Rúnar: Getum gengið stoltir af velli Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 18. júlí 2019 21:26 Rúnar kvaðst stoltur af sínum mönnum. vísir/bára KR gerði í kvöld markalaust jafntefli við topplið norsku úrvalsdeildarinnar, Molde. Þetta var seinni leikur liðanna í fyrstu umferð af undankeppni Evrópukeppni félagsliða en fyrri leikurinn sem var í Noregi tapaðist 7-1. Það var því ljóst að Molde voru nánast öruggir áfram svo leikurinn var kannski full rólegur. „Þetta var fínn leikur af okkar hálfu varnarlega. Góður lærdómur. Það var ágætt fyrir bæði lið að hafa ekki slasað neina leikmenn. Það voru engin meiðsli. Það voru ágætis spilkaflar hjá báðum liðum inná milli og við fengum okkar sénsa,“ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir leik kvöldsins. Það voru samtals átta breytingar á byrjunarliðum liðanna frá seinasta leik og ljóst að lykilmenn fengu að hvíla sig aðeins. KR voru með nokkra leikmenn í sínu byrjunarliði sem hafa ekki ennþá verið í byrjunarliðinu í deildinni í sumar. „Við spiluðum sama leikkerfi og þeir líka. Þetta var aðeins hægari leikur en sá sem var á gervigrasinu hjá þeim. Þó svo að það sé blautt gras, þá er minna tempó í þessu. Úrslitin í fyrri leiknum hafa auðvitað líka áhrif á þennan leik. Hvorugt liðið vill taka of mikla sénsa að meiða leikmenn og bæði lið voru að hvíla leikmenn.“ Varnarleikur KR var góður í kvöld. Þrátt fyrir að sóknin hjá Molde hafi kannski ekki verið uppá marga fiska þá náðu KR alltaf að loka á þá þegar þeir sköpuðu einhverja hættu. Sóknarleikurinn var ágætur á köflum en KR fengu nokkur mjög fín færi til að komast yfir. „Ég er ánægður að við höfum haldið hreinu gegn þessu frábæra Molde liði sem sýnir að við lærðum af fyrri leiknum allavega. Við fengum ekki á okkur mark og þeir eru ekki að skora úr þessum föstu leikatriðum sínum sem er mikilvægt fyrir okkur.“ Björgvin Stefánsson tók nokkur flott skot fyrir KR í leik kvöldsins. Það virtist þó eins og Alexandro Craninx markmaður Molde hafi alltaf verið skrefi á undan honum og varði hann alltaf meistaralega hér á Meistaravöllum. „Markmaðurinn gerði vel. Fyrsta snertingin í seinasta færinu hans Bjögga eyðileggur síðan aðeins fyrir honum. Það hefði verið gaman ef við hefðum stolið þessu og fengið sigurinn heima. En jafntefli er gott og við töpuðum ekki.“ Eftir þetta stóra tap hefur eflaust verið mikilvægt fyrir KR að bjarga andliti hér í kvöld. Þeir skiluðu fínu dagsverki þrátt fyrir að hafa ekki skorað í leiknum. „Við getum gengið stoltir frá velli þó svo að við höfum verið örlítið særðir í síðustu viku. Við sjáum að þegar menn eru samstilltir og menn eru að verjast eins og við viljum að þeir verjist þá er allt hægt.“ Nú fer einbeitingin hjá KR aftur yfir á Pepsi Max deildina en þeir fá Stjörnuna í heimsókn á sunnudaginn. Stjarnan komst í kvöld áfram í Evrópukeppninni og mun þess vegna líka að vera að keppa næstkomandi fimmtudag. Rúnar telur það þó ekki hjálpa KR neitt. „Stjörnuliðið er gott. Þeir eru búnir að vera það í mörg ár og eru búnir að vera með sama þjálfarann í mörg. Þeir vita nákvæmlega hvernig þeir ætla að spila fótbolta og þeir hafa staðið sig vel á móti okkur og verið okkur erfiðir. Ég býst ekki við neinu öðru en erfiðum leik á sunnudaginn.“ Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Molde 0-0 | Markalaust á Meistaravöllum KR er enn ósigrað á heimavelli í keppnisleik á árinu. 18. júlí 2019 23:00 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Fleiri fréttir Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjá meira
KR gerði í kvöld markalaust jafntefli við topplið norsku úrvalsdeildarinnar, Molde. Þetta var seinni leikur liðanna í fyrstu umferð af undankeppni Evrópukeppni félagsliða en fyrri leikurinn sem var í Noregi tapaðist 7-1. Það var því ljóst að Molde voru nánast öruggir áfram svo leikurinn var kannski full rólegur. „Þetta var fínn leikur af okkar hálfu varnarlega. Góður lærdómur. Það var ágætt fyrir bæði lið að hafa ekki slasað neina leikmenn. Það voru engin meiðsli. Það voru ágætis spilkaflar hjá báðum liðum inná milli og við fengum okkar sénsa,“ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir leik kvöldsins. Það voru samtals átta breytingar á byrjunarliðum liðanna frá seinasta leik og ljóst að lykilmenn fengu að hvíla sig aðeins. KR voru með nokkra leikmenn í sínu byrjunarliði sem hafa ekki ennþá verið í byrjunarliðinu í deildinni í sumar. „Við spiluðum sama leikkerfi og þeir líka. Þetta var aðeins hægari leikur en sá sem var á gervigrasinu hjá þeim. Þó svo að það sé blautt gras, þá er minna tempó í þessu. Úrslitin í fyrri leiknum hafa auðvitað líka áhrif á þennan leik. Hvorugt liðið vill taka of mikla sénsa að meiða leikmenn og bæði lið voru að hvíla leikmenn.“ Varnarleikur KR var góður í kvöld. Þrátt fyrir að sóknin hjá Molde hafi kannski ekki verið uppá marga fiska þá náðu KR alltaf að loka á þá þegar þeir sköpuðu einhverja hættu. Sóknarleikurinn var ágætur á köflum en KR fengu nokkur mjög fín færi til að komast yfir. „Ég er ánægður að við höfum haldið hreinu gegn þessu frábæra Molde liði sem sýnir að við lærðum af fyrri leiknum allavega. Við fengum ekki á okkur mark og þeir eru ekki að skora úr þessum föstu leikatriðum sínum sem er mikilvægt fyrir okkur.“ Björgvin Stefánsson tók nokkur flott skot fyrir KR í leik kvöldsins. Það virtist þó eins og Alexandro Craninx markmaður Molde hafi alltaf verið skrefi á undan honum og varði hann alltaf meistaralega hér á Meistaravöllum. „Markmaðurinn gerði vel. Fyrsta snertingin í seinasta færinu hans Bjögga eyðileggur síðan aðeins fyrir honum. Það hefði verið gaman ef við hefðum stolið þessu og fengið sigurinn heima. En jafntefli er gott og við töpuðum ekki.“ Eftir þetta stóra tap hefur eflaust verið mikilvægt fyrir KR að bjarga andliti hér í kvöld. Þeir skiluðu fínu dagsverki þrátt fyrir að hafa ekki skorað í leiknum. „Við getum gengið stoltir frá velli þó svo að við höfum verið örlítið særðir í síðustu viku. Við sjáum að þegar menn eru samstilltir og menn eru að verjast eins og við viljum að þeir verjist þá er allt hægt.“ Nú fer einbeitingin hjá KR aftur yfir á Pepsi Max deildina en þeir fá Stjörnuna í heimsókn á sunnudaginn. Stjarnan komst í kvöld áfram í Evrópukeppninni og mun þess vegna líka að vera að keppa næstkomandi fimmtudag. Rúnar telur það þó ekki hjálpa KR neitt. „Stjörnuliðið er gott. Þeir eru búnir að vera það í mörg ár og eru búnir að vera með sama þjálfarann í mörg. Þeir vita nákvæmlega hvernig þeir ætla að spila fótbolta og þeir hafa staðið sig vel á móti okkur og verið okkur erfiðir. Ég býst ekki við neinu öðru en erfiðum leik á sunnudaginn.“
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Molde 0-0 | Markalaust á Meistaravöllum KR er enn ósigrað á heimavelli í keppnisleik á árinu. 18. júlí 2019 23:00 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Fleiri fréttir Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjá meira
Leik lokið: KR - Molde 0-0 | Markalaust á Meistaravöllum KR er enn ósigrað á heimavelli í keppnisleik á árinu. 18. júlí 2019 23:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti