Elli málar landslag verndaður af glæpagengjum Þórarinn Þórarinsson skrifar 19. júlí 2019 06:00 „Ég ætla að reyna að vera sem mest á staðnum þessar tvær vikur sem sýningin er í gangi og það eru bara allir velkomnir hvenær sem er og ég vonast til þess að hitta sem flesta,“ segir Elli Egils, spenntur fyrir að sýna nýju verkin sem aðeins konan hans og nokkrir vinir hafa séð hingað til. Myndlistarmaðurinn Elli Egilsson býr í Los Angeles þar sem hann málar íslenskt landslag í einu skuggalegasta hverfi borgarinnar. Hann er í stuttu stoppi í örygginu á Íslandi og sýnir verk sem hann málaði utan þægindarammans. „Við hjónin búum í Los Angeles og erum búin að vera þar síðastliðin fimm ár og ég er bara kominn til Íslands til þess að sýna, fara í veiði og slaka smá á,“ segir myndlistarmaðurinn Elli Egilsson sem opnar í dag sýningu á nýjum landslagsmálverkum í NORR11 við Hverfisgötu. „Ég kem í mesta lagi tvisvar á ári til Íslands og þá er bara um að gera að nota tækifærið til þess að sýna og hafa gaman.“ Elli og athafna- og leikkonan María Birta búa í Hollywood þar sem þau una hag sínum vel og ögra sjálfum sér með því að fara í ýmsar áttir út fyrir þægindarammana. Sýninguna kallar hann Hugarfar sem er síður en svo úr lausu lofti gripið þar sem ákveðna hugarfarsbreytingu þurfti til þess að smætta landslagið niður á mun minni striga en hann er vanur að vinna með.Hugarfarsbreyting „Ég skoraði bara sjálfan mig á hólm og hef aldrei farið niður í það sem ég er að gera núna þegar flest verkin eru 60x90 sentimetrar. Maður svitnaði nú svolítið við þetta vegna þess að þetta kallar á hugarfarsbreytingu. Þú þarft að breyta strokunum, handahreyfingunum, penslunum og magninu af olíunni.Vinna á minni striga kallaði á hugarfarsbreytingu. Fréttablaðið/Anton BrinkÚr stiganum í stólinn Fyrir utan þægindin sem fylgja því að geta sveiflað höndunum og gert stórar strokur eins og ég er vanur að gera. Nú þurfti ég að vera lítill og setjast niður til þess að mála í stað þess að hoppa upp og niður í stigunum.“ Elli bendir einnig á að verklagið og sköpunarferlið stjórnist nánast alfarið af stærð strigans. Þannig taki það hann tvo til þrjá mánuði að gera eitt stórt verk en í þessari lotu hafi hann málað sextán myndir á nokkrum mánuðum og sýningin ber þess merki. Hrátt og töff Vinnustofa Ella í Los Angeles er í hinu alræmda Crenshaw-hverfi sem er þó ekki í nema um tuttugu mínútna fjarlægð frá heimili þeirra hjóna í Hollywood. „Þetta er svolítið hrátt og töff og þetta verður ekki meira „hood“ en þetta,“ segir Elli með vísan til þess að fátækt, glæpir og gengjamenning eru áberandi í hverfinu. „Þetta eru bara Bloods, Crips og MS 13,“ heldur hann áfram og telur upp þessi rótgrónu og alræmdu glæpagengi. „Þetta er alveg harðasti kjarninn enda hefur maður upplifað ýmislegt þarna sem er ekki alveg prenthæft,“ segir Elli. „En vinnustofan er vel vernduð og það er betra að vingast við klíkugaurana,“ segir Elli sem nýtur velvildar og verndar manna sem óráðlegt er að reita til reiði. „Ég þyki fyndinn karakter þarna. Eini hvíti gaurinn á svæðinu og er bara eitthvað að mála. Þeim finnst það bara fyndið. Þeim finnst það frábært þannig að ég er verndaður og fer bara ber að ofan út í sólina og fæ mér vindil með þeim á meðan þeir fá sér eitthvað allt annað að reykja.“ Hættuleg rómantík „Ég er að mála landslag og íslenska náttúru án þess að hafa nokkuð fyrir framan mig til að styðjast við. Þetta er bara spuni og þegar ég mála er ímyndunaraflið bara sett í botn. Þá er krefjandi áskorun að vera í svona umhverfi og ég fíla það. Ætli það megi ekki segja að þetta sé hættuleg rómantík sem virkjar sköpunargleðina heldur betur. Maður málar bara hraðar til þess að vera kominn heim fyrir miðnætti.“ Sýningin verður opnuð sem fyrr segir klukkan 17 í dag í NORR11 á Hverfisgötu 18a. Hún stendur til 2. ágúst og er opin á virkum dögum milli klukkan 11-18 og 12 til 16 á laugardögum. Elli Egillss Birtist í Fréttablaðinu Menning Myndlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
Myndlistarmaðurinn Elli Egilsson býr í Los Angeles þar sem hann málar íslenskt landslag í einu skuggalegasta hverfi borgarinnar. Hann er í stuttu stoppi í örygginu á Íslandi og sýnir verk sem hann málaði utan þægindarammans. „Við hjónin búum í Los Angeles og erum búin að vera þar síðastliðin fimm ár og ég er bara kominn til Íslands til þess að sýna, fara í veiði og slaka smá á,“ segir myndlistarmaðurinn Elli Egilsson sem opnar í dag sýningu á nýjum landslagsmálverkum í NORR11 við Hverfisgötu. „Ég kem í mesta lagi tvisvar á ári til Íslands og þá er bara um að gera að nota tækifærið til þess að sýna og hafa gaman.“ Elli og athafna- og leikkonan María Birta búa í Hollywood þar sem þau una hag sínum vel og ögra sjálfum sér með því að fara í ýmsar áttir út fyrir þægindarammana. Sýninguna kallar hann Hugarfar sem er síður en svo úr lausu lofti gripið þar sem ákveðna hugarfarsbreytingu þurfti til þess að smætta landslagið niður á mun minni striga en hann er vanur að vinna með.Hugarfarsbreyting „Ég skoraði bara sjálfan mig á hólm og hef aldrei farið niður í það sem ég er að gera núna þegar flest verkin eru 60x90 sentimetrar. Maður svitnaði nú svolítið við þetta vegna þess að þetta kallar á hugarfarsbreytingu. Þú þarft að breyta strokunum, handahreyfingunum, penslunum og magninu af olíunni.Vinna á minni striga kallaði á hugarfarsbreytingu. Fréttablaðið/Anton BrinkÚr stiganum í stólinn Fyrir utan þægindin sem fylgja því að geta sveiflað höndunum og gert stórar strokur eins og ég er vanur að gera. Nú þurfti ég að vera lítill og setjast niður til þess að mála í stað þess að hoppa upp og niður í stigunum.“ Elli bendir einnig á að verklagið og sköpunarferlið stjórnist nánast alfarið af stærð strigans. Þannig taki það hann tvo til þrjá mánuði að gera eitt stórt verk en í þessari lotu hafi hann málað sextán myndir á nokkrum mánuðum og sýningin ber þess merki. Hrátt og töff Vinnustofa Ella í Los Angeles er í hinu alræmda Crenshaw-hverfi sem er þó ekki í nema um tuttugu mínútna fjarlægð frá heimili þeirra hjóna í Hollywood. „Þetta er svolítið hrátt og töff og þetta verður ekki meira „hood“ en þetta,“ segir Elli með vísan til þess að fátækt, glæpir og gengjamenning eru áberandi í hverfinu. „Þetta eru bara Bloods, Crips og MS 13,“ heldur hann áfram og telur upp þessi rótgrónu og alræmdu glæpagengi. „Þetta er alveg harðasti kjarninn enda hefur maður upplifað ýmislegt þarna sem er ekki alveg prenthæft,“ segir Elli. „En vinnustofan er vel vernduð og það er betra að vingast við klíkugaurana,“ segir Elli sem nýtur velvildar og verndar manna sem óráðlegt er að reita til reiði. „Ég þyki fyndinn karakter þarna. Eini hvíti gaurinn á svæðinu og er bara eitthvað að mála. Þeim finnst það bara fyndið. Þeim finnst það frábært þannig að ég er verndaður og fer bara ber að ofan út í sólina og fæ mér vindil með þeim á meðan þeir fá sér eitthvað allt annað að reykja.“ Hættuleg rómantík „Ég er að mála landslag og íslenska náttúru án þess að hafa nokkuð fyrir framan mig til að styðjast við. Þetta er bara spuni og þegar ég mála er ímyndunaraflið bara sett í botn. Þá er krefjandi áskorun að vera í svona umhverfi og ég fíla það. Ætli það megi ekki segja að þetta sé hættuleg rómantík sem virkjar sköpunargleðina heldur betur. Maður málar bara hraðar til þess að vera kominn heim fyrir miðnætti.“ Sýningin verður opnuð sem fyrr segir klukkan 17 í dag í NORR11 á Hverfisgötu 18a. Hún stendur til 2. ágúst og er opin á virkum dögum milli klukkan 11-18 og 12 til 16 á laugardögum. Elli Egillss
Birtist í Fréttablaðinu Menning Myndlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp