„Ekki oft sem þú upplifir svona lagað“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. júlí 2019 19:36 Rúnar Páll og félagar mæta Espanyol í næstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. vísir/bára „Það er ekki hægt að vera mikið ferskari,“ sagði alsæll Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Vísi eftir leikinn ótrúlega gegn Levadia Tallin í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í dag.Stjarnan tapaði, 3-2, en fór áfram í 2. umferð á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Brynjar Gauti Guðjónsson skoraði markið dýrmæta í uppbótartíma framlengingarinnar. „Ég er mjög ánægður með þennan tapleik en við unnum einvígið á útivallarmörkum,“ sagði Rúnar Páll hinn kátasti. Levadia komst yfir á 17. mínútu en Þorsteinn Már Ragnarsson jafnaði átta mínútum síðar. Staðan var 1-1 fram á 89. mínútu þegar heimamenn skoruðu sitt annað mark og knúðu fram framlengingu. Stjörnumenn áttu undir högg að sækja í fyrri hálfleik hennar og lentu 3-1 undir á 105. mínútu. Garðbæingar gáfust hins vegar ekki upp og uppskáru „sigurmark“ á síðustu stundu. „Við þurftum annað útivallarmark. Við sýndum þolinmæði og höfðum trú á okkur. Við ýttum Brynjari hærra upp og settum þrýsting á þá. Við vorum reyndar heppnir að fá ekki fjórða markið á okkur en við þurftum að taka áhættu. Það er ekki oft sem þú upplifir svona lagað, að vera á leið áfram, svo úr leik og svo kominn áfram,“ sagði Rúnar Páll. Nákvæmlega sama tilfinningHonum segir að í leikslok hafi sér liðið eins og þegar Stjarnan sló pólska liðið Lech Poznan út 2014. „Þetta er nákvæmlega sama tilfinning. Upplifunin er sú sama. Við sýndum hrikalega mikla vinnusemi, gáfumst ekki upp og leikmenn verðskulduðu þetta. Menn voru á síðustu dropunum,“ sagði Rúnar Páll. Stjarnan var undir mikilli pressu lengi vel en þurfti að færa sig framar í seinni hálfleik framlengingarinnar. „Við þurftum bara eitt mark í viðbót. Við töluðum um að hafa trú á þessu. Við færðum Brynjar framar og fengum horn og aukaspyrnur,“ sagði Rúnar Páll en mark Brynjars Gauta kom einmitt eftir hornspyrnu. Í næstu umferð mætir Stjarnan spænska liðinu Espanyol. „Það er draumi líkast að fá að taka þátt í þessu og fá svona mótherja eitt af sterkustu liðum,“ sagði Rúnar Páll um næstu mótherja Stjörnunnar. „Við ætlum að njóta leikjanna við Espanyol og þess að spila á stóra sviðinu.“ Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Stjarnan mætir Espanyol í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 18. júlí 2019 18:38 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Sterkasti maður Íslands 2025: Hafþór Júlíus ætlar að vinna í tólfta sinn Sport Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Sjá meira
„Það er ekki hægt að vera mikið ferskari,“ sagði alsæll Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Vísi eftir leikinn ótrúlega gegn Levadia Tallin í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í dag.Stjarnan tapaði, 3-2, en fór áfram í 2. umferð á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Brynjar Gauti Guðjónsson skoraði markið dýrmæta í uppbótartíma framlengingarinnar. „Ég er mjög ánægður með þennan tapleik en við unnum einvígið á útivallarmörkum,“ sagði Rúnar Páll hinn kátasti. Levadia komst yfir á 17. mínútu en Þorsteinn Már Ragnarsson jafnaði átta mínútum síðar. Staðan var 1-1 fram á 89. mínútu þegar heimamenn skoruðu sitt annað mark og knúðu fram framlengingu. Stjörnumenn áttu undir högg að sækja í fyrri hálfleik hennar og lentu 3-1 undir á 105. mínútu. Garðbæingar gáfust hins vegar ekki upp og uppskáru „sigurmark“ á síðustu stundu. „Við þurftum annað útivallarmark. Við sýndum þolinmæði og höfðum trú á okkur. Við ýttum Brynjari hærra upp og settum þrýsting á þá. Við vorum reyndar heppnir að fá ekki fjórða markið á okkur en við þurftum að taka áhættu. Það er ekki oft sem þú upplifir svona lagað, að vera á leið áfram, svo úr leik og svo kominn áfram,“ sagði Rúnar Páll. Nákvæmlega sama tilfinningHonum segir að í leikslok hafi sér liðið eins og þegar Stjarnan sló pólska liðið Lech Poznan út 2014. „Þetta er nákvæmlega sama tilfinning. Upplifunin er sú sama. Við sýndum hrikalega mikla vinnusemi, gáfumst ekki upp og leikmenn verðskulduðu þetta. Menn voru á síðustu dropunum,“ sagði Rúnar Páll. Stjarnan var undir mikilli pressu lengi vel en þurfti að færa sig framar í seinni hálfleik framlengingarinnar. „Við þurftum bara eitt mark í viðbót. Við töluðum um að hafa trú á þessu. Við færðum Brynjar framar og fengum horn og aukaspyrnur,“ sagði Rúnar Páll en mark Brynjars Gauta kom einmitt eftir hornspyrnu. Í næstu umferð mætir Stjarnan spænska liðinu Espanyol. „Það er draumi líkast að fá að taka þátt í þessu og fá svona mótherja eitt af sterkustu liðum,“ sagði Rúnar Páll um næstu mótherja Stjörnunnar. „Við ætlum að njóta leikjanna við Espanyol og þess að spila á stóra sviðinu.“
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Stjarnan mætir Espanyol í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 18. júlí 2019 18:38 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Sterkasti maður Íslands 2025: Hafþór Júlíus ætlar að vinna í tólfta sinn Sport Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Sjá meira
Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Stjarnan mætir Espanyol í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 18. júlí 2019 18:38
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti