Félag atvinnurekenda (FA) sakar afurðastöðvar um að hafa búið til skort á lambahryggjum og hryggsneiðum sem hafi leitt til verðhækkunar. Ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara hefur lagt til að gefinn verði út tímabundinn innflutningskvóti á lækkuðum tollum til að bregðast við þessum skorti.
„Það hefur legið fyrir vikum saman að það stefndi í skort á lambahryggjum, en afurðastöðvar hafa sagst eiga nóg og ráðuneytið látið þar við sitja. Nú, þegar stutt er í að skortur bitni á neytendum, kemur loks þessi ófullnægjandi tillaga frá nefndinni,“ er haft eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra FA, í tilkynningu.
Ólafur segir að niðurstaðan verði líklega sú að loks þegar tekist hafi að flytja kjöt til landsins verði sláturtíð í þann veginn að hefjast. Málið sé dæmi um öfugsnúið kerfi þar sem hagsmunir neytenda séu ekki í fyrirrúmi.
„Innlendar afurðastöðvar hafa selt lambahryggi til útlanda í stórum stíl, á verði sem er miklu lægra en það sem innlendri verslun stendur til boða,“ segir Ólafur.
FA segir afurðastöðvar búa til skort
Sighvatur Arnmundsson skrifar

Mest lesið

Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar
Viðskipti innlent


Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör
Viðskipti innlent

Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins
Viðskipti innlent

Guðmundur í Brimi nýr formaður
Viðskipti innlent

Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk
Viðskipti erlent

Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt
Viðskipti innlent

Verðfall á Wall Street
Viðskipti erlent

Kristjana til ÍSÍ
Viðskipti innlent

Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld
Viðskipti innlent