Óli Jóh: Vildi að við hefðum þorað að halda boltanum meira Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. júlí 2019 21:10 Ólafur var í Evrópudressinu í kvöld vísir/bára Valur gerði súrsætt 1-1 jafntefli við Ludogorets í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var sáttur við frammistöðu sinna manna. Lasse Petry kom Val yfir snemma leiks með góðu marki, nýtti sér að markmaður Ludogorets var illa staðsettur. Abel Anicet jafnaði hins vegar metin í uppbótartíma seinni hálfeiks. „Fínn leikur af okkar hálfu og ég er ánægður með liðið okkar,“ sagði Ólafur í leikslok. „Auðvitað er fúlt að fá á sig mark svona í restina en það var farið að draga af okkur og þá oft gleyma menn sér.“ Valsmenn bökkuðu aðeins eftir að þeir skoruðu sitt mark en voru nærri allan seinni hálfleikinn bara í vörn. Fóru þeir kannski aðeins of snemma að verja forskotið? „Nei, nei. Við vorum náttúrulega að verja hana frá því við komumst yfir.“ „Í þessari keppni eru andstæðingarnir oftast mikið meira með boltann og skapari en við. En það þarf að skipuleggja varnarleikinn vel og við gerðum það. Þeir voru ekki að skapa sér mörg færi þannig að heilt yfir frábær frammistaða.“ Umræðan fyrir leikinn var á þann veg að þessi andstæðingur væri jafnvel sterkari heldur en Maribor, fannst Ólafi þeir sýna það í kvöld? „Þeir eru aggressívari og eru öflugri fram á við, en ekki eins öflugir til baka.“ „Ég hefði viljað að við hefðum þorað aðeins meira að halda boltanum og spila okkur í gegnum fyrstu vörn, þá hefðum við búið til fleiri færi.“ Þrátt fyrir að það hafi verið skellur að fá á sig markið undir lokin er staðan jöfn og allt opið fyrir seinni leikinn. „Hann er eftir og staðan er jöfn þannig lagað, þeir náttúrulega skora mark á útivelli, en við verðum klárir í leikinn úti,“ sagði Ólafur Jóhannesson. Evrópudeild UEFA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira
Valur gerði súrsætt 1-1 jafntefli við Ludogorets í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var sáttur við frammistöðu sinna manna. Lasse Petry kom Val yfir snemma leiks með góðu marki, nýtti sér að markmaður Ludogorets var illa staðsettur. Abel Anicet jafnaði hins vegar metin í uppbótartíma seinni hálfeiks. „Fínn leikur af okkar hálfu og ég er ánægður með liðið okkar,“ sagði Ólafur í leikslok. „Auðvitað er fúlt að fá á sig mark svona í restina en það var farið að draga af okkur og þá oft gleyma menn sér.“ Valsmenn bökkuðu aðeins eftir að þeir skoruðu sitt mark en voru nærri allan seinni hálfleikinn bara í vörn. Fóru þeir kannski aðeins of snemma að verja forskotið? „Nei, nei. Við vorum náttúrulega að verja hana frá því við komumst yfir.“ „Í þessari keppni eru andstæðingarnir oftast mikið meira með boltann og skapari en við. En það þarf að skipuleggja varnarleikinn vel og við gerðum það. Þeir voru ekki að skapa sér mörg færi þannig að heilt yfir frábær frammistaða.“ Umræðan fyrir leikinn var á þann veg að þessi andstæðingur væri jafnvel sterkari heldur en Maribor, fannst Ólafi þeir sýna það í kvöld? „Þeir eru aggressívari og eru öflugri fram á við, en ekki eins öflugir til baka.“ „Ég hefði viljað að við hefðum þorað aðeins meira að halda boltanum og spila okkur í gegnum fyrstu vörn, þá hefðum við búið til fleiri færi.“ Þrátt fyrir að það hafi verið skellur að fá á sig markið undir lokin er staðan jöfn og allt opið fyrir seinni leikinn. „Hann er eftir og staðan er jöfn þannig lagað, þeir náttúrulega skora mark á útivelli, en við verðum klárir í leikinn úti,“ sagði Ólafur Jóhannesson.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira