Bjarni kjörinn varaformaður bankaráðs AIIB Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2019 14:04 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var kjörinn varaformaður bankaráðs (e. board of governors) Asíska innviðafjárfestingarbankans (AIIB) á ársfundi bankans sem haldinn var í Lúxemborg á föstudag og laugardag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Í tilkynningu segir að AIIB sé „ung en öflug og ört vaxandi alþjóðafjármálastofnun“, stofnuð utan um samstarf þjóða til að taka á innviðafjárfestingarþörf í Asíu. Kínverjar höfðu forystu um stofnun bankans og er þetta í raun fyrsta alþjóðastofnunin sem þeir leiða. Bankinn hóf starfsemi í janúar 2016, eftir um 15 mánaða undirbúningstíma. Við skipulag bankans er byggt á reynslu alþjóðaþróunarbanka. „[..] og er áhersla lögð á opna, óháða og gagnsæja stjórnarhætti og skýr ábyrgðarskil,“ að því er segir í tilkynningu. Ísland var meðal 57 stofnenda, ásamt öllum Norðurlöndunum, en eftir ársfundinn í vikunni eru meðlimir orðnir 100. Hlutafé bankans er 100 milljarðar Bandaríkjadala. Ísland er í kjördæmi með Bretlandi, Danmörku, Noregi, Póllandi, Rúmeníu Sviss, Svíþjóð og Ungverjalandi. Löndin deila saman stjórnarmanni í bankanum sem nú er frá Bretlandi. Ísland var með varamann í stjórn fyrsta hálfa starfsár bankans og mun eiga varamann næst árin 2022-2024. Í vikunni samþykkti bankinn að fjármagna, ásamt efnahags- og þróunarbankanum, fyrsta jarðvarmaorkuverkefni bankans, í Tyrklandi, en að því koma tvö íslensk ráðgjafafyrirtæki. Bankinn hefur nú samþykkt fjárfestingar í 40 verkefnum í 27 löndum fyrir samtals um 8 milljarða dollara. Efnahagsmál Kína Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var kjörinn varaformaður bankaráðs (e. board of governors) Asíska innviðafjárfestingarbankans (AIIB) á ársfundi bankans sem haldinn var í Lúxemborg á föstudag og laugardag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Í tilkynningu segir að AIIB sé „ung en öflug og ört vaxandi alþjóðafjármálastofnun“, stofnuð utan um samstarf þjóða til að taka á innviðafjárfestingarþörf í Asíu. Kínverjar höfðu forystu um stofnun bankans og er þetta í raun fyrsta alþjóðastofnunin sem þeir leiða. Bankinn hóf starfsemi í janúar 2016, eftir um 15 mánaða undirbúningstíma. Við skipulag bankans er byggt á reynslu alþjóðaþróunarbanka. „[..] og er áhersla lögð á opna, óháða og gagnsæja stjórnarhætti og skýr ábyrgðarskil,“ að því er segir í tilkynningu. Ísland var meðal 57 stofnenda, ásamt öllum Norðurlöndunum, en eftir ársfundinn í vikunni eru meðlimir orðnir 100. Hlutafé bankans er 100 milljarðar Bandaríkjadala. Ísland er í kjördæmi með Bretlandi, Danmörku, Noregi, Póllandi, Rúmeníu Sviss, Svíþjóð og Ungverjalandi. Löndin deila saman stjórnarmanni í bankanum sem nú er frá Bretlandi. Ísland var með varamann í stjórn fyrsta hálfa starfsár bankans og mun eiga varamann næst árin 2022-2024. Í vikunni samþykkti bankinn að fjármagna, ásamt efnahags- og þróunarbankanum, fyrsta jarðvarmaorkuverkefni bankans, í Tyrklandi, en að því koma tvö íslensk ráðgjafafyrirtæki. Bankinn hefur nú samþykkt fjárfestingar í 40 verkefnum í 27 löndum fyrir samtals um 8 milljarða dollara.
Efnahagsmál Kína Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira