Isavia afhendir ALC vélina og fjarlægir vinnuvélar Sighvatur Jónsson skrifar 18. júlí 2019 11:04 Vinnuvélar hafa verið fjarlægðar en þeim var komið fyrir við Airbus farþegaþotu ALC þegar hún var kyrrsett við gjaldþrot WOW air í lok mars. Mynd/Oddur Isavia hefur samþykkt að láta Airbus farþegaþotu bandarísku flugvélaleigunnar ALC af hendi í samræmi við úrskurð héraðsdóms í gær. Lögmaður ALC segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott strax á morgun. Ásdís Ármannsdóttir, sýslumaður á Suðurnesjum, segir í samtali við fréttastofu að málið hafi verið tekið fyrir hjá embættinu í morgun. Isavia hafi samþykkt að afhenda vélina í samræmi við dómsúrskurð og því þurfi sýslumaður ekki að koma frekar að málinu. Héraðsdómur úrskurðaði í gær að Isavia væri óheimilt að halda farþegaþotu sem ALC leigði til WOW air. Isavia kyrrsetti vélina vegna tveggja milljarða króna skuldar WOW air við Isavia. Flugvélaleigan ALC hefur greitt 87 milljóna króna kröfur sem snýr eingöngu að notkun þotunnar og er heimilt að fljúga henni frá Íslandi.Kapphlaup við tímann Eftir rúmlega þriggja mánaða deilur um vélina er óhætt að segja að hafið sé kapphlaup við tímann. Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar og vísaði til þess við fyrirtöku málsins hjá sýslumanni í morgun. Sýslumaður varð ekki við ósk Isavia um frestun þar sem úrskurður héraðsdóms tekur á því að réttaráhrifum verði ekki frestað þó kært sé til æðra dómstigs. Í morgun voru vinnuvélar fjarlægðar sem var komið fyrir við þotuna þegar hún var kyrrsett. Áður en vélin tekur á loft verður meðal annars að skila inn flugáætlun til flugstjórnarmiðstöðvar Isavia. Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott á morgun eða laugardag. Það geti þó tafist um nokkra daga.Farþegaþota er ekki eins og bíll þar sem þú sest upp í og setur svissinn á og kúplar gírnum frá og allt það. „Það tekur tíma að koma henni í það stand að flugmálayfirvöld hér votti það að hún sé flughæf sem kallað er og það er eftir forskrift frá framleiðanda vélarinnar,“ segir Oddur. Hann segir að unnið hafi verið eftir áætlun fyrstu 90 dagana sem vélin var kyrrsett til að viðhalda flughæfi hennar. Eftir það hafi önnur áætlun tekið gildi sem geti haft þau áhrif að það taki nokkra daga að uppfylla skilyrði flugmálayfirvalda um að fljúga vélinni á ný. Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, telur kæru Isavia til Landsréttar engu breyta. Líklegt verður að teljast að Landsréttur fjalli um málið eftir að vél ALC verður farin af landi brott. Fréttin hefur verið uppfærð. Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Isavia hefur samþykkt að láta Airbus farþegaþotu bandarísku flugvélaleigunnar ALC af hendi í samræmi við úrskurð héraðsdóms í gær. Lögmaður ALC segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott strax á morgun. Ásdís Ármannsdóttir, sýslumaður á Suðurnesjum, segir í samtali við fréttastofu að málið hafi verið tekið fyrir hjá embættinu í morgun. Isavia hafi samþykkt að afhenda vélina í samræmi við dómsúrskurð og því þurfi sýslumaður ekki að koma frekar að málinu. Héraðsdómur úrskurðaði í gær að Isavia væri óheimilt að halda farþegaþotu sem ALC leigði til WOW air. Isavia kyrrsetti vélina vegna tveggja milljarða króna skuldar WOW air við Isavia. Flugvélaleigan ALC hefur greitt 87 milljóna króna kröfur sem snýr eingöngu að notkun þotunnar og er heimilt að fljúga henni frá Íslandi.Kapphlaup við tímann Eftir rúmlega þriggja mánaða deilur um vélina er óhætt að segja að hafið sé kapphlaup við tímann. Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar og vísaði til þess við fyrirtöku málsins hjá sýslumanni í morgun. Sýslumaður varð ekki við ósk Isavia um frestun þar sem úrskurður héraðsdóms tekur á því að réttaráhrifum verði ekki frestað þó kært sé til æðra dómstigs. Í morgun voru vinnuvélar fjarlægðar sem var komið fyrir við þotuna þegar hún var kyrrsett. Áður en vélin tekur á loft verður meðal annars að skila inn flugáætlun til flugstjórnarmiðstöðvar Isavia. Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott á morgun eða laugardag. Það geti þó tafist um nokkra daga.Farþegaþota er ekki eins og bíll þar sem þú sest upp í og setur svissinn á og kúplar gírnum frá og allt það. „Það tekur tíma að koma henni í það stand að flugmálayfirvöld hér votti það að hún sé flughæf sem kallað er og það er eftir forskrift frá framleiðanda vélarinnar,“ segir Oddur. Hann segir að unnið hafi verið eftir áætlun fyrstu 90 dagana sem vélin var kyrrsett til að viðhalda flughæfi hennar. Eftir það hafi önnur áætlun tekið gildi sem geti haft þau áhrif að það taki nokkra daga að uppfylla skilyrði flugmálayfirvalda um að fljúga vélinni á ný. Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, telur kæru Isavia til Landsréttar engu breyta. Líklegt verður að teljast að Landsréttur fjalli um málið eftir að vél ALC verður farin af landi brott. Fréttin hefur verið uppfærð.
Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira