Ed Sheeran opnar sig og segist haldinn miklum félagskvíða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2019 18:38 Þrátt fyrir að vinna við að skemmta gríðarstórum hópum fólks er Sheeran lítið gefinn fyrir margmenni. Vísir/Getty Breski söngvarinn Ed Sheeran segist fá kvíðaköst á hverjum degi og að honum líði eins og „hann sé ekki mennskur“ þegar fólk starir á hann á almannafæri. Sheeran var í heljarlöngu viðtali við útvarpsmanninn Charlamagne Tha God á dögunum, til þess að ræða nýju plötuna sína No. 6 Collaborations Project. Þar ræddi hann um heima og geima og greindi meðal annars frá því að hann er kvæntur. Í viðtalinu greinir hinn 28 ára gamli Sheeran meðal annars frá því að hann hafi þurft að skera vinahópinn sinn niður í aðeins fjóra vini og eiginkonu hans. Þá hafi hann þurft að sleppa takinu af snjallsímanum, allt til þess að berjast gegn kvíðanum. „Ég fæ kvíðaköst daglega. Þau laumast aftan að manni. Ég er búinn að vera að vinna í þessu í átta ár og ég missti sónar á raunveruleikanum.“ Sheeran segist reyna að eiga fáa en trausta vini. „Ég á lágmarksfjölda vina svo ég viti að ég get treyst þeim öllum,“ segir Sheeran. Hann viðurkennir að félagskvíðinn sem plagar hann sé nokkuð kaldhæðnislegur, í ljósi þess að Sheeran hefur atvinnu af því að spila tónlist sína fyrir framan gríðarlegan fjölda fólks, hverju sinni. „Ég er ekki gefinn fyrir mikinn mannfjölda, sem er kaldhæðnislegt þar sem ég spila á tónleikum fyrir þúsundir manna. Ég er haldinn innilokunarkennd og mér finnst ekki gott að vera í kring um marga í einu,“ segir söngvarinn rauðbirkni. Þá segir hann myndatökur og undarleg augnaráð frá fólki valda honum óþægindum. „Mér finnst ekkert mál að tala við fólk. En þegar fólk tekur myndir af mér og starir á mig, þá líður mér skringilega. Það lætur mér líða eins og ég sé ekki mennskur. Ef þú vilt koma og spjalla við, jafnvel þí við höfum ekki hist, þá er það ekkert mál.“ Hann segir það slökkva áhuga hans á samskiptum við aðra þegar fólk endar samtöl á að biðja um myndir með honum. „Það kippir manni niður á jörðina. Ég er bara einhver 15 „læk“ á Instagram. Ekkert meira. Ég var einu sinni á Marilyn Manson tónleikum og einhver maður kom, tók í höndina á mér og sagðist kunna að meta tónlistina mína, það var allt og sumt.“ Sheeran segist kunna að meta þannig samskipti. „Það var svo þægilegt. Núna, ef ég fer á veitingastað, þá finnst mér best að borða í einrúmi. Ef ég borða í almennum sal þá er fólk að taka myndir af mér á meðan ég borða. Manni fer að líða eins og dýrir í dýragarði. Ég vil alls ekki kvarta, ég veit að ég er með frábæra vinnu og æðislegt líf. En þetta eru hlutirnir sem ég vil forðast.“ Bretland Tónlist Mest lesið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Fleiri fréttir Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Sjá meira
Breski söngvarinn Ed Sheeran segist fá kvíðaköst á hverjum degi og að honum líði eins og „hann sé ekki mennskur“ þegar fólk starir á hann á almannafæri. Sheeran var í heljarlöngu viðtali við útvarpsmanninn Charlamagne Tha God á dögunum, til þess að ræða nýju plötuna sína No. 6 Collaborations Project. Þar ræddi hann um heima og geima og greindi meðal annars frá því að hann er kvæntur. Í viðtalinu greinir hinn 28 ára gamli Sheeran meðal annars frá því að hann hafi þurft að skera vinahópinn sinn niður í aðeins fjóra vini og eiginkonu hans. Þá hafi hann þurft að sleppa takinu af snjallsímanum, allt til þess að berjast gegn kvíðanum. „Ég fæ kvíðaköst daglega. Þau laumast aftan að manni. Ég er búinn að vera að vinna í þessu í átta ár og ég missti sónar á raunveruleikanum.“ Sheeran segist reyna að eiga fáa en trausta vini. „Ég á lágmarksfjölda vina svo ég viti að ég get treyst þeim öllum,“ segir Sheeran. Hann viðurkennir að félagskvíðinn sem plagar hann sé nokkuð kaldhæðnislegur, í ljósi þess að Sheeran hefur atvinnu af því að spila tónlist sína fyrir framan gríðarlegan fjölda fólks, hverju sinni. „Ég er ekki gefinn fyrir mikinn mannfjölda, sem er kaldhæðnislegt þar sem ég spila á tónleikum fyrir þúsundir manna. Ég er haldinn innilokunarkennd og mér finnst ekki gott að vera í kring um marga í einu,“ segir söngvarinn rauðbirkni. Þá segir hann myndatökur og undarleg augnaráð frá fólki valda honum óþægindum. „Mér finnst ekkert mál að tala við fólk. En þegar fólk tekur myndir af mér og starir á mig, þá líður mér skringilega. Það lætur mér líða eins og ég sé ekki mennskur. Ef þú vilt koma og spjalla við, jafnvel þí við höfum ekki hist, þá er það ekkert mál.“ Hann segir það slökkva áhuga hans á samskiptum við aðra þegar fólk endar samtöl á að biðja um myndir með honum. „Það kippir manni niður á jörðina. Ég er bara einhver 15 „læk“ á Instagram. Ekkert meira. Ég var einu sinni á Marilyn Manson tónleikum og einhver maður kom, tók í höndina á mér og sagðist kunna að meta tónlistina mína, það var allt og sumt.“ Sheeran segist kunna að meta þannig samskipti. „Það var svo þægilegt. Núna, ef ég fer á veitingastað, þá finnst mér best að borða í einrúmi. Ef ég borða í almennum sal þá er fólk að taka myndir af mér á meðan ég borða. Manni fer að líða eins og dýrir í dýragarði. Ég vil alls ekki kvarta, ég veit að ég er með frábæra vinnu og æðislegt líf. En þetta eru hlutirnir sem ég vil forðast.“
Bretland Tónlist Mest lesið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Fleiri fréttir Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Sjá meira