Harry Kane hefur ekki enn getað horft á leikinn við Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2019 17:30 Harry Kane gengur framhjá Meistaradeildarbikarnum um leið og hann tekur við silfurverðlaunum. Getty/ Harriet Lander Harry Kane spilaði sinn stærsta leik með Tottenham á ferlinum þegar liðið mætti Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 1. júní síðastliðinn. Enski landsliðsfyrirliðinn er ekki enn þá búinn að jafna sig á úrslitunum í leiknum. Harry Kane, fyrirliði Tottenham, viðurkenndi það í viðtali við Telegraph að hann sé ekki ennþá kominn yfir tapið á mótið Liverpool. Liverpool vann 2-0 sigur á Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrir sjö vikum.Harry Kane has still not watched highlights of the Champions League final defeat to Liverpool. @TelegraphDucker reports https://t.co/nyCY68K5CQ — Telegraph Football (@TeleFootball) July 19, 2019Tottenham liðið olli vonbrigðum í þessum leik enda var Liverpool ekki að spila sinn allra besta leik. Það voru því tækifæri til að vinna langþráðan titil. „Það var erfitt að sætta sig við þetta tap,“ sagði Harry Kane í viðtali við Telegraph í Singapúr þar sem hann er staddur í æfingaferð með Tottenham. „Við gerðum ótrúlega vel í að komast í úrslitaleikinn og auðvitað viltu spila þinn besta leik þegar þú ert kominn alla leið. Það er því sárt að hafa ekki spilað betur í þessum leik við Liverpool,“ sagði Kane. „Við vissum að við áttum möguleika á að vinna þennan titil og höfum þurft að hugsa um það í allt sumar. Það er mjög erfitt að komast yfir þetta en þegar við tökum allt með þá gerðum við frábæra hluti í keppninni,“ sagði Kane. „Þessi frammistaða hefur gefið okkur trú og sjálfstraust að við getum komist í þessa stóru leiki eins og úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Nú er það undir okkur komið að mæta aftur á þessu tímabili og reyna að endurtaka leikinn,“ sagði Kane. Harry Kane hefur ekki enn getað horft á svipmyndir frá leiknum við Liverpool. „Ég hef ekki horft á hann aftur og ég vil ég sjá þennan leik aftur. Ég sem leikmaður veit vel hvað ég átti að gera betur. Þetta er samt mjög sárt af því að þetta er einn af stærstu leikjunum sem við munum spila á okkar ferli. Það er því erfitt að sætta sig við að hafa látið þetta tækifæri renna út í sandinn,“ sagði Kane. „Við verðum að læra af þessari reynslu. Þetta er ekki auðveldasti úrslitaleikurinn til að komast yfir en maður verður að halda áfram. Eins og með fleiri tapleiki á ferlinum þá kemst aldrei alveg yfir þá. Þessi töp gera mann aftur á móti sterkari og staðráðinn í að komast lengra,“ sagði Kane. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira
Harry Kane spilaði sinn stærsta leik með Tottenham á ferlinum þegar liðið mætti Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 1. júní síðastliðinn. Enski landsliðsfyrirliðinn er ekki enn þá búinn að jafna sig á úrslitunum í leiknum. Harry Kane, fyrirliði Tottenham, viðurkenndi það í viðtali við Telegraph að hann sé ekki ennþá kominn yfir tapið á mótið Liverpool. Liverpool vann 2-0 sigur á Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrir sjö vikum.Harry Kane has still not watched highlights of the Champions League final defeat to Liverpool. @TelegraphDucker reports https://t.co/nyCY68K5CQ — Telegraph Football (@TeleFootball) July 19, 2019Tottenham liðið olli vonbrigðum í þessum leik enda var Liverpool ekki að spila sinn allra besta leik. Það voru því tækifæri til að vinna langþráðan titil. „Það var erfitt að sætta sig við þetta tap,“ sagði Harry Kane í viðtali við Telegraph í Singapúr þar sem hann er staddur í æfingaferð með Tottenham. „Við gerðum ótrúlega vel í að komast í úrslitaleikinn og auðvitað viltu spila þinn besta leik þegar þú ert kominn alla leið. Það er því sárt að hafa ekki spilað betur í þessum leik við Liverpool,“ sagði Kane. „Við vissum að við áttum möguleika á að vinna þennan titil og höfum þurft að hugsa um það í allt sumar. Það er mjög erfitt að komast yfir þetta en þegar við tökum allt með þá gerðum við frábæra hluti í keppninni,“ sagði Kane. „Þessi frammistaða hefur gefið okkur trú og sjálfstraust að við getum komist í þessa stóru leiki eins og úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Nú er það undir okkur komið að mæta aftur á þessu tímabili og reyna að endurtaka leikinn,“ sagði Kane. Harry Kane hefur ekki enn getað horft á svipmyndir frá leiknum við Liverpool. „Ég hef ekki horft á hann aftur og ég vil ég sjá þennan leik aftur. Ég sem leikmaður veit vel hvað ég átti að gera betur. Þetta er samt mjög sárt af því að þetta er einn af stærstu leikjunum sem við munum spila á okkar ferli. Það er því erfitt að sætta sig við að hafa látið þetta tækifæri renna út í sandinn,“ sagði Kane. „Við verðum að læra af þessari reynslu. Þetta er ekki auðveldasti úrslitaleikurinn til að komast yfir en maður verður að halda áfram. Eins og með fleiri tapleiki á ferlinum þá kemst aldrei alveg yfir þá. Þessi töp gera mann aftur á móti sterkari og staðráðinn í að komast lengra,“ sagði Kane.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira