Gústi Gylfa: „Mjög taktískur leikur og mjög gott lið frá Vaduz“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. júlí 2019 22:22 Ágúst vildi þétta raðirnar fyrir leikinn við Vaduz og það tókst heldur betur vísir/bára Ágúst Þór Gylfason sagði leik Breiðabliks og Vaduz í kvöld hafa verið taktískan en hann hefði viljað sjá sitt lið beinskeyttara í að refsa gestunum frá Liecthenstein. „Taktískur leikur. Einhver færi, kannski eitt, tvö á hvort lið, en mjög taktískur leikur og mjög gott lið frá Vaduz,“ sagði Ágúst inntur eftir fyrstu viðbrögðum í leikslok. Liðin gerðu markalaust jafntefli og er því allt opið fyrir seinni leikinn í Liechtenstein eftir viku, en liðin eigast við í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. „Þeir eru mjög góðir í að halda boltanum og við þurftum að hafa fyrir hlutunum og hlaupa mikið. Við vorum þéttir og gáfum ekki mikið af færum á okkur. Ég hefði viljað vera aðeins beinskeyttari og refsa þeim aðeins meira fyrir það að halda boltanum svona vel.“ Blikar voru, líkt og Ágúst sagði, mjög þéttir til baka og vörðust vel en það var lítið að frétta frá þeim sóknarlega og langir kaflar þar sem þeir ógnuðu marki gestanna ekki neitt. „Það var í báðar áttir fannst mér. Við erum búnir að fá mikið af mörkum á okkur núna í deildinni og ákváðum það að þétta raðirnar og gerðum það vel. Héldum markinu hreinu og það var flott.“ „Nú förum við á þeirra heimavöll og þá gildir útivallarmark, getur verið, og við þurfum að setja mark á þá, það er klárt, og ætlum að gera það.“ Fyrir Evrópuleikina í vikunni var aðeins rætt að Breiðablik væri líklega það lið sem ætti greiðustu leiðina í aðra umferð, var lið Vaduz sterkara en Ágúst bjóst við? „Þetta er á svipuðu róli. Mér finnst þetta gott lið, þeir eru góðir í fótbolta og geta haldið boltanum vel. Þeir leikir sem ég hef séð þá spila þá eru þeir yfirleitt með yfirhöndina í að halda bolta og gera það bara mjög vel.“ „En tækifærin eru að refsa þeim þegar þeir ætla að halda boltanum inn á okkar vallarhelmingi, vinna boltann þar og sækja hratt og skora mörk á þá, það er leiðin á þá,“ sagði Ágúst Þór Gylfason. Evrópudeild UEFA Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Sjá meira
Ágúst Þór Gylfason sagði leik Breiðabliks og Vaduz í kvöld hafa verið taktískan en hann hefði viljað sjá sitt lið beinskeyttara í að refsa gestunum frá Liecthenstein. „Taktískur leikur. Einhver færi, kannski eitt, tvö á hvort lið, en mjög taktískur leikur og mjög gott lið frá Vaduz,“ sagði Ágúst inntur eftir fyrstu viðbrögðum í leikslok. Liðin gerðu markalaust jafntefli og er því allt opið fyrir seinni leikinn í Liechtenstein eftir viku, en liðin eigast við í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. „Þeir eru mjög góðir í að halda boltanum og við þurftum að hafa fyrir hlutunum og hlaupa mikið. Við vorum þéttir og gáfum ekki mikið af færum á okkur. Ég hefði viljað vera aðeins beinskeyttari og refsa þeim aðeins meira fyrir það að halda boltanum svona vel.“ Blikar voru, líkt og Ágúst sagði, mjög þéttir til baka og vörðust vel en það var lítið að frétta frá þeim sóknarlega og langir kaflar þar sem þeir ógnuðu marki gestanna ekki neitt. „Það var í báðar áttir fannst mér. Við erum búnir að fá mikið af mörkum á okkur núna í deildinni og ákváðum það að þétta raðirnar og gerðum það vel. Héldum markinu hreinu og það var flott.“ „Nú förum við á þeirra heimavöll og þá gildir útivallarmark, getur verið, og við þurfum að setja mark á þá, það er klárt, og ætlum að gera það.“ Fyrir Evrópuleikina í vikunni var aðeins rætt að Breiðablik væri líklega það lið sem ætti greiðustu leiðina í aðra umferð, var lið Vaduz sterkara en Ágúst bjóst við? „Þetta er á svipuðu róli. Mér finnst þetta gott lið, þeir eru góðir í fótbolta og geta haldið boltanum vel. Þeir leikir sem ég hef séð þá spila þá eru þeir yfirleitt með yfirhöndina í að halda bolta og gera það bara mjög vel.“ „En tækifærin eru að refsa þeim þegar þeir ætla að halda boltanum inn á okkar vallarhelmingi, vinna boltann þar og sækja hratt og skora mörk á þá, það er leiðin á þá,“ sagði Ágúst Þór Gylfason.
Evrópudeild UEFA Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Sjá meira