Hér stóð Sandfellskirkja Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. júlí 2019 08:00 Slegið á létta strengi að lokinni messu. Þorlákur, Pálína, Ingibjörg, Steina Björg, Halldóra, Sigrún og séra Stígur. Jón Ágúst „Þetta var alveg dásamlegt,“. Hér á Höfn byrjaði reyndar að hellirigna akkúrat klukkan tvö þegar ég messaði í Óslandinu og fáir mættu, og um leið og ég sleppti síðasta orðinu stytti upp. En Öræfin bættu það upp. Reyndar leist mér ekkert á veðurútlitið þar heldur og þar sem ekkert hús er í Sandfelli var ég undir það búinn að flýja með athöfnina í Hofskirkju en um leið og ég steig út úr bílnum rofaði til og um fjörutíu manns mættu. Þar voru meðal annars barnabörn síðustu prestshjónanna á staðnum, séra Eiríks Helgasonar og Önnu Oddbergsdóttur, komin alla leið úr Reykjavík og fleira venslafólk þeirra. Séra Stígur segir þessa athöfn hafa verið að gerjast í huga sínum í nokkur ár. „Ég er auðvitað oft búinn að keyra þarna fram hjá Sandfelli og eftir að ég tók vígslu og kynnast Öræfunum fann ég að staðurinn er sérstakur í huga Öræfinga og séra Eiríkur einhvern veginn yfir og allt um kring. Mig langaði því að messa þarna.“ Hann kveðst hafa flutt 99 ára gamla ræðu eftir séra Eirík. „Nýlega fór ég á héraðsskjalasafnið og spurði hvort eitthvað væri til af efni eftir séra Eirík, jafnvel stólræður. Jú, þegar ég kom þangað daginn eftir biðu mín þrír kassar og tveir þeirra barmafullir af predikunum og líkræðum. Jæja, hugsaði ég, það verður vinna að fara í gegnum þetta. Opnaði fyrsta kassann og það sem tók á móti mér var predikun sem tilheyrði 3. sunnudegi eftir þrenningarhátíð 1920. Þetta hefur verið ákveðið áður því ég hafði einmitt ætlað mér að messa þarna 3. sunnudag eftir þrenningarhátíð 2019 en þurfti að fresta því um viku. Þetta var afskaplega falleg og vel skrifuð predikun sem náði mér strax. Ég skrifaði hana upp og það var gaman að kynnast stílnum hans séra Eiríks. Hann hafði skrifað ritningartexta með svo ljóst var hverju hann var að leggja út af.“ Þessar rúmlega fjörutíu sálir áttu afskaplega góða stund þarna í Sandfelli, að sögn séra Stígs. „Við ákváðum að vera inni í kirkjugarðinum við lítinn stein sem á stendur: Hér stóð Sandfellskirkja. Það var dauðalogn, þokan læddist yfir dulúðug og gerði athöfnina enn magnaðri og kór Hofskirkju leiddi allan hópinn í söng á sumarsálmum. Eftir messu fengum við okkur svo kaffi og bakkelsi. Ég lofa því að þetta verður gert aftur.“ Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Trúmál Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
„Þetta var alveg dásamlegt,“. Hér á Höfn byrjaði reyndar að hellirigna akkúrat klukkan tvö þegar ég messaði í Óslandinu og fáir mættu, og um leið og ég sleppti síðasta orðinu stytti upp. En Öræfin bættu það upp. Reyndar leist mér ekkert á veðurútlitið þar heldur og þar sem ekkert hús er í Sandfelli var ég undir það búinn að flýja með athöfnina í Hofskirkju en um leið og ég steig út úr bílnum rofaði til og um fjörutíu manns mættu. Þar voru meðal annars barnabörn síðustu prestshjónanna á staðnum, séra Eiríks Helgasonar og Önnu Oddbergsdóttur, komin alla leið úr Reykjavík og fleira venslafólk þeirra. Séra Stígur segir þessa athöfn hafa verið að gerjast í huga sínum í nokkur ár. „Ég er auðvitað oft búinn að keyra þarna fram hjá Sandfelli og eftir að ég tók vígslu og kynnast Öræfunum fann ég að staðurinn er sérstakur í huga Öræfinga og séra Eiríkur einhvern veginn yfir og allt um kring. Mig langaði því að messa þarna.“ Hann kveðst hafa flutt 99 ára gamla ræðu eftir séra Eirík. „Nýlega fór ég á héraðsskjalasafnið og spurði hvort eitthvað væri til af efni eftir séra Eirík, jafnvel stólræður. Jú, þegar ég kom þangað daginn eftir biðu mín þrír kassar og tveir þeirra barmafullir af predikunum og líkræðum. Jæja, hugsaði ég, það verður vinna að fara í gegnum þetta. Opnaði fyrsta kassann og það sem tók á móti mér var predikun sem tilheyrði 3. sunnudegi eftir þrenningarhátíð 1920. Þetta hefur verið ákveðið áður því ég hafði einmitt ætlað mér að messa þarna 3. sunnudag eftir þrenningarhátíð 2019 en þurfti að fresta því um viku. Þetta var afskaplega falleg og vel skrifuð predikun sem náði mér strax. Ég skrifaði hana upp og það var gaman að kynnast stílnum hans séra Eiríks. Hann hafði skrifað ritningartexta með svo ljóst var hverju hann var að leggja út af.“ Þessar rúmlega fjörutíu sálir áttu afskaplega góða stund þarna í Sandfelli, að sögn séra Stígs. „Við ákváðum að vera inni í kirkjugarðinum við lítinn stein sem á stendur: Hér stóð Sandfellskirkja. Það var dauðalogn, þokan læddist yfir dulúðug og gerði athöfnina enn magnaðri og kór Hofskirkju leiddi allan hópinn í söng á sumarsálmum. Eftir messu fengum við okkur svo kaffi og bakkelsi. Ég lofa því að þetta verður gert aftur.“
Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Trúmál Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira