Rafrettuframleiðandi sakaður um að herja á börn Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2019 08:26 James Monsees, einn æðstu stjórnenda Juul, sór eið fyrir þingnefnd í gær. AP/Susan Walsh Bandarískir þingmenn sökuðu rafrettuframleiðandann Juul um að hafa beitt sér sérstaklega til að ná til barna og ungmenna, þar á meðal í skólum og sumarbúðum. Gögn sem bandarísk þingnefnd fékk benda til þess að fyrirtækið hafi skipulagt slíkar búðir til að markaðssetja sig beint við börn á skólaaldri. Í yfirheyrslum og tugum þúsunda skjala sem efnahags- og neytendastefnuundirnefnd eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fékk afhent kom fram að Juul ræki sérstaka deild sem ynni að því að fá skóla til að leyfa fyrirtækinu að kynna sig beint við nemendur. Í sumum tilfellum hafi Juul greitt skólunum til að fá aðgang að nemendum í tímum, sumarskólum og viðburðum um helgar, að sögn Washington Post. Juul greiddi þannig jafnvirði rúmra sextán milljóna króna til að skipuleggja fimm vikna sumarbúðir fyrir áttatíu nemendur einkaskóla í Maryland. Á blaði var markmið búðanna að kenna börnunum um heilbrigðan lífsstíl, sérstaklega börn úr lægri stéttum sem væri sérstaklega hætt við að taka slæmar ákvarðanir varðandi heilsu sína. Yngstu börnin voru átta til níu ára gömul. Tölvupóstar stjórnenda Juul sem þingnefndin fékk afhenta sýndu að sumir þeirra höfðu áhyggjur af því að verkefnis fyrirtækisins með börnum og ungmennum minnti ískyggilega á þau sem stóru tóbaksfyrirtækin höfðu rekið áður fyrr og voru harðlega gagnrýnd á sínum tíma. Rafrettuframleiðendur eins og Juul hafa sætt gagnrýni fyrir brögð sem þeir hafa beitt til að ná til ungmenna, þar á meðal með fjölda bragðtegunda og með því að greiða áhrifavöldum á samfélagsmiðlum til að auglýsa rafrettur.Rafsígarettur hafa notið vaxandi vinsælda undanfarin ár. Deilt er um heilsufarsáhrif þeirra.Vísir/EPANotkun táninga á rafrettum í Bandaríkjunum hefur aukist mikið, um 78% hjá framhaldsskólanemum frá 2017 til 2018, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fulltrúar Juul fullyrtu við þingnefndina að markhópur þess hefði verið frá upphafi fullorðið reykingafólk. Verkefnin sem náðu til barna og ungmanna hafi átt að fræða ungt fólk um hættur nikótínfíknar. Þeim hafi verið hætt eftir að fyrirtækið áttaði sig á að þau gætu verið litin hornauga. „Juul er ekki eitt af stóru tókbaksfyrirtækjunum,“ sagði James Monsees, einn stofnenda fyrirtækisins, við þingnefndina. Juul er engu að síður í rúmlega þriðjungs eigu Altri-hópsins sem á tókbaksfyrirtækið Marlboro. Fyrirtækið segist hafa hætt að auglýsa sig á samfélagsmiðlum í haust. Þá hafi bragðtegundum sem það býður upp á verið fækkað. Táningar komu fyrir þingnefndina og báru vitni um að fulltrúar Juul hefðu sagt ungmennum í skólanum þeirra að rafrettur væru algerlega öruggar til notkunar en að þau ættu ekki að kaupa þær. Bandaríkin Rafrettur Tengdar fréttir San Francisco fyrsta borgin til þess að banna rafrettur Borgaryfirvöld í San Francisco hafa samþykkt að banna sölu á rafrettum í borginni og verður netverslunum bannað að senda þær á heimilisföng innan borgarmarkanna. 25. júní 2019 22:04 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Bandarískir þingmenn sökuðu rafrettuframleiðandann Juul um að hafa beitt sér sérstaklega til að ná til barna og ungmenna, þar á meðal í skólum og sumarbúðum. Gögn sem bandarísk þingnefnd fékk benda til þess að fyrirtækið hafi skipulagt slíkar búðir til að markaðssetja sig beint við börn á skólaaldri. Í yfirheyrslum og tugum þúsunda skjala sem efnahags- og neytendastefnuundirnefnd eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fékk afhent kom fram að Juul ræki sérstaka deild sem ynni að því að fá skóla til að leyfa fyrirtækinu að kynna sig beint við nemendur. Í sumum tilfellum hafi Juul greitt skólunum til að fá aðgang að nemendum í tímum, sumarskólum og viðburðum um helgar, að sögn Washington Post. Juul greiddi þannig jafnvirði rúmra sextán milljóna króna til að skipuleggja fimm vikna sumarbúðir fyrir áttatíu nemendur einkaskóla í Maryland. Á blaði var markmið búðanna að kenna börnunum um heilbrigðan lífsstíl, sérstaklega börn úr lægri stéttum sem væri sérstaklega hætt við að taka slæmar ákvarðanir varðandi heilsu sína. Yngstu börnin voru átta til níu ára gömul. Tölvupóstar stjórnenda Juul sem þingnefndin fékk afhenta sýndu að sumir þeirra höfðu áhyggjur af því að verkefnis fyrirtækisins með börnum og ungmennum minnti ískyggilega á þau sem stóru tóbaksfyrirtækin höfðu rekið áður fyrr og voru harðlega gagnrýnd á sínum tíma. Rafrettuframleiðendur eins og Juul hafa sætt gagnrýni fyrir brögð sem þeir hafa beitt til að ná til ungmenna, þar á meðal með fjölda bragðtegunda og með því að greiða áhrifavöldum á samfélagsmiðlum til að auglýsa rafrettur.Rafsígarettur hafa notið vaxandi vinsælda undanfarin ár. Deilt er um heilsufarsáhrif þeirra.Vísir/EPANotkun táninga á rafrettum í Bandaríkjunum hefur aukist mikið, um 78% hjá framhaldsskólanemum frá 2017 til 2018, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fulltrúar Juul fullyrtu við þingnefndina að markhópur þess hefði verið frá upphafi fullorðið reykingafólk. Verkefnin sem náðu til barna og ungmanna hafi átt að fræða ungt fólk um hættur nikótínfíknar. Þeim hafi verið hætt eftir að fyrirtækið áttaði sig á að þau gætu verið litin hornauga. „Juul er ekki eitt af stóru tókbaksfyrirtækjunum,“ sagði James Monsees, einn stofnenda fyrirtækisins, við þingnefndina. Juul er engu að síður í rúmlega þriðjungs eigu Altri-hópsins sem á tókbaksfyrirtækið Marlboro. Fyrirtækið segist hafa hætt að auglýsa sig á samfélagsmiðlum í haust. Þá hafi bragðtegundum sem það býður upp á verið fækkað. Táningar komu fyrir þingnefndina og báru vitni um að fulltrúar Juul hefðu sagt ungmennum í skólanum þeirra að rafrettur væru algerlega öruggar til notkunar en að þau ættu ekki að kaupa þær.
Bandaríkin Rafrettur Tengdar fréttir San Francisco fyrsta borgin til þess að banna rafrettur Borgaryfirvöld í San Francisco hafa samþykkt að banna sölu á rafrettum í borginni og verður netverslunum bannað að senda þær á heimilisföng innan borgarmarkanna. 25. júní 2019 22:04 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
San Francisco fyrsta borgin til þess að banna rafrettur Borgaryfirvöld í San Francisco hafa samþykkt að banna sölu á rafrettum í borginni og verður netverslunum bannað að senda þær á heimilisföng innan borgarmarkanna. 25. júní 2019 22:04