Ed Sheeran opnar sig og segist haldinn miklum félagskvíða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2019 18:38 Þrátt fyrir að vinna við að skemmta gríðarstórum hópum fólks er Sheeran lítið gefinn fyrir margmenni. Vísir/Getty Breski söngvarinn Ed Sheeran segist fá kvíðaköst á hverjum degi og að honum líði eins og „hann sé ekki mennskur“ þegar fólk starir á hann á almannafæri. Sheeran var í heljarlöngu viðtali við útvarpsmanninn Charlamagne Tha God á dögunum, til þess að ræða nýju plötuna sína No. 6 Collaborations Project. Þar ræddi hann um heima og geima og greindi meðal annars frá því að hann er kvæntur. Í viðtalinu greinir hinn 28 ára gamli Sheeran meðal annars frá því að hann hafi þurft að skera vinahópinn sinn niður í aðeins fjóra vini og eiginkonu hans. Þá hafi hann þurft að sleppa takinu af snjallsímanum, allt til þess að berjast gegn kvíðanum. „Ég fæ kvíðaköst daglega. Þau laumast aftan að manni. Ég er búinn að vera að vinna í þessu í átta ár og ég missti sónar á raunveruleikanum.“ Sheeran segist reyna að eiga fáa en trausta vini. „Ég á lágmarksfjölda vina svo ég viti að ég get treyst þeim öllum,“ segir Sheeran. Hann viðurkennir að félagskvíðinn sem plagar hann sé nokkuð kaldhæðnislegur, í ljósi þess að Sheeran hefur atvinnu af því að spila tónlist sína fyrir framan gríðarlegan fjölda fólks, hverju sinni. „Ég er ekki gefinn fyrir mikinn mannfjölda, sem er kaldhæðnislegt þar sem ég spila á tónleikum fyrir þúsundir manna. Ég er haldinn innilokunarkennd og mér finnst ekki gott að vera í kring um marga í einu,“ segir söngvarinn rauðbirkni. Þá segir hann myndatökur og undarleg augnaráð frá fólki valda honum óþægindum. „Mér finnst ekkert mál að tala við fólk. En þegar fólk tekur myndir af mér og starir á mig, þá líður mér skringilega. Það lætur mér líða eins og ég sé ekki mennskur. Ef þú vilt koma og spjalla við, jafnvel þí við höfum ekki hist, þá er það ekkert mál.“ Hann segir það slökkva áhuga hans á samskiptum við aðra þegar fólk endar samtöl á að biðja um myndir með honum. „Það kippir manni niður á jörðina. Ég er bara einhver 15 „læk“ á Instagram. Ekkert meira. Ég var einu sinni á Marilyn Manson tónleikum og einhver maður kom, tók í höndina á mér og sagðist kunna að meta tónlistina mína, það var allt og sumt.“ Sheeran segist kunna að meta þannig samskipti. „Það var svo þægilegt. Núna, ef ég fer á veitingastað, þá finnst mér best að borða í einrúmi. Ef ég borða í almennum sal þá er fólk að taka myndir af mér á meðan ég borða. Manni fer að líða eins og dýrir í dýragarði. Ég vil alls ekki kvarta, ég veit að ég er með frábæra vinnu og æðislegt líf. En þetta eru hlutirnir sem ég vil forðast.“ Bretland Tónlist Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Fleiri fréttir Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ Sjá meira
Breski söngvarinn Ed Sheeran segist fá kvíðaköst á hverjum degi og að honum líði eins og „hann sé ekki mennskur“ þegar fólk starir á hann á almannafæri. Sheeran var í heljarlöngu viðtali við útvarpsmanninn Charlamagne Tha God á dögunum, til þess að ræða nýju plötuna sína No. 6 Collaborations Project. Þar ræddi hann um heima og geima og greindi meðal annars frá því að hann er kvæntur. Í viðtalinu greinir hinn 28 ára gamli Sheeran meðal annars frá því að hann hafi þurft að skera vinahópinn sinn niður í aðeins fjóra vini og eiginkonu hans. Þá hafi hann þurft að sleppa takinu af snjallsímanum, allt til þess að berjast gegn kvíðanum. „Ég fæ kvíðaköst daglega. Þau laumast aftan að manni. Ég er búinn að vera að vinna í þessu í átta ár og ég missti sónar á raunveruleikanum.“ Sheeran segist reyna að eiga fáa en trausta vini. „Ég á lágmarksfjölda vina svo ég viti að ég get treyst þeim öllum,“ segir Sheeran. Hann viðurkennir að félagskvíðinn sem plagar hann sé nokkuð kaldhæðnislegur, í ljósi þess að Sheeran hefur atvinnu af því að spila tónlist sína fyrir framan gríðarlegan fjölda fólks, hverju sinni. „Ég er ekki gefinn fyrir mikinn mannfjölda, sem er kaldhæðnislegt þar sem ég spila á tónleikum fyrir þúsundir manna. Ég er haldinn innilokunarkennd og mér finnst ekki gott að vera í kring um marga í einu,“ segir söngvarinn rauðbirkni. Þá segir hann myndatökur og undarleg augnaráð frá fólki valda honum óþægindum. „Mér finnst ekkert mál að tala við fólk. En þegar fólk tekur myndir af mér og starir á mig, þá líður mér skringilega. Það lætur mér líða eins og ég sé ekki mennskur. Ef þú vilt koma og spjalla við, jafnvel þí við höfum ekki hist, þá er það ekkert mál.“ Hann segir það slökkva áhuga hans á samskiptum við aðra þegar fólk endar samtöl á að biðja um myndir með honum. „Það kippir manni niður á jörðina. Ég er bara einhver 15 „læk“ á Instagram. Ekkert meira. Ég var einu sinni á Marilyn Manson tónleikum og einhver maður kom, tók í höndina á mér og sagðist kunna að meta tónlistina mína, það var allt og sumt.“ Sheeran segist kunna að meta þannig samskipti. „Það var svo þægilegt. Núna, ef ég fer á veitingastað, þá finnst mér best að borða í einrúmi. Ef ég borða í almennum sal þá er fólk að taka myndir af mér á meðan ég borða. Manni fer að líða eins og dýrir í dýragarði. Ég vil alls ekki kvarta, ég veit að ég er með frábæra vinnu og æðislegt líf. En þetta eru hlutirnir sem ég vil forðast.“
Bretland Tónlist Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Fleiri fréttir Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ Sjá meira