170 laxa vika í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 12. júlí 2019 10:00 Alls veiddust 170 laxar í Eystri Rangá í vikunni sem leið Mynd: ranga.is Í vikulegum veiðitölum á vef Landssambands Veiðifélaga er ekki að sjá að allar árnar séu í slæmum málum og greinilegt að Eystri Rangá er í blómstra. Vikan í Eystri Rangá skilaði samtals 170 löxum og það er feykna kraftur í göngunum þar þessa dagana. Lax sést á öllum svæðum og áin hefur verið að sýna sínar bestu hliðar. Með þurrkinum sem hefur dunið á veiðimönnum á suður og vesturlandi eru veiðiþyrstir menn og konur farnir að horfa hýru auga á árnar sem eru ekki að basla við vatnsleysi og þar standa upp úr ár eins og Eystri Rangá, Ytri Rangá, Urriðafoss, Skjálfandafljót, Jökla, Sogið og Blanda bara svo nokkrar séu nefndar. Flestir veiðileyfasalar sem selja leyfi í þessar hljóta að fara finna fyrri auknum áhuga á lausum dögum því ekki er ennþá útlit fyrir nægjanlega rigningu næstu sjö daga til að breyta málum í þeim ám sem eru hvað mest kvaldar af vatnsleysi. Mest lesið 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði
Í vikulegum veiðitölum á vef Landssambands Veiðifélaga er ekki að sjá að allar árnar séu í slæmum málum og greinilegt að Eystri Rangá er í blómstra. Vikan í Eystri Rangá skilaði samtals 170 löxum og það er feykna kraftur í göngunum þar þessa dagana. Lax sést á öllum svæðum og áin hefur verið að sýna sínar bestu hliðar. Með þurrkinum sem hefur dunið á veiðimönnum á suður og vesturlandi eru veiðiþyrstir menn og konur farnir að horfa hýru auga á árnar sem eru ekki að basla við vatnsleysi og þar standa upp úr ár eins og Eystri Rangá, Ytri Rangá, Urriðafoss, Skjálfandafljót, Jökla, Sogið og Blanda bara svo nokkrar séu nefndar. Flestir veiðileyfasalar sem selja leyfi í þessar hljóta að fara finna fyrri auknum áhuga á lausum dögum því ekki er ennþá útlit fyrir nægjanlega rigningu næstu sjö daga til að breyta málum í þeim ám sem eru hvað mest kvaldar af vatnsleysi.
Mest lesið 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði