær yfir kynfæri kvenna og hún kýs að nota það í umfjöllun sinni.Já, mér finnst Yoni mjög fallegt heiti því að það er ekki bara píka, heldur öll kynfæri kvenna, allt utan á, legöngin, eggjastokkar, legið og bara allt heila klabbið Eva segir það mjög mikilvægt að konur hugsi vel um Yoni svæðið allt, en hún segir að konur séu aldar upp í mikilli skömm undir feðraveldinu hvað varðar kynfæri sín.Blæðingar eru taldar ógeðslegar og svo er heil deild í öllum verslunum einungis fyrir píku-hreinsun. Þetta á frekar að vera eðlileg umhirða! Karlmenn þurfa jafn mikið að hugsa um hreinlæti en samt er ekki heill markaður af hreinlætisvörum fyrir þá. Þetta á ekki að vera flóknara fyrir okkur. Of mikið af sápum eru ekki góðar fyrir Yoni svæðið segir Eva en jafnframt leggur hún mikla áherslu á að hugsa vel um svæðið án þess að þurfa að „sótthreinsa“ það. Alltof oft eru litlar stelpur skammaðar fyrir að skoða á sér píkuna í barnslegri forvitni en alls ekki litlir strákar. Við þurfum að breyta þessu og skila skömminni sem að við kannski fengum í barnæsku. Við konur þurfum að læra að þekkja Yoni svæðið betur með því að sinna vel af alúð og taka það í sátt. Dagkrem fyrir kynfærin - Yoni serum Þegar við tölum um heilbrigða umhirðu Yoni svæðisins segir Eva það mikilvægt að minnka sykur og taka inn góðgerla til að halda flórunni góðri. Einnig ráðleggur hún konum að skoli sig bara með vatni og nota hreina og milda sápu (castile) í kringum svæðið (rass og aðeins barmar, ekki inn í leggöng). Heilandi sjálfsnudd eftir sturtu segir Eva vera góða leið til að ýta undir sjálfsást og mælir með því sem reglulegri athöfn. Eva gerði sjálf uppskrift af blöndu sem hún kallar Yoni-serum og ætti að henta flestum. -10 dropar Frankincense olía-7 dropar Lavender olía-5 dropar Rósa olía-5 dropar Roman chamomille olía-100 ml sæt möndluolía-100 ml arganolíaÞessu er öllu blandað saman í dökka glerflösku með dropateljara og mjög mikilvægt að hrista fyrir notkun. Eva Dögg deilir uppskrift af náttúrulegu og lífrænu sleipiefni sem allir ættu að geta útbúið heima hjá sér.Healing lube - heimagert sleipiefni Eva deilir einnig uppskrif af náttúrulegu sleipiefni sem hún segir hafa meiri virkni en bara þá að bleyta svæði sem þarf að bleyta. Það hefur ilm sem vekur upp losta og hita og kuldaskynjun á kynfærum sem þar af leiðandi eykur alla næmni. Einnig hefur þetta nærandi árhif á kynfærin, er mög gott fyrir húðina og minnkar líkur á sveppasýkingu. -30 ml kókósolía-2 dropar Black Pepper olía (til að skynja hita).-2 dropar Piparmintu olía (til að skynja kulda).-6 dropar af Jasmine eða Ylang Ylang olíu (eða bland af þessum saman). Makamál þakka Evu Dögg kærlega fyrir heimboðið og hlakka til að fylgjast með komandi tilraunum og heilsukukli. Þeir sem vilja fylgjast betur með þá er persónulegi Instragram prófílinn hennar hér og Reykjavík ritual prófíllinn hér. Kynlíf Rúmfræði Tengdar fréttir Einhleypan: Guðni Már, lögfræðingurinn sem dansar í sturtu Einhleypa Makamála þessa vikuna er lögfræðingurinn Guðni Már. Guðni heillast af ákveðni og húmor en þolir ekki hroka og leti. 2. júlí 2019 14:45 Birta Hlíf um lífið og stefnumótaheiminn í LA Birta Hlíf Epstein er í draumastarfinu sínu í borg englanna, Los Angeles og vinnur í fullu starfi sem stílisti fyrir Kelly Clarcson og Pentatonix. Makamál fengu að heyra aðeins um lífið í LA, hvernig er að vera Íslendingur í útlöndum og stefnumótamarkaðinn. 2. júlí 2019 21:00 Viltu gifast Valdimar? Valdimar er einn af okkar dáðustu tónlistarmönnum og hefur einstök rödd hans og sjarmi heillað margan manninn. Þegar Makamál náði tali af Valdimar var hann staddur á Leifstöð á leiðinni í langþráð frí með kærustunni sinni Önnu Björk. 4. júlí 2019 13:15 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Nekt, örvandi nudd og hugleiðsla í Wild Love Tantra Iceland Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Föðurland: „Finnst alltaf jafn ömurlegt þegar þeir fara“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Eva Dögg Rúnarsdóttir er fatahönnuður að mennt, jógakennari og að eigin sögn mikill heilsukuklari. Ilmir, jurtir, plöntur og kjarnaolíur eiga hug hennar allan og segist hún nota „aroma therapy“ mikið í sínu starfi þar sem hún framleiðir sín eigin krem, ilmi, sprey og fleiri blöndur. Makamál hittu Evu á fallega heimili hennar í Vesturbænum og fengu að heyra meira um hvað hún er að bralla þessa dagana.Allra meina bót Sjálf er Eva Dögg að framleiða krem sem heitir Allra meina bót sem hún segir vera krem sem hægt sé að nota í allt.Ég meina bókstaflega allt! Hægt að nota sem græðandi krem, td á tattoo, dagkrem, í hár, skegg og meira að segja sem sleipiefni. Þar sem ég er að framleiða þetta sjálf þá er kremið mjög oft uppselt, en ég er að vinna í því að finna nýjar leiðir til að mæta eftirspurn. Fyrir tæpu ári síðan stofnaði Eva Dögg ásamt Dagnýju Berglindi, framkvæmdastjóra Gló, fyrirtækið RVK RITUAL og var það hugsað sem vettvangur fyrir alla hluti tengda sjálfsumhyggju og athöfnum. Á heimasíðunni eru þær með blogg, litla vefbúð og auglýsa jafnframt ýmisskonar viðburði sem þær standa fyrir. Þar er meðal annars hægt að nálgast Allra meina bót kremið sem Eva framleiðir. Við bjuggum til þetta stafræna rými til þess að fjalla um það sem við erum sjálfar að uppgötva og finna að hjálpar okkur í daglegu amstri.Eva Dögg segir að við séum öll með okkar náttúrulega ilm sem er einstakur og misjafn eftir kynjum.Okkar náttúrulegi ilmur það sem laðar að Þegar tal okkar Evu berst að lykt og ilmum sem eiga að vera aðlaðandi fyrir kynin segir hún að það sé mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir því að við framleiðum öll okkar eigin náttúrulegu lykt sem er einstök fyrir hvern og einn og mismunandi eftir kynjum. Rannsóknir sýna að konur sem að framleiða meira estrógen en prógesterone virka meira aðlaðandi á menn og svo öfugt. Menn sem framleiða meira prógesterone eru meira aðlaðandi. Hér erum við að tala um gagnkynhneigt fólk en ég hef enn ekki fundið neinar áreiðanlegar rannsóknir hvað varðar samkynhneigt fólk. Eva segir að þetta sé þetta svokallaða „animal instict“ sem hefur með fjölgun að gera og þegar konur séu á þeim stað í tíðarhringnum þar sem þær eru frjóastar framleiða þær meira estrógen og verða því meira aðlaðandi en vanalega. Hennar túlkun er sú að þetta passi væntanlega almennt fyrir öll kyn og kynhneigðir, en fari því eftir því hvaða hormón þú ert meðfæddur til að laðast að. Við hugleiðslu þá minnkar stress og streita sem að Evu sögn hefur góð áhrif á hormónajafnvægið og þar af leiðandi okkar náttúrulega ilm.Hormónaójafnvægi getur raskað þínum náttúrulega ilm Hugleiðsla getur því gert þig meira aðlaðandi að sögn Evu en hún reynir að hugleiða á hverju degi og segir það mjög mikilvægan þátt í daglegri rútínu sinni. Hormónaójafnvægi sem svo margir eru að kljást við í dag segir hún geta raskað þínum náttúrulega aðlaðandi ilm og hefur til dæmis stresshormónið okkar cortisol, mjög raskandi áhrif á estrógen og prógererón framleiðslu. Eva hugsar sig aðeins um og segir svo kómísk á svipinn: Hugleiðsla getur því gert þig meira aðlaðandi og sexí, auðvitað ásamt fleiri hlutum, en þá kemst meira jafnvægi á hormónastarfsemina. En það er svona það sem að ég er mest að vinna með þegar ég er að reyna að draga mig fram úr á morgnana og ná daglegri morgunhugleiðslu!Þegar talið berst að ilmkjarnaolíum segir Eva að það séu svipaðir ilmir sem gera konur og menn meira aðlaðandi, sem henni finnst vera mjög jákvætt ef fólk vill vera opið fyrir öllu og ekki skilgreina sig of mikið. Hún segir karlmenn almennt laðast að blóma og ávaxtailmum en blómailmurinn má ekki vera of sterkur svo hún minni þá ekki á ömmu sína.Ef þú vilt lokka menn þá skaltu velja létta, hreina og náttúrulega blómailmi og þá aðallega rósaolíu. Kleópatra var einmitt þekkt fyrir að baða sig upp úr rósum og nota rósir til að laða alla mennina að sér. Hún var svo sannarlega „on to something“.Sítrus er sexí „Þeir sem eru glaðir, hressir og brosandi eru meira sexy“ segir Eva þegar hún talar um karlmenn og konur bregðast bæði vel við ýmsum sítrusilmum. Hún segir þá hafa upplífgandi og jákvæð áhrif sem veldur því að manneskjan verður glaðari og jákvæðari. Kjarnaolíur hafa lengi verið notaðar sem svokallað „ástarmeðal“ (aphrodisiacs) og segir Eva það mjög skiljanlegt því nefið sé öflugt skynfæri enda hraðasta leiðin í heiladingulinn. Ef þér finnst einhver sætur og skemmtilegur en ilmar illa þá ertu fljótur að missa áhugann. En ef manneskjan ilmar vel getur það bæði vakið upp lostatilfinningar og hrifningu.Losti í flösku Þegar Eva er spurð hvaða ilmir það séu sem vekja upp lostatilfinningu þá er hún ekki lengi að koma með blöndu. Ef þú blandar sítrus ilm (greip, mandarínu eða appelsínu) við þyngri blóma ilm (ylang ylang, jasmín eða geranium) við vetiver þá ertu komin með losta í flösku! Hún bætir svo við að vanillu og musk ilmur hafi einnig verið notaður í gegnum tíðina til að tæla og þyki mjög sexí.Eva segir það mikilvægt að konur hugsi vel um Yoni svæðið sem er heiti úr sanskrít yfir kynfæri kvenna.Yoni - heiti yfir kynfæri kvenna Á heimasíðunni Rvk ritual er hægt að finna nokkrar greinar um „the Yoni“ en Eva segir það vera heiti sem nær yfir kynfæri kvenna og hún kýs að nota það í umfjöllun sinni.Já, mér finnst Yoni mjög fallegt heiti því að það er ekki bara píka, heldur öll kynfæri kvenna, allt utan á, legöngin, eggjastokkar, legið og bara allt heila klabbið Eva segir það mjög mikilvægt að konur hugsi vel um Yoni svæðið allt, en hún segir að konur séu aldar upp í mikilli skömm undir feðraveldinu hvað varðar kynfæri sín.Blæðingar eru taldar ógeðslegar og svo er heil deild í öllum verslunum einungis fyrir píku-hreinsun. Þetta á frekar að vera eðlileg umhirða! Karlmenn þurfa jafn mikið að hugsa um hreinlæti en samt er ekki heill markaður af hreinlætisvörum fyrir þá. Þetta á ekki að vera flóknara fyrir okkur. Of mikið af sápum eru ekki góðar fyrir Yoni svæðið segir Eva en jafnframt leggur hún mikla áherslu á að hugsa vel um svæðið án þess að þurfa að „sótthreinsa“ það. Alltof oft eru litlar stelpur skammaðar fyrir að skoða á sér píkuna í barnslegri forvitni en alls ekki litlir strákar. Við þurfum að breyta þessu og skila skömminni sem að við kannski fengum í barnæsku. Við konur þurfum að læra að þekkja Yoni svæðið betur með því að sinna vel af alúð og taka það í sátt. Dagkrem fyrir kynfærin - Yoni serum Þegar við tölum um heilbrigða umhirðu Yoni svæðisins segir Eva það mikilvægt að minnka sykur og taka inn góðgerla til að halda flórunni góðri. Einnig ráðleggur hún konum að skoli sig bara með vatni og nota hreina og milda sápu (castile) í kringum svæðið (rass og aðeins barmar, ekki inn í leggöng). Heilandi sjálfsnudd eftir sturtu segir Eva vera góða leið til að ýta undir sjálfsást og mælir með því sem reglulegri athöfn. Eva gerði sjálf uppskrift af blöndu sem hún kallar Yoni-serum og ætti að henta flestum. -10 dropar Frankincense olía-7 dropar Lavender olía-5 dropar Rósa olía-5 dropar Roman chamomille olía-100 ml sæt möndluolía-100 ml arganolíaÞessu er öllu blandað saman í dökka glerflösku með dropateljara og mjög mikilvægt að hrista fyrir notkun. Eva Dögg deilir uppskrift af náttúrulegu og lífrænu sleipiefni sem allir ættu að geta útbúið heima hjá sér.Healing lube - heimagert sleipiefni Eva deilir einnig uppskrif af náttúrulegu sleipiefni sem hún segir hafa meiri virkni en bara þá að bleyta svæði sem þarf að bleyta. Það hefur ilm sem vekur upp losta og hita og kuldaskynjun á kynfærum sem þar af leiðandi eykur alla næmni. Einnig hefur þetta nærandi árhif á kynfærin, er mög gott fyrir húðina og minnkar líkur á sveppasýkingu. -30 ml kókósolía-2 dropar Black Pepper olía (til að skynja hita).-2 dropar Piparmintu olía (til að skynja kulda).-6 dropar af Jasmine eða Ylang Ylang olíu (eða bland af þessum saman). Makamál þakka Evu Dögg kærlega fyrir heimboðið og hlakka til að fylgjast með komandi tilraunum og heilsukukli. Þeir sem vilja fylgjast betur með þá er persónulegi Instragram prófílinn hennar hér og Reykjavík ritual prófíllinn hér.
Kynlíf Rúmfræði Tengdar fréttir Einhleypan: Guðni Már, lögfræðingurinn sem dansar í sturtu Einhleypa Makamála þessa vikuna er lögfræðingurinn Guðni Már. Guðni heillast af ákveðni og húmor en þolir ekki hroka og leti. 2. júlí 2019 14:45 Birta Hlíf um lífið og stefnumótaheiminn í LA Birta Hlíf Epstein er í draumastarfinu sínu í borg englanna, Los Angeles og vinnur í fullu starfi sem stílisti fyrir Kelly Clarcson og Pentatonix. Makamál fengu að heyra aðeins um lífið í LA, hvernig er að vera Íslendingur í útlöndum og stefnumótamarkaðinn. 2. júlí 2019 21:00 Viltu gifast Valdimar? Valdimar er einn af okkar dáðustu tónlistarmönnum og hefur einstök rödd hans og sjarmi heillað margan manninn. Þegar Makamál náði tali af Valdimar var hann staddur á Leifstöð á leiðinni í langþráð frí með kærustunni sinni Önnu Björk. 4. júlí 2019 13:15 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Nekt, örvandi nudd og hugleiðsla í Wild Love Tantra Iceland Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Föðurland: „Finnst alltaf jafn ömurlegt þegar þeir fara“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Einhleypan: Guðni Már, lögfræðingurinn sem dansar í sturtu Einhleypa Makamála þessa vikuna er lögfræðingurinn Guðni Már. Guðni heillast af ákveðni og húmor en þolir ekki hroka og leti. 2. júlí 2019 14:45
Birta Hlíf um lífið og stefnumótaheiminn í LA Birta Hlíf Epstein er í draumastarfinu sínu í borg englanna, Los Angeles og vinnur í fullu starfi sem stílisti fyrir Kelly Clarcson og Pentatonix. Makamál fengu að heyra aðeins um lífið í LA, hvernig er að vera Íslendingur í útlöndum og stefnumótamarkaðinn. 2. júlí 2019 21:00
Viltu gifast Valdimar? Valdimar er einn af okkar dáðustu tónlistarmönnum og hefur einstök rödd hans og sjarmi heillað margan manninn. Þegar Makamál náði tali af Valdimar var hann staddur á Leifstöð á leiðinni í langþráð frí með kærustunni sinni Önnu Björk. 4. júlí 2019 13:15