Lífið

Skyggnst inn í Drottninguna við Skarfabakka

Kristín Ólafsdóttir og Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifa
Það er allt til alls í Queen Mary.
Það er allt til alls í Queen Mary. Mynd/Samsett
Farþegaskipið Queen Mary 2 lagðist að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík í morgun. Skipið er lengsta skemmtiferðaskip sem komið hefur til landsins. Fréttamaður Stöðvar 2 og ljósmyndari Vísis skyggndust bæði inn í skipið í dag, sem er afar íburðarmikið.

Það tók um tvo tíma að kanna skipið þvert og endilangt. Þar er allt til alls, fimmtán veitingastaðir og barir, fimm sundlaugar, spilavíti, kvikmyndahús, danssalur, listasafn og lítill tennisvöllur. 

Erna Kristjánsdóttir, markaðsstjóri Faxaflóahafna, segir skipaumferð hafa tvöfaldast frá árinu 2016.

„En hins vegar má ekki rugla saman skipaumferð og skipum. Hins vegar eru skipin að koma oftar til landsins en þau hafa gert áður.“ Hún bendir á að þessi aukning hafi jákvæð efnahagsleg áhrif.

„Cruise Iceland gerði könnun árið 2018. Þá kom í ljós að það voru 16,4 milljarðar íþjóðarbúið og 920 störf yfir tímabilið sem að sköpuðust.“

Drottningin kom frá Liverpool og var um tvo sólahringa á leiðinni hingað til lands. Hún stoppar í rúman sólahring og mun halda til Halifax klukkan tvö á morgun. Skipið er gert út af breska skipafélaginu Cunard og siglir á milli Southampton á Englandi og New York í Bandaríkjunum.

Í spilaranum hér að neðan má fylgjast með heimsókn Stöðvar 2 í Queen Mary 2 í dag.

Hér að neðan má sjá ljósmyndir sem teknar voru af herlegheitunum, einnig í dag.

Öllu tjaldað til í þessum sal.Vísir/Vilhelm
Hér ræður rauði liturinn ríkjum.Vísir/Vilhelm
Hér er eflaust hægt að láta fara vel um sig yfir bíómynd.Vísir/Vilhelm
Hér væsir ekki um listunnendur.Vísir/vilhelm
Skipið er það lengsta sem komið hefur hingað til lands, og gangarnir langir eftir því.Vísir/vilhelm
Ein af sundlaugunum fimm sem skipið státar af.Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×