Nýr forstöðumaður hjá Póstinum Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2019 10:50 Georg Haraldsson hefur áður starfað hjá Iceland Travel, Marorku, Völku, Iceland Express og Dohop. Georg Haraldsson mun taka við starfi forstöðumanns stafrænnar þjónustu hjá Íslandspósti í lok sumars, en hann mun stýra þróun og stefnumörkun á stafrænum þjónustuleiðum fyrirtækisins. Félagið gengur nú í gegnum mikið hagræðingarferli - „en við megum ekki missa sjónar af því að við verðum að bæta þjónustu til viðskiptavina og marka skýra sýn fyrir framtíð fyrirtækisins,“ að sögn Birgis Jónssonar, forstjóra Íslandspóst. Haft eftir forstjóranum í tilkynningu sem send er út vegna ráðningarinnar að Georg muni koma að góðum notum við þá vinnu. Hann hafi reynslu af alþjóðlegri sölustýringu og þróun rafrænna sölu- og markaðsdreifikerfa, en hann kemur til Póstsins frá Iceland Travel þar sem hann gegndi hlutverki forstöðumanns viðskiptastýringar. „Lykillinn að framúrskarandi þjónustu sem og aukinni hagræðingu er betri nýting á upplýsingatækni og því er ráðning Georgs og aukin áhersla á stafrænar lausnir gríðarlega mikilvægur hluti af umbreytingu fyrirtækisins,“ er haft eftir Birgi í tilkynningunni og bætt við: „Með ráðningum eins og þessari erum við að tryggja það að hópurinn sem fær það verkefni að umbylta Póstinum, sé vel samsettur af öflugu og kröftugu fólki sem vinnur saman að sameiginlegum markmiðum. Georg er mjög drífandi og reyndur stjórnandi úr alþjóðlegu umhverfi og það mun hjálpa okkur mikið í því stóra verkefni sem liggur fyrir.“Pósturinn eigi mikið inni Georg er tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og er einnig með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá HR og IE Business School. Hann er kvæntur Hjördísi Jónsdóttir, verkefnastjóra hjá Tulipop, og eiga þau fjögur börn. Georg kveðst spenntur fyrir nýja starfinu. „Pósturinn á mikið inni þegar kemur að stafrænum lausnum og nýir stjórnendur fyrirtækisins eru meðvitaðir um að þær eru mikilvægasta breytan í að bæta þjónustu við viðskiptavini og til þess að finna nýjar virðisaukandi þjónustuleiðir. Ég er þess fullviss að þetta verður krefjandi og jafnframt skemmtilegt verkefni og hlakka ég til að mæta til starfa og takast á við áskorunina að gera Póstinn að framúrskarandi þjónustufyrirtæki,“ segir Georg. Íslandspóstur Vistaskipti Tengdar fréttir Starfsmönnum Íslandspósts tilkynnt um yfirvofandi uppsagnir Forstjóri Íslandspósts segir að umtalverður hluti millistjórnenda og skrifstofustarfsmanna verði sagt upp. Sársaukafyllstu aðgerðunum eigi að ljúka að mestu fyrir haustið. 3. júlí 2019 15:23 Ganga þurfi lengra í hagræðingu á starfsemi Íslandspósts Ríkisendurskoðandi gagnrýnir áætlanagerð fyrirtækisins sem hafi einkennst af of mikilli bjartsýni og skorti á samráði við stjórnvöld. Stjórnendur fyrirtækisins hafi hvorki brugðist nægilega hratt við vandanum né nægilega markvisst. 25. júní 2019 15:54 Íslandspóstur verði seldur við fyrsta tækifæri segir ráðherra Þegar umbætur á lagaumgjörð, sem gerðar hafa verið, og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts fari að skila árangri er ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 27. júní 2019 06:00 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
Georg Haraldsson mun taka við starfi forstöðumanns stafrænnar þjónustu hjá Íslandspósti í lok sumars, en hann mun stýra þróun og stefnumörkun á stafrænum þjónustuleiðum fyrirtækisins. Félagið gengur nú í gegnum mikið hagræðingarferli - „en við megum ekki missa sjónar af því að við verðum að bæta þjónustu til viðskiptavina og marka skýra sýn fyrir framtíð fyrirtækisins,“ að sögn Birgis Jónssonar, forstjóra Íslandspóst. Haft eftir forstjóranum í tilkynningu sem send er út vegna ráðningarinnar að Georg muni koma að góðum notum við þá vinnu. Hann hafi reynslu af alþjóðlegri sölustýringu og þróun rafrænna sölu- og markaðsdreifikerfa, en hann kemur til Póstsins frá Iceland Travel þar sem hann gegndi hlutverki forstöðumanns viðskiptastýringar. „Lykillinn að framúrskarandi þjónustu sem og aukinni hagræðingu er betri nýting á upplýsingatækni og því er ráðning Georgs og aukin áhersla á stafrænar lausnir gríðarlega mikilvægur hluti af umbreytingu fyrirtækisins,“ er haft eftir Birgi í tilkynningunni og bætt við: „Með ráðningum eins og þessari erum við að tryggja það að hópurinn sem fær það verkefni að umbylta Póstinum, sé vel samsettur af öflugu og kröftugu fólki sem vinnur saman að sameiginlegum markmiðum. Georg er mjög drífandi og reyndur stjórnandi úr alþjóðlegu umhverfi og það mun hjálpa okkur mikið í því stóra verkefni sem liggur fyrir.“Pósturinn eigi mikið inni Georg er tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og er einnig með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá HR og IE Business School. Hann er kvæntur Hjördísi Jónsdóttir, verkefnastjóra hjá Tulipop, og eiga þau fjögur börn. Georg kveðst spenntur fyrir nýja starfinu. „Pósturinn á mikið inni þegar kemur að stafrænum lausnum og nýir stjórnendur fyrirtækisins eru meðvitaðir um að þær eru mikilvægasta breytan í að bæta þjónustu við viðskiptavini og til þess að finna nýjar virðisaukandi þjónustuleiðir. Ég er þess fullviss að þetta verður krefjandi og jafnframt skemmtilegt verkefni og hlakka ég til að mæta til starfa og takast á við áskorunina að gera Póstinn að framúrskarandi þjónustufyrirtæki,“ segir Georg.
Íslandspóstur Vistaskipti Tengdar fréttir Starfsmönnum Íslandspósts tilkynnt um yfirvofandi uppsagnir Forstjóri Íslandspósts segir að umtalverður hluti millistjórnenda og skrifstofustarfsmanna verði sagt upp. Sársaukafyllstu aðgerðunum eigi að ljúka að mestu fyrir haustið. 3. júlí 2019 15:23 Ganga þurfi lengra í hagræðingu á starfsemi Íslandspósts Ríkisendurskoðandi gagnrýnir áætlanagerð fyrirtækisins sem hafi einkennst af of mikilli bjartsýni og skorti á samráði við stjórnvöld. Stjórnendur fyrirtækisins hafi hvorki brugðist nægilega hratt við vandanum né nægilega markvisst. 25. júní 2019 15:54 Íslandspóstur verði seldur við fyrsta tækifæri segir ráðherra Þegar umbætur á lagaumgjörð, sem gerðar hafa verið, og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts fari að skila árangri er ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 27. júní 2019 06:00 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
Starfsmönnum Íslandspósts tilkynnt um yfirvofandi uppsagnir Forstjóri Íslandspósts segir að umtalverður hluti millistjórnenda og skrifstofustarfsmanna verði sagt upp. Sársaukafyllstu aðgerðunum eigi að ljúka að mestu fyrir haustið. 3. júlí 2019 15:23
Ganga þurfi lengra í hagræðingu á starfsemi Íslandspósts Ríkisendurskoðandi gagnrýnir áætlanagerð fyrirtækisins sem hafi einkennst af of mikilli bjartsýni og skorti á samráði við stjórnvöld. Stjórnendur fyrirtækisins hafi hvorki brugðist nægilega hratt við vandanum né nægilega markvisst. 25. júní 2019 15:54
Íslandspóstur verði seldur við fyrsta tækifæri segir ráðherra Þegar umbætur á lagaumgjörð, sem gerðar hafa verið, og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts fari að skila árangri er ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 27. júní 2019 06:00