
Hlutfallslega flestir hungraðir í heiminum búa í Afríku, þar er hlutfallið einn á móti hverjum fimm. Hungur færist líka í aukana í vestanverðri Asíu. Vopnuð átök og loftslagsbreytingar ráða mestu um aukið hungur í heiminum.
Í skýrslunni í ár eru sjónum sérstaklega beint áhrifum efnahagslegra niðursveifla. Hungur færist í aukana í mörgum löndum þar sem efnahagsástand hefur verið á niðurleið, einkum í meðaltekjuríkjum. Í skýrslunni er bent á að ógnin sé mest þar sem sameinaðir kraftar eru að verki, eins og átök, loftslagsbreytingar og niðursveifla í efnahagslífinu.
FAO gaf skýrsluna út í dag í samstarfi við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP), Alþjóða heilbrigðisstofnunina (WHO) og Alþjóðasjóð um þróun landbúnaðar (IFAD).
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.