Forstjórinn segir hald sem Isavia hafði vegna skuldar WOW air flogið í burtu Sighvatur Jónsson skrifar 19. júlí 2019 19:00 Forstjóri Isavia segir að það hald sem félagið hafði vegna tveggja milljarða króna skuldar WOW air hafi flogið í burtu í morgun þegar flugvél ALC leigusalans yfirgaf Ísland. Mikilvægt sé að Landsréttur taki til meðferðar kæru Isavia vegna úrskurðar héraðsdóms í vikunni um að eigandinn fengi vélina sína afhenta á ný. Ein mest umrædda flugvél landsins síðustu mánuði lenti í Ljubljana, höfuðborg Slóveníu, í dag. TF-GPA sem flugfélagið WOW air leigði af flugvélaleigunni ALC fór frá Íslandi í morgun eftir úrskurð Héraðsdóms Reykjaness á miðvikudag um að Isavia þyrfti að láta farþegaþotuna af hendi. ALC er með viðhaldsaðstöðu fyrir flugvélar í Slóveníu. Þar er verið að útbúa flugvélina fyrir næstu útleigu. Til stóð að leigja hana annað eftir fall WOW air. Ekkert varð af því vegna kyrrsetningar flugvélarinnar á Íslandi.ALC greiddi sem nemur 4% af heildarskuld WOW air við Isavia.Vísir/HafsteinnGreiðsla ALC nemur 4% Eftir ríflega þriggja mánaða deilur og dómsmál er niðurstaða málsins sú að ALC greiddi 87 milljóna króna kröfu vegna notkunar flugvélarinnar hjá WOW air. Isavia vildi halda flugvélinni sem tryggingu fyrir heildarskuld WOW air sem nemur 2,2 milljörðum króna. ALC greiddi því sem nemur 4% af skuld WOW air. „Það hald sem við höfðum á bak við þessa tveggja milljarða skuld WOW air flaug í burtu í morgun. Engu að síður höfum við tækifæri til að halda málinu lifandi áfram. Það er mjög óheppilegt fyrir okkur að vélin skuli vera farin. Það sem er sérstaklega óheppilegt er að hún skuli fara á grundvelli úrskurðar Héraðsdóms Reykjaness sem við erum mjög ósammála. Og ekki bara við heldur Landsréttur,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia.Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia.Vísir/BjarniForstjórinn vísar til þess að Landsréttur hafi áður tekið undir sjónarmið Isavia um heimild til kyrrsetningar flugvélarinnar vegna allra skulda WOW air. Mikilvægt sé að úrskurður héraðsdóms standi ekki en Isavia hefur kært hann til Landsréttar. „Ef að hann stendur óbreyttur þá mun það hafa mikil áhrif á það hvaða heimild við höfum til að beita þessu ákvæði.“ Sveinbjörn segir að afskrifa þurfi 2,2 milljarða króna tekjur fáist ekkert upp í skuld WOW air. „Það mun hafa auðvitað áhrif á rekstur Isavia á þessu ári. Ég geri ráð fyrir því að þegar upp er staðið verði reksturinn í járnum, öðru hvoru megin við núllið í lok árs. En þetta mun ekki hafa áhrif til framtíðar, þetta er að lenda svolítið á okkur núna,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Forstjóri Isavia segir að það hald sem félagið hafði vegna tveggja milljarða króna skuldar WOW air hafi flogið í burtu í morgun þegar flugvél ALC leigusalans yfirgaf Ísland. Mikilvægt sé að Landsréttur taki til meðferðar kæru Isavia vegna úrskurðar héraðsdóms í vikunni um að eigandinn fengi vélina sína afhenta á ný. Ein mest umrædda flugvél landsins síðustu mánuði lenti í Ljubljana, höfuðborg Slóveníu, í dag. TF-GPA sem flugfélagið WOW air leigði af flugvélaleigunni ALC fór frá Íslandi í morgun eftir úrskurð Héraðsdóms Reykjaness á miðvikudag um að Isavia þyrfti að láta farþegaþotuna af hendi. ALC er með viðhaldsaðstöðu fyrir flugvélar í Slóveníu. Þar er verið að útbúa flugvélina fyrir næstu útleigu. Til stóð að leigja hana annað eftir fall WOW air. Ekkert varð af því vegna kyrrsetningar flugvélarinnar á Íslandi.ALC greiddi sem nemur 4% af heildarskuld WOW air við Isavia.Vísir/HafsteinnGreiðsla ALC nemur 4% Eftir ríflega þriggja mánaða deilur og dómsmál er niðurstaða málsins sú að ALC greiddi 87 milljóna króna kröfu vegna notkunar flugvélarinnar hjá WOW air. Isavia vildi halda flugvélinni sem tryggingu fyrir heildarskuld WOW air sem nemur 2,2 milljörðum króna. ALC greiddi því sem nemur 4% af skuld WOW air. „Það hald sem við höfðum á bak við þessa tveggja milljarða skuld WOW air flaug í burtu í morgun. Engu að síður höfum við tækifæri til að halda málinu lifandi áfram. Það er mjög óheppilegt fyrir okkur að vélin skuli vera farin. Það sem er sérstaklega óheppilegt er að hún skuli fara á grundvelli úrskurðar Héraðsdóms Reykjaness sem við erum mjög ósammála. Og ekki bara við heldur Landsréttur,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia.Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia.Vísir/BjarniForstjórinn vísar til þess að Landsréttur hafi áður tekið undir sjónarmið Isavia um heimild til kyrrsetningar flugvélarinnar vegna allra skulda WOW air. Mikilvægt sé að úrskurður héraðsdóms standi ekki en Isavia hefur kært hann til Landsréttar. „Ef að hann stendur óbreyttur þá mun það hafa mikil áhrif á það hvaða heimild við höfum til að beita þessu ákvæði.“ Sveinbjörn segir að afskrifa þurfi 2,2 milljarða króna tekjur fáist ekkert upp í skuld WOW air. „Það mun hafa auðvitað áhrif á rekstur Isavia á þessu ári. Ég geri ráð fyrir því að þegar upp er staðið verði reksturinn í járnum, öðru hvoru megin við núllið í lok árs. En þetta mun ekki hafa áhrif til framtíðar, þetta er að lenda svolítið á okkur núna,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia.
Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira