Rúnar Páll: Drullufúll að hafa fengið þetta mark á okkur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júlí 2019 22:34 Rúnar Páll var ánægður með frammistöðu Stjörnunnar gegn Levadia Tallinn. vísir/daníel Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki fullkomlega sáttur með 2-1 sigurinn á Levadia Tallinn í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Frammistaða Stjörnumanna var honum að skapi en hann var svekktur með markið sem þeir fengu á sig á 79. mínútu. „Ef ég á að vera alveg heiðarlegur er ég drullufúll að hafa fengið þetta mark á okkur,“ sagði Rúnar Páll í samtali við Vísi eftir leik. „Það var gott að vinna þetta lið. Það var mikill kraftur í okkur, við spiluðum heilt yfir mjög vel og fengum fullt af færum. Við vorum reyndar heppnir að fá ekki á okkur mark í byrjun leiks en vorum heilt yfir með góða stjórn á honum og unnum hann. Maður á að vera ánægður með það. Við þurfum að spila eins vel og við gerðum í kvöld í útileiknum.“ Stjarnan fékk vítaspyrnu, sem fór forgörðum, en hefði átt að fá aðra þegar fyrirliði Levadia, Dmitri Kruglov, varði skalla Martins Rauschenberg með hendi á línu. „Ég sá það ekki en viðbrögð leikmannanna voru þannig að þetta væri klárt víti. Það er svekkjandi en þetta er ekki í fyrsta sinn í sumar sem mörk eru tekin af okkur. Við erum orðnir vanir þessu. En við erum 2-1 yfir en það var helvíti fúlt að fá útivallarmark á sig. Vonandi verður þetta ekkert kjaftæði eftir viku,“ sagði Rúnar Páll. Hann var ánægður með mörkin tvö sem Stjarnan skoraði í leiknum. „Þetta voru frábær mörk og frábærlega afgreitt hjá Þorsteini [Má Ragnarssyni] eftir góðar sóknir. Við fengum líka fleiri og klúðruðum því miður víti. Það er mjög óvanalegt hjá Hilmari [Árna Halldórssyni] en það geta allir klikkað. Ég er ánægður með leikinn og frammistöðu okkar og það var gott að vinna.“ Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Levadia Tallinn 2-1 │Stjarnan fer með naumt forskot til Eistlands | Sjáðu mörkin Stjarnan var í góðri stöðu en fékk óþarfa mark á sig. Liðið fer því með naumt forskot til Eistlands í næstu viku. 11. júlí 2019 22:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki fullkomlega sáttur með 2-1 sigurinn á Levadia Tallinn í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Frammistaða Stjörnumanna var honum að skapi en hann var svekktur með markið sem þeir fengu á sig á 79. mínútu. „Ef ég á að vera alveg heiðarlegur er ég drullufúll að hafa fengið þetta mark á okkur,“ sagði Rúnar Páll í samtali við Vísi eftir leik. „Það var gott að vinna þetta lið. Það var mikill kraftur í okkur, við spiluðum heilt yfir mjög vel og fengum fullt af færum. Við vorum reyndar heppnir að fá ekki á okkur mark í byrjun leiks en vorum heilt yfir með góða stjórn á honum og unnum hann. Maður á að vera ánægður með það. Við þurfum að spila eins vel og við gerðum í kvöld í útileiknum.“ Stjarnan fékk vítaspyrnu, sem fór forgörðum, en hefði átt að fá aðra þegar fyrirliði Levadia, Dmitri Kruglov, varði skalla Martins Rauschenberg með hendi á línu. „Ég sá það ekki en viðbrögð leikmannanna voru þannig að þetta væri klárt víti. Það er svekkjandi en þetta er ekki í fyrsta sinn í sumar sem mörk eru tekin af okkur. Við erum orðnir vanir þessu. En við erum 2-1 yfir en það var helvíti fúlt að fá útivallarmark á sig. Vonandi verður þetta ekkert kjaftæði eftir viku,“ sagði Rúnar Páll. Hann var ánægður með mörkin tvö sem Stjarnan skoraði í leiknum. „Þetta voru frábær mörk og frábærlega afgreitt hjá Þorsteini [Má Ragnarssyni] eftir góðar sóknir. Við fengum líka fleiri og klúðruðum því miður víti. Það er mjög óvanalegt hjá Hilmari [Árna Halldórssyni] en það geta allir klikkað. Ég er ánægður með leikinn og frammistöðu okkar og það var gott að vinna.“
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Levadia Tallinn 2-1 │Stjarnan fer með naumt forskot til Eistlands | Sjáðu mörkin Stjarnan var í góðri stöðu en fékk óþarfa mark á sig. Liðið fer því með naumt forskot til Eistlands í næstu viku. 11. júlí 2019 22:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Levadia Tallinn 2-1 │Stjarnan fer með naumt forskot til Eistlands | Sjáðu mörkin Stjarnan var í góðri stöðu en fékk óþarfa mark á sig. Liðið fer því með naumt forskot til Eistlands í næstu viku. 11. júlí 2019 22:30