Hér stóð Sandfellskirkja Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. júlí 2019 08:00 Slegið á létta strengi að lokinni messu. Þorlákur, Pálína, Ingibjörg, Steina Björg, Halldóra, Sigrún og séra Stígur. Jón Ágúst „Þetta var alveg dásamlegt,“. Hér á Höfn byrjaði reyndar að hellirigna akkúrat klukkan tvö þegar ég messaði í Óslandinu og fáir mættu, og um leið og ég sleppti síðasta orðinu stytti upp. En Öræfin bættu það upp. Reyndar leist mér ekkert á veðurútlitið þar heldur og þar sem ekkert hús er í Sandfelli var ég undir það búinn að flýja með athöfnina í Hofskirkju en um leið og ég steig út úr bílnum rofaði til og um fjörutíu manns mættu. Þar voru meðal annars barnabörn síðustu prestshjónanna á staðnum, séra Eiríks Helgasonar og Önnu Oddbergsdóttur, komin alla leið úr Reykjavík og fleira venslafólk þeirra. Séra Stígur segir þessa athöfn hafa verið að gerjast í huga sínum í nokkur ár. „Ég er auðvitað oft búinn að keyra þarna fram hjá Sandfelli og eftir að ég tók vígslu og kynnast Öræfunum fann ég að staðurinn er sérstakur í huga Öræfinga og séra Eiríkur einhvern veginn yfir og allt um kring. Mig langaði því að messa þarna.“ Hann kveðst hafa flutt 99 ára gamla ræðu eftir séra Eirík. „Nýlega fór ég á héraðsskjalasafnið og spurði hvort eitthvað væri til af efni eftir séra Eirík, jafnvel stólræður. Jú, þegar ég kom þangað daginn eftir biðu mín þrír kassar og tveir þeirra barmafullir af predikunum og líkræðum. Jæja, hugsaði ég, það verður vinna að fara í gegnum þetta. Opnaði fyrsta kassann og það sem tók á móti mér var predikun sem tilheyrði 3. sunnudegi eftir þrenningarhátíð 1920. Þetta hefur verið ákveðið áður því ég hafði einmitt ætlað mér að messa þarna 3. sunnudag eftir þrenningarhátíð 2019 en þurfti að fresta því um viku. Þetta var afskaplega falleg og vel skrifuð predikun sem náði mér strax. Ég skrifaði hana upp og það var gaman að kynnast stílnum hans séra Eiríks. Hann hafði skrifað ritningartexta með svo ljóst var hverju hann var að leggja út af.“ Þessar rúmlega fjörutíu sálir áttu afskaplega góða stund þarna í Sandfelli, að sögn séra Stígs. „Við ákváðum að vera inni í kirkjugarðinum við lítinn stein sem á stendur: Hér stóð Sandfellskirkja. Það var dauðalogn, þokan læddist yfir dulúðug og gerði athöfnina enn magnaðri og kór Hofskirkju leiddi allan hópinn í söng á sumarsálmum. Eftir messu fengum við okkur svo kaffi og bakkelsi. Ég lofa því að þetta verður gert aftur.“ Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Trúmál Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Sjá meira
„Þetta var alveg dásamlegt,“. Hér á Höfn byrjaði reyndar að hellirigna akkúrat klukkan tvö þegar ég messaði í Óslandinu og fáir mættu, og um leið og ég sleppti síðasta orðinu stytti upp. En Öræfin bættu það upp. Reyndar leist mér ekkert á veðurútlitið þar heldur og þar sem ekkert hús er í Sandfelli var ég undir það búinn að flýja með athöfnina í Hofskirkju en um leið og ég steig út úr bílnum rofaði til og um fjörutíu manns mættu. Þar voru meðal annars barnabörn síðustu prestshjónanna á staðnum, séra Eiríks Helgasonar og Önnu Oddbergsdóttur, komin alla leið úr Reykjavík og fleira venslafólk þeirra. Séra Stígur segir þessa athöfn hafa verið að gerjast í huga sínum í nokkur ár. „Ég er auðvitað oft búinn að keyra þarna fram hjá Sandfelli og eftir að ég tók vígslu og kynnast Öræfunum fann ég að staðurinn er sérstakur í huga Öræfinga og séra Eiríkur einhvern veginn yfir og allt um kring. Mig langaði því að messa þarna.“ Hann kveðst hafa flutt 99 ára gamla ræðu eftir séra Eirík. „Nýlega fór ég á héraðsskjalasafnið og spurði hvort eitthvað væri til af efni eftir séra Eirík, jafnvel stólræður. Jú, þegar ég kom þangað daginn eftir biðu mín þrír kassar og tveir þeirra barmafullir af predikunum og líkræðum. Jæja, hugsaði ég, það verður vinna að fara í gegnum þetta. Opnaði fyrsta kassann og það sem tók á móti mér var predikun sem tilheyrði 3. sunnudegi eftir þrenningarhátíð 1920. Þetta hefur verið ákveðið áður því ég hafði einmitt ætlað mér að messa þarna 3. sunnudag eftir þrenningarhátíð 2019 en þurfti að fresta því um viku. Þetta var afskaplega falleg og vel skrifuð predikun sem náði mér strax. Ég skrifaði hana upp og það var gaman að kynnast stílnum hans séra Eiríks. Hann hafði skrifað ritningartexta með svo ljóst var hverju hann var að leggja út af.“ Þessar rúmlega fjörutíu sálir áttu afskaplega góða stund þarna í Sandfelli, að sögn séra Stígs. „Við ákváðum að vera inni í kirkjugarðinum við lítinn stein sem á stendur: Hér stóð Sandfellskirkja. Það var dauðalogn, þokan læddist yfir dulúðug og gerði athöfnina enn magnaðri og kór Hofskirkju leiddi allan hópinn í söng á sumarsálmum. Eftir messu fengum við okkur svo kaffi og bakkelsi. Ég lofa því að þetta verður gert aftur.“
Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Trúmál Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Sjá meira