United-menn sleppa ekki við Liverpool stríðnina í Ástralíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2019 12:30 Liverpool-maðurinn Virgil van Dijk með Meistaradeildarbikarinn í vor. Getty/VI Images Manchester United liðið er nú statt hinum megin á hnettinum í æfingaferð í Asíu og menn héldu kannski að þeir væru lausir við Liverpool kyndingarnar. Svo er þó ekki. United liðið byrjaði á því að fara til Ástralíu en svo taka við leikir í Singapúr og Kína. Fyrsti æfingarleikurinn er á móti Perth Glory í Perth á Vesturströnd Ástralíu. Síðasta tímabil Manchester United var stuðningsmönnum þess mjög erfitt. Liðið vann engan titil og endaði í sjötta sæti deildarinnar. Það verður því engin Meistaradeild á Old Trafford á næstu leiktíð. Það sem er verra að erkifjendurnir úr Bítlaborginni fóru alla leið í Meistaradeildinni og nágrannarnir í Manchester borg unnu heima-þrennuna svokölluðu fyrstir enskra félaga. Fjórir titlar síðasta tímabils enduðu því hjá þessum tveimur höfuðandstæðingum Manchester United. Það hefur líka verið smá rembingur í stuðningsmönnum Liverpool eftir síðasta tímabil þar sem Liverpool vann Meistaradeildina og endaði 31 stigum á undan Manchester United í ensku deildinni. Það er líka alltaf von á stuðningsmanni Liverpool eins og United fékk að upplifa í Perth. ESPN segir frá einum Liverpool manni sem var alveg til í að eyða dágóðum pening í smá stríðni. Someone has paid for a plane to fly over Man Utd's training camp with a banner reading: 'Liverpool FC - 6 X European Champions!' pic.twitter.com/1QaKY00XrN — ESPN FC (@ESPNFC) July 11, 2019Eins og sést hér fyrir ofan þá leigði umræddur stuðningsmaður flugvél til að fljúga yfir æfingasvæði Manchester United með borða þar sem stóð að Liverpool væri sexfaldur Evrópumeistari meistaraliða. Liverpool varð einnig Evrópumeistari 1977, 1978, 1981, 1984 og 2005. Manchester United hefur unnið Evrópukeppni meistaraliða þrisvar sinnum eða 1968, 1999 og 2008. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjá meira
Manchester United liðið er nú statt hinum megin á hnettinum í æfingaferð í Asíu og menn héldu kannski að þeir væru lausir við Liverpool kyndingarnar. Svo er þó ekki. United liðið byrjaði á því að fara til Ástralíu en svo taka við leikir í Singapúr og Kína. Fyrsti æfingarleikurinn er á móti Perth Glory í Perth á Vesturströnd Ástralíu. Síðasta tímabil Manchester United var stuðningsmönnum þess mjög erfitt. Liðið vann engan titil og endaði í sjötta sæti deildarinnar. Það verður því engin Meistaradeild á Old Trafford á næstu leiktíð. Það sem er verra að erkifjendurnir úr Bítlaborginni fóru alla leið í Meistaradeildinni og nágrannarnir í Manchester borg unnu heima-þrennuna svokölluðu fyrstir enskra félaga. Fjórir titlar síðasta tímabils enduðu því hjá þessum tveimur höfuðandstæðingum Manchester United. Það hefur líka verið smá rembingur í stuðningsmönnum Liverpool eftir síðasta tímabil þar sem Liverpool vann Meistaradeildina og endaði 31 stigum á undan Manchester United í ensku deildinni. Það er líka alltaf von á stuðningsmanni Liverpool eins og United fékk að upplifa í Perth. ESPN segir frá einum Liverpool manni sem var alveg til í að eyða dágóðum pening í smá stríðni. Someone has paid for a plane to fly over Man Utd's training camp with a banner reading: 'Liverpool FC - 6 X European Champions!' pic.twitter.com/1QaKY00XrN — ESPN FC (@ESPNFC) July 11, 2019Eins og sést hér fyrir ofan þá leigði umræddur stuðningsmaður flugvél til að fljúga yfir æfingasvæði Manchester United með borða þar sem stóð að Liverpool væri sexfaldur Evrópumeistari meistaraliða. Liverpool varð einnig Evrópumeistari 1977, 1978, 1981, 1984 og 2005. Manchester United hefur unnið Evrópukeppni meistaraliða þrisvar sinnum eða 1968, 1999 og 2008.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjá meira