Náttúruperla sem ekki varð námusvæði Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson skrifar 25. júlí 2019 09:00 Í Loðmundarskriðum er aragrúi af tjörnum og mikill gróður og fuglalíf. Víknaslóðir á Norðausturlandi eru tvímælalaust á meðal skemmtilegustu göngusvæða á Íslandi. Þarna eru sérlega litrík fjöll sem tróna á milli iðgrænna og djúpra fjarða. Einn af þeim er Loðmundarfjörður sem er með afskekktustu fjörðum á Íslandi þótt þangað sé hægt sé komast akandi á sumrin. Í austanátt getur verið þokusælt í Loðmundarfirði en í sunnan- og vestanátt er veðrið óvíða betra. Fyrir botni fjarðarins norðan megin eru Loðmundarskriður sem einnig kallast Stakkahlíðarhraun. Þótt útlitið geti minnt á hraun eru þetta menjar eftir eitt stærsta berghlaup sem orðið hefur á Íslandi. Undir fjallinu Skúmhattarbrík losnaði risastór bergfylla sem steyptist niður næstum 6 km leið að botni fjarðarins. Þetta voru engar smá náttúruhamfarir því flatarmál berghlaupsins er 8 km2 og fallhæðin allt að 700 m. Til að sjá Loðmundarskriður vel verður að aka á jeppa eða ganga upp norðurhlíðar Loðmundarfjarðar. Þar opnast risastór fjallasalur litríkra líparítfjalla þar sem Skúmhattardalsbrík og Bungufell eru í aðalhlutverkum. Inn á milli óteljandi hóla leynast síðan tjarnir og lækir með kafloðnum bökkum. Flóran er afar fjölbreytt líkt og fuglalíf í kringum tjarnirnar. Þarna finnst perlusteinn sem er sjaldséð glerkennt afbrigði af líparíti en við hitun þenst vatnið í honum út og myndar glerfroðu sem svipar til vikurs og er stundum kallað perlít. Það er hægt að nota sem einangrunarefni í hús en í kringum 1960 var þetta svæði rannsakað með það fyrir augum að opna þarna námur og flytja út perlustein. Sem betur fer varð ekki af þeim áformum, enda Loðmundarskriður einhver helsta náttúruperla Austurlands. Ef vel er að gáð sjást þarna enn menjar af gömlum rannsóknarvegum sem vindar og vatn rembast við að útmá. Upp af Loðmundarskriðum er frábær gönguleið yfir í Borgarfjörð eystri sem kennd er við Kækjuskörð. Óhætt er að mæla með þessari göngu en efst býðst ógleymanlegt útsýni yfir Víknaslóðir og á leiðinni niður sést í Skúmhött og sjálfan Hvítserk. Ganga úr Loðmundarfirði yfir Kækjuskörð tekur daginn en sprækt göngufólk getur hæglega gengið út Borgarfjörð eystri, alla leið að Bakkagerði.Tjaldað við við tjörn í Loðmundarskriðum. Skúmhattardalsbrík í baksýn.Mynd/TGEyrarrós er víða í Loðmundarskriðum. Hér er horft í átt að Kækjuskörðum.Mynd/TG Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira
Víknaslóðir á Norðausturlandi eru tvímælalaust á meðal skemmtilegustu göngusvæða á Íslandi. Þarna eru sérlega litrík fjöll sem tróna á milli iðgrænna og djúpra fjarða. Einn af þeim er Loðmundarfjörður sem er með afskekktustu fjörðum á Íslandi þótt þangað sé hægt sé komast akandi á sumrin. Í austanátt getur verið þokusælt í Loðmundarfirði en í sunnan- og vestanátt er veðrið óvíða betra. Fyrir botni fjarðarins norðan megin eru Loðmundarskriður sem einnig kallast Stakkahlíðarhraun. Þótt útlitið geti minnt á hraun eru þetta menjar eftir eitt stærsta berghlaup sem orðið hefur á Íslandi. Undir fjallinu Skúmhattarbrík losnaði risastór bergfylla sem steyptist niður næstum 6 km leið að botni fjarðarins. Þetta voru engar smá náttúruhamfarir því flatarmál berghlaupsins er 8 km2 og fallhæðin allt að 700 m. Til að sjá Loðmundarskriður vel verður að aka á jeppa eða ganga upp norðurhlíðar Loðmundarfjarðar. Þar opnast risastór fjallasalur litríkra líparítfjalla þar sem Skúmhattardalsbrík og Bungufell eru í aðalhlutverkum. Inn á milli óteljandi hóla leynast síðan tjarnir og lækir með kafloðnum bökkum. Flóran er afar fjölbreytt líkt og fuglalíf í kringum tjarnirnar. Þarna finnst perlusteinn sem er sjaldséð glerkennt afbrigði af líparíti en við hitun þenst vatnið í honum út og myndar glerfroðu sem svipar til vikurs og er stundum kallað perlít. Það er hægt að nota sem einangrunarefni í hús en í kringum 1960 var þetta svæði rannsakað með það fyrir augum að opna þarna námur og flytja út perlustein. Sem betur fer varð ekki af þeim áformum, enda Loðmundarskriður einhver helsta náttúruperla Austurlands. Ef vel er að gáð sjást þarna enn menjar af gömlum rannsóknarvegum sem vindar og vatn rembast við að útmá. Upp af Loðmundarskriðum er frábær gönguleið yfir í Borgarfjörð eystri sem kennd er við Kækjuskörð. Óhætt er að mæla með þessari göngu en efst býðst ógleymanlegt útsýni yfir Víknaslóðir og á leiðinni niður sést í Skúmhött og sjálfan Hvítserk. Ganga úr Loðmundarfirði yfir Kækjuskörð tekur daginn en sprækt göngufólk getur hæglega gengið út Borgarfjörð eystri, alla leið að Bakkagerði.Tjaldað við við tjörn í Loðmundarskriðum. Skúmhattardalsbrík í baksýn.Mynd/TGEyrarrós er víða í Loðmundarskriðum. Hér er horft í átt að Kækjuskörðum.Mynd/TG
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira