Sushistaður vaktaður eftir að lögregla var kölluð út vegna mörgæsa Eiður Þór Árnason skrifar 16. júlí 2019 11:05 Parið fékkst ekki til að tjá sig um tilætlanir sínar við lögreglu. RNZ Mörgæsapar hreiðraði um sig undir sushistað á lestarstöð á Nýja Sjálandi. Lögreglan var kölluð til að fjarlægja parið sem lét ekki segjast og sneri fljótlega aftur. Mörgæsirnar sáust fyrst við sólarupprás fyrir utan Wellington lestarstöðina á Nýja Sjálandi, og gerðu þær sig heimkomna undir veitingastaðnum Sushi Bi. Lögreglan í borginni Wellington, höfuðborg Nýja Sjálands, segir að fuglarnir hafi verið fjarlægðir eftir að henni var tilkynnt um veru þeirra um klukkan hálf sjö um morguninn. Mörgæsaparið var stuttlega fært í hald lögreglu áður en þeim var sleppt aftur niður við höfn. Eigendur staðarins lýstu því að parið hafi þurft að fara yfir miklar umferðargötur á leið sinni frá höfninni að lestarstöðinni þar sem sushistaðurinn er staðsettur.Hér sést lögregluþjónninn sem mætti fyrstur á vettvang með annarri mörgæsinni.Lögreglan í WellingtonSeinna um kvöldið voru fulltrúar yfirvalda kallaðir út í annað sinn vegna sama mörgæsapars þegar það fannst aftur á sama stað. Í þetta sinn var það varðveislusvið borgarinnar sem fjarlægði parið, og í kjölfarið var tilkynnt að starfsfólk þess myndi fylgjast með staðnum. Var talið líklegt að mörgæsirnar myndu gera tilraun til að snúa aftur á sinn stað. Jack Mace, stjórnandi hjá varðveislusviði borgarinnar, sagði í samtali við miðilinn Radio New Zealand að umræddir fuglar væru nokkuð algeng sjón við höfnina í Wellington, en þetta væri í fyrsta skipti sem hann viti til þess að þeir hafi reynt að gera sig heimkomna á lestarstöðinni. Mace sagði jafnframt að á þessum tíma árs væru mörgæsirnar að para sig saman og leita að stað til þess að verpa eggjum sínum, en þær verpi þó ekki fyrr en fari að líða á veturinn. Wini Morris, starfsmaður á Sushi Bi, heyrði í mörgæsunum kurra undir staðnum og sagði líklegt að þær hafi sótt í hlýjuna hjá grillinu. Mike Rumble, sem var einn þeirra sem fjarlægði parið í annað sinn, segir að það sé í eðli þessarar tegundar að snúa alltaf aftur þangað sem þær hugsi sér að verpa. Því megi fastlega gera ráð fyrir því að mörgæsirnar verði fastagestir á Sushi Bi. Dýr Nýja-Sjáland Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
Mörgæsapar hreiðraði um sig undir sushistað á lestarstöð á Nýja Sjálandi. Lögreglan var kölluð til að fjarlægja parið sem lét ekki segjast og sneri fljótlega aftur. Mörgæsirnar sáust fyrst við sólarupprás fyrir utan Wellington lestarstöðina á Nýja Sjálandi, og gerðu þær sig heimkomna undir veitingastaðnum Sushi Bi. Lögreglan í borginni Wellington, höfuðborg Nýja Sjálands, segir að fuglarnir hafi verið fjarlægðir eftir að henni var tilkynnt um veru þeirra um klukkan hálf sjö um morguninn. Mörgæsaparið var stuttlega fært í hald lögreglu áður en þeim var sleppt aftur niður við höfn. Eigendur staðarins lýstu því að parið hafi þurft að fara yfir miklar umferðargötur á leið sinni frá höfninni að lestarstöðinni þar sem sushistaðurinn er staðsettur.Hér sést lögregluþjónninn sem mætti fyrstur á vettvang með annarri mörgæsinni.Lögreglan í WellingtonSeinna um kvöldið voru fulltrúar yfirvalda kallaðir út í annað sinn vegna sama mörgæsapars þegar það fannst aftur á sama stað. Í þetta sinn var það varðveislusvið borgarinnar sem fjarlægði parið, og í kjölfarið var tilkynnt að starfsfólk þess myndi fylgjast með staðnum. Var talið líklegt að mörgæsirnar myndu gera tilraun til að snúa aftur á sinn stað. Jack Mace, stjórnandi hjá varðveislusviði borgarinnar, sagði í samtali við miðilinn Radio New Zealand að umræddir fuglar væru nokkuð algeng sjón við höfnina í Wellington, en þetta væri í fyrsta skipti sem hann viti til þess að þeir hafi reynt að gera sig heimkomna á lestarstöðinni. Mace sagði jafnframt að á þessum tíma árs væru mörgæsirnar að para sig saman og leita að stað til þess að verpa eggjum sínum, en þær verpi þó ekki fyrr en fari að líða á veturinn. Wini Morris, starfsmaður á Sushi Bi, heyrði í mörgæsunum kurra undir staðnum og sagði líklegt að þær hafi sótt í hlýjuna hjá grillinu. Mike Rumble, sem var einn þeirra sem fjarlægði parið í annað sinn, segir að það sé í eðli þessarar tegundar að snúa alltaf aftur þangað sem þær hugsi sér að verpa. Því megi fastlega gera ráð fyrir því að mörgæsirnar verði fastagestir á Sushi Bi.
Dýr Nýja-Sjáland Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira