Stjörnum prýdd plata Ed Sheeran komin út Andri Eysteinsson skrifar 12. júlí 2019 10:36 Sheeran naut aðstoðar margra af vinsælustu tónlistarmanna heims við gerð plötunnar. Getty/Mike Marsland Enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran, sem væntanlegur er til Íslands í ágúst þar sem hann mun spila á tvennum tónleikum á Laugardalsvelli, gaf í dag út sína fjórðu plötu, No. 6. Collaborations Project. Sheeran er alls ekki eini listamaðurinn á plötunni því með honum er einvala lið vinsælustu tónlistarmanna heims. Til dæmis má þar nefna Camilu Cabello og Cardi B., sem koma fram með Sheeran í laginu South of the Border, í laginu Take Me Back To London er Stormzy fyrirferðamikill. Þá syngur Justin Bieber í laginu I Don‘t Care og rapparinn Travis Scott á sínar línur i laginu Anti Social. Rappgoðin Eminem og 50 Cent leiða þá hesta sína saman með hestum Ed Sheeran í laginu Remember the Name. Þá eru óupptaldir listamenn á boðr við Bruno Mars, Ella Mai, H.E.R. Skrillex, Khalid, Chance the Rapper og Meek Mill að öðrum ólöstuðum. Fyrri plötur Sheeran, +, x og ÷ hafa allar náð toppsæti breska vinsældalistans og spennandi að sjá hvort þessi fjórða plata söngvarans nái sömu hæðum.Hér að neðan má sjá lagalistann og hlusta á plötuna á Spotify. Ed Sheeran á Íslandi Tónlist Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran, sem væntanlegur er til Íslands í ágúst þar sem hann mun spila á tvennum tónleikum á Laugardalsvelli, gaf í dag út sína fjórðu plötu, No. 6. Collaborations Project. Sheeran er alls ekki eini listamaðurinn á plötunni því með honum er einvala lið vinsælustu tónlistarmanna heims. Til dæmis má þar nefna Camilu Cabello og Cardi B., sem koma fram með Sheeran í laginu South of the Border, í laginu Take Me Back To London er Stormzy fyrirferðamikill. Þá syngur Justin Bieber í laginu I Don‘t Care og rapparinn Travis Scott á sínar línur i laginu Anti Social. Rappgoðin Eminem og 50 Cent leiða þá hesta sína saman með hestum Ed Sheeran í laginu Remember the Name. Þá eru óupptaldir listamenn á boðr við Bruno Mars, Ella Mai, H.E.R. Skrillex, Khalid, Chance the Rapper og Meek Mill að öðrum ólöstuðum. Fyrri plötur Sheeran, +, x og ÷ hafa allar náð toppsæti breska vinsældalistans og spennandi að sjá hvort þessi fjórða plata söngvarans nái sömu hæðum.Hér að neðan má sjá lagalistann og hlusta á plötuna á Spotify.
Ed Sheeran á Íslandi Tónlist Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira