Riaan Dreyer hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Íslandsbanka og hefur hann störf hjá bankanum í september.
Í tilkynningu frá bankanum segir að Riian hafi mikla reynslu af viðskiptalausnum og upplýsingatæknimálum fjármálafyrirtækja. Hann starfaði áður sem forstöðumaður hugbúnaðarþróunar hjá Arion banka og við hugbúnaðarlausnir hjá Meniga.
Þar áður starfaði hann við þróun viðskiptalausna hjá Standard Bank í Suður-Afríku hvar hann var forstöðumaður upplýsingatæknisviðs. Hann gegndi sömu stöðu hjá Liberty Life í Suður Afríku og þar áður sem ráðgjafi hjá Deloitte Consulting.
Riaan er með masterspróf í upplýsingatækni frá Pretoria háskólanum í Suður-Afríku. Hann lauk BSc gráðu í tryggingastærðfræði frá sama háskóla og BSc gráðu í hagfræði frá Háskólanum í Suður-Afríku.
Hann hefur einnig lokið námi í stjórnunarnámi frá IESE háskólanum í Barcelona á Spáni auk þess sem hann stundaði nám í upplýsingatækni í Saïd viðskiptaháskólanum, sem er hluti af Oxford háskólanum í Englandi.
Riaan Dreyer ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar

Mest lesið

Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks
Viðskipti innlent


Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum
Viðskipti innlent

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent

Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion
Viðskipti innlent

Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland
Viðskipti innlent

Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra
Viðskipti innlent

Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila
Viðskipti innlent

„Ég held að þú þurfir ný gleraugu“
Viðskipti innlent

Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri
Viðskipti innlent