Emiliano Grillo, argentínskur kylfingur sem hefur aðeins einu sinni unnið mót á PGA mótaröðinni, fór holu í höggi á 13. holu Royal Portrush vallarins í morgun.
Þetta er í fyrsta skipti sem kylfingur fer holu í höggi á Opna breska risamótinu síðan 2016.
HOLE-IN-ONE! @GrilloEmiliano with the 1st ace at The Open since 2016 #TheOpen
Live coverage https://t.co/V5gkRJCUkC … pic.twitter.com/msunSxlDaU
— The Open (@TheOpen) July 18, 2019
Höggið kom Grillo á par vallarins og er hann eins og er jafn í 30. sæti. Efstu menn eru á þremur höggum undir pari þegar þetta er skrifað.
Bein útsending frá mótinu er í gangi á Stöð 2 Golf og verður fylgst vel með mótinu alla helgina.