Enn fjölgar fólki sem lifir við hungurmörk Heimsljós kynnir 15. júlí 2019 15:30 Ljósmynd frá Mósambík. gunnisal Þriðja árið röð fjölgar fólki í heiminum sem lifir við hungurmörk. Einn af hverjum níu jarðarbúum býr nú við sult. Alvarlega vannærðum fjölgaði um tíu milljónir milli ára, voru 811 milljónir 2017 en 821 milljón í lok síðasta árs, að því er fram kemur í árlegri stöðuskýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) um matvælaöryggi og næringu - The State of Food Security and Nutrition in the World (SOFI).Þeir sem búa við sult eru á nýjanleik orðnir álíka margir og fyrir áratug en í fjölda ára fækkaði hungruðum ár frá ári. Auk þeirra sem búa við alvarlegan fæðuskort búa milljónir manna við fæðuóöryggi. Samtals lifa því að mati FAO um tveir milljarðar manna í óvissu í fæðumálum. Vaxtarhömlun hrjáir 149 milljónir barna.Forsíða skýrslunnar.Skýrsluhöfundar benda á að staðan í dag sýni þá stóru áskorun sem felst í heimsmarkmiði númer tvö, að útrýma hungri fyrir árið 2030. Þróunin sé illu heilli ekki í samræmi við það markmið að útrýma hungri og tryggja öllum jarðarbúum nægan mat. Hlutfallslega flestir hungraðir í heiminum búa í Afríku, þar er hlutfallið einn á móti hverjum fimm. Hungur færist líka í aukana í vestanverðri Asíu. Vopnuð átök og loftslagsbreytingar ráða mestu um aukið hungur í heiminum. Í skýrslunni í ár eru sjónum sérstaklega beint áhrifum efnahagslegra niðursveifla. Hungur færist í aukana í mörgum löndum þar sem efnahagsástand hefur verið á niðurleið, einkum í meðaltekjuríkjum. Í skýrslunni er bent á að ógnin sé mest þar sem sameinaðir kraftar eru að verki, eins og átök, loftslagsbreytingar og niðursveifla í efnahagslífinu. FAO gaf skýrsluna út í dag í samstarfi við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP), Alþjóða heilbrigðisstofnunina (WHO) og Alþjóðasjóð um þróun landbúnaðar (IFAD). Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent
Þriðja árið röð fjölgar fólki í heiminum sem lifir við hungurmörk. Einn af hverjum níu jarðarbúum býr nú við sult. Alvarlega vannærðum fjölgaði um tíu milljónir milli ára, voru 811 milljónir 2017 en 821 milljón í lok síðasta árs, að því er fram kemur í árlegri stöðuskýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) um matvælaöryggi og næringu - The State of Food Security and Nutrition in the World (SOFI).Þeir sem búa við sult eru á nýjanleik orðnir álíka margir og fyrir áratug en í fjölda ára fækkaði hungruðum ár frá ári. Auk þeirra sem búa við alvarlegan fæðuskort búa milljónir manna við fæðuóöryggi. Samtals lifa því að mati FAO um tveir milljarðar manna í óvissu í fæðumálum. Vaxtarhömlun hrjáir 149 milljónir barna.Forsíða skýrslunnar.Skýrsluhöfundar benda á að staðan í dag sýni þá stóru áskorun sem felst í heimsmarkmiði númer tvö, að útrýma hungri fyrir árið 2030. Þróunin sé illu heilli ekki í samræmi við það markmið að útrýma hungri og tryggja öllum jarðarbúum nægan mat. Hlutfallslega flestir hungraðir í heiminum búa í Afríku, þar er hlutfallið einn á móti hverjum fimm. Hungur færist líka í aukana í vestanverðri Asíu. Vopnuð átök og loftslagsbreytingar ráða mestu um aukið hungur í heiminum. Í skýrslunni í ár eru sjónum sérstaklega beint áhrifum efnahagslegra niðursveifla. Hungur færist í aukana í mörgum löndum þar sem efnahagsástand hefur verið á niðurleið, einkum í meðaltekjuríkjum. Í skýrslunni er bent á að ógnin sé mest þar sem sameinaðir kraftar eru að verki, eins og átök, loftslagsbreytingar og niðursveifla í efnahagslífinu. FAO gaf skýrsluna út í dag í samstarfi við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP), Alþjóða heilbrigðisstofnunina (WHO) og Alþjóðasjóð um þróun landbúnaðar (IFAD). Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent