Óljóst hvort kötturinn Larry beri sama hug til Boris og talsmaðurinn Eiður Þór Árnason skrifar 24. júlí 2019 23:36 Larry er þekktur fyrir að stela athygli frá ráðamönnum sem standa fyrir utan Downingstræti 10. Getty/Chris J Ratcliffe Nú þegar ljóst er hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands og hvern hann hyggst velja í ríkisstjórn sína, er hið minnsta ein spurning sem enn brennur á vörum fjölmargra Breta. Sú spurning er hvernig húskettinum Larry muni líka við nýskipaða forsætisráðherrann Boris Johnson. Larry hefur búið í forsætisráðherrabústaðnum við Downingstræti 10 frá árinu 2011 þegar David Cameron, þáverandi forsætisráðherra gegndi embætti. Larry var villiköttur áður en hann dvaldi í dýraathvarfi og var einna helst þekktur fyrir veiðieðli sitt. Það nýttist honum vel þegar hann kom inn á heimilið, þá fjögurra ára gamall. Larry hlaut þá titilinn æðsti músaveiðari forsætisráðuneytisins og hefur gegnt því embætti allar götur síðan við góðan orðstír.Proof... pic.twitter.com/UZVXn6WcUw— David Cameron (@David_Cameron) July 13, 2016 Svo mikilvægur hefur kötturinn reynst sumum kjósendum að David Cameron sá sig tilneyddan til að kveða niður sögusagnir þess efnis að þeim kumpánum kæmi illa saman og birta mynd því til sönnunar árið 2016. Einnig töldu sumir það stórt skref í samskiptum Bandaríkjanna og Bretlands þegar Larry leyfði Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta að klappa sér í opinberri heimsókn forsetans. Óopinber Twitter aðgangur Larry státar sig af um 300 þúsund fylgjendum en þar hefur ónafngreindur talsmaður högnans síður en svo verið spenntur fyrir komu Boris Johnson í forsætisráðuneytið. Engar fregnir hafa borist af því hvort Larry kjósi að taka undir þau sjónarmið.”No, I can't believe they chose him either” #ToryLeadershipElection pic.twitter.com/H41l5KuLfX— Larry the Cat (@Number10cat) July 23, 2019 Bretland Dýr England Tengdar fréttir Engin ástæða til þess að tala um Boris með þeim hætti sem hefur verið gert "Þetta er skemmtilegur maður, vel að sér og vel lesinn. Skarpgreindur en ekki mjög hefðbundinn stjórnmálamaður,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra um nýjan forsætisráðherra Bretlands, íhaldsmanninn Boris Johnson. 24. júlí 2019 23:00 Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21 Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22 Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Boris Johnson fékk 66% atkvæða í leiðtogavali Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 11:09 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Sjá meira
Nú þegar ljóst er hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands og hvern hann hyggst velja í ríkisstjórn sína, er hið minnsta ein spurning sem enn brennur á vörum fjölmargra Breta. Sú spurning er hvernig húskettinum Larry muni líka við nýskipaða forsætisráðherrann Boris Johnson. Larry hefur búið í forsætisráðherrabústaðnum við Downingstræti 10 frá árinu 2011 þegar David Cameron, þáverandi forsætisráðherra gegndi embætti. Larry var villiköttur áður en hann dvaldi í dýraathvarfi og var einna helst þekktur fyrir veiðieðli sitt. Það nýttist honum vel þegar hann kom inn á heimilið, þá fjögurra ára gamall. Larry hlaut þá titilinn æðsti músaveiðari forsætisráðuneytisins og hefur gegnt því embætti allar götur síðan við góðan orðstír.Proof... pic.twitter.com/UZVXn6WcUw— David Cameron (@David_Cameron) July 13, 2016 Svo mikilvægur hefur kötturinn reynst sumum kjósendum að David Cameron sá sig tilneyddan til að kveða niður sögusagnir þess efnis að þeim kumpánum kæmi illa saman og birta mynd því til sönnunar árið 2016. Einnig töldu sumir það stórt skref í samskiptum Bandaríkjanna og Bretlands þegar Larry leyfði Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta að klappa sér í opinberri heimsókn forsetans. Óopinber Twitter aðgangur Larry státar sig af um 300 þúsund fylgjendum en þar hefur ónafngreindur talsmaður högnans síður en svo verið spenntur fyrir komu Boris Johnson í forsætisráðuneytið. Engar fregnir hafa borist af því hvort Larry kjósi að taka undir þau sjónarmið.”No, I can't believe they chose him either” #ToryLeadershipElection pic.twitter.com/H41l5KuLfX— Larry the Cat (@Number10cat) July 23, 2019
Bretland Dýr England Tengdar fréttir Engin ástæða til þess að tala um Boris með þeim hætti sem hefur verið gert "Þetta er skemmtilegur maður, vel að sér og vel lesinn. Skarpgreindur en ekki mjög hefðbundinn stjórnmálamaður,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra um nýjan forsætisráðherra Bretlands, íhaldsmanninn Boris Johnson. 24. júlí 2019 23:00 Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21 Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22 Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Boris Johnson fékk 66% atkvæða í leiðtogavali Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 11:09 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Sjá meira
Engin ástæða til þess að tala um Boris með þeim hætti sem hefur verið gert "Þetta er skemmtilegur maður, vel að sér og vel lesinn. Skarpgreindur en ekki mjög hefðbundinn stjórnmálamaður,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra um nýjan forsætisráðherra Bretlands, íhaldsmanninn Boris Johnson. 24. júlí 2019 23:00
Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21
Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22
Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Boris Johnson fékk 66% atkvæða í leiðtogavali Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 11:09