Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði AIK sem vann 2-0 sigur gegn Sirius í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Kolbeinn spilaði tæpan klukkutíma en hann var tekinn af velli á 57. mínútu. Stuttu áður hafði Chinedu Obasi komið AIK yfir.
Henok Goitom tvöfaldaði forystu gestanna á 65. mínútu og þar við sat, lokatölur urðu 2-0.
AIK fer því á topp deildarinnar með eins stigs forskot á Malmö sem þó á leik til góða.
