Sushistaður vaktaður eftir að lögregla var kölluð út vegna mörgæsa Eiður Þór Árnason skrifar 16. júlí 2019 11:05 Parið fékkst ekki til að tjá sig um tilætlanir sínar við lögreglu. RNZ Mörgæsapar hreiðraði um sig undir sushistað á lestarstöð á Nýja Sjálandi. Lögreglan var kölluð til að fjarlægja parið sem lét ekki segjast og sneri fljótlega aftur. Mörgæsirnar sáust fyrst við sólarupprás fyrir utan Wellington lestarstöðina á Nýja Sjálandi, og gerðu þær sig heimkomna undir veitingastaðnum Sushi Bi. Lögreglan í borginni Wellington, höfuðborg Nýja Sjálands, segir að fuglarnir hafi verið fjarlægðir eftir að henni var tilkynnt um veru þeirra um klukkan hálf sjö um morguninn. Mörgæsaparið var stuttlega fært í hald lögreglu áður en þeim var sleppt aftur niður við höfn. Eigendur staðarins lýstu því að parið hafi þurft að fara yfir miklar umferðargötur á leið sinni frá höfninni að lestarstöðinni þar sem sushistaðurinn er staðsettur.Hér sést lögregluþjónninn sem mætti fyrstur á vettvang með annarri mörgæsinni.Lögreglan í WellingtonSeinna um kvöldið voru fulltrúar yfirvalda kallaðir út í annað sinn vegna sama mörgæsapars þegar það fannst aftur á sama stað. Í þetta sinn var það varðveislusvið borgarinnar sem fjarlægði parið, og í kjölfarið var tilkynnt að starfsfólk þess myndi fylgjast með staðnum. Var talið líklegt að mörgæsirnar myndu gera tilraun til að snúa aftur á sinn stað. Jack Mace, stjórnandi hjá varðveislusviði borgarinnar, sagði í samtali við miðilinn Radio New Zealand að umræddir fuglar væru nokkuð algeng sjón við höfnina í Wellington, en þetta væri í fyrsta skipti sem hann viti til þess að þeir hafi reynt að gera sig heimkomna á lestarstöðinni. Mace sagði jafnframt að á þessum tíma árs væru mörgæsirnar að para sig saman og leita að stað til þess að verpa eggjum sínum, en þær verpi þó ekki fyrr en fari að líða á veturinn. Wini Morris, starfsmaður á Sushi Bi, heyrði í mörgæsunum kurra undir staðnum og sagði líklegt að þær hafi sótt í hlýjuna hjá grillinu. Mike Rumble, sem var einn þeirra sem fjarlægði parið í annað sinn, segir að það sé í eðli þessarar tegundar að snúa alltaf aftur þangað sem þær hugsi sér að verpa. Því megi fastlega gera ráð fyrir því að mörgæsirnar verði fastagestir á Sushi Bi. Dýr Nýja-Sjáland Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Mörgæsapar hreiðraði um sig undir sushistað á lestarstöð á Nýja Sjálandi. Lögreglan var kölluð til að fjarlægja parið sem lét ekki segjast og sneri fljótlega aftur. Mörgæsirnar sáust fyrst við sólarupprás fyrir utan Wellington lestarstöðina á Nýja Sjálandi, og gerðu þær sig heimkomna undir veitingastaðnum Sushi Bi. Lögreglan í borginni Wellington, höfuðborg Nýja Sjálands, segir að fuglarnir hafi verið fjarlægðir eftir að henni var tilkynnt um veru þeirra um klukkan hálf sjö um morguninn. Mörgæsaparið var stuttlega fært í hald lögreglu áður en þeim var sleppt aftur niður við höfn. Eigendur staðarins lýstu því að parið hafi þurft að fara yfir miklar umferðargötur á leið sinni frá höfninni að lestarstöðinni þar sem sushistaðurinn er staðsettur.Hér sést lögregluþjónninn sem mætti fyrstur á vettvang með annarri mörgæsinni.Lögreglan í WellingtonSeinna um kvöldið voru fulltrúar yfirvalda kallaðir út í annað sinn vegna sama mörgæsapars þegar það fannst aftur á sama stað. Í þetta sinn var það varðveislusvið borgarinnar sem fjarlægði parið, og í kjölfarið var tilkynnt að starfsfólk þess myndi fylgjast með staðnum. Var talið líklegt að mörgæsirnar myndu gera tilraun til að snúa aftur á sinn stað. Jack Mace, stjórnandi hjá varðveislusviði borgarinnar, sagði í samtali við miðilinn Radio New Zealand að umræddir fuglar væru nokkuð algeng sjón við höfnina í Wellington, en þetta væri í fyrsta skipti sem hann viti til þess að þeir hafi reynt að gera sig heimkomna á lestarstöðinni. Mace sagði jafnframt að á þessum tíma árs væru mörgæsirnar að para sig saman og leita að stað til þess að verpa eggjum sínum, en þær verpi þó ekki fyrr en fari að líða á veturinn. Wini Morris, starfsmaður á Sushi Bi, heyrði í mörgæsunum kurra undir staðnum og sagði líklegt að þær hafi sótt í hlýjuna hjá grillinu. Mike Rumble, sem var einn þeirra sem fjarlægði parið í annað sinn, segir að það sé í eðli þessarar tegundar að snúa alltaf aftur þangað sem þær hugsi sér að verpa. Því megi fastlega gera ráð fyrir því að mörgæsirnar verði fastagestir á Sushi Bi.
Dýr Nýja-Sjáland Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira