Mikil aukning í sölu kampavíns milli ára Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. júlí 2019 07:00 Kampavín og freyðivín eru vinsæl í sumarhitanum, en salan tekur stórt stökk milli ára. Fréttablaðið/Stefán Sala áfengis hefur aukist um þrjú prósent á milli ára ef skoðað er tímabilið 1. janúar til 22. júlí. Á þessum tíma hafa selst 12,2 milljónir lítra af áfengi miðað við 11,8 í fyrra. Blíðviðri sumarsins á vafalaust hlut að máli því hafa verður í huga að ferðamönnum hefur fækkað. „Aukningin er búin að vera nokkuð jöfn á þessu ári en fór aðeins upp í sumar,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR. Vínbúðirnar halda þó enga skrá yfir hvort salan sé meiri eða minni í góðu veðri eða slæmu. Sala á hvítvíni það sem af er ári er um 6,5 prósent meiri á milli ára en sala á rauðvíni er 1,5% prósent minni. Það sem er athyglisverðast er að sala á freyðivíni og kampavíni hefur aukist um 30 prósent. „Stundum er því haldið fram að sala hvítvíns endurspegli gott veður og það er kannski raunin í ár, þótt það séu eingöngu getgátur,“ segir Sigrún. Hún vill ekki meina að birgðastaðan sé í neinni hættu en upp getur komið sú staða að einstaka tegund seljist upp í landinu. „Almennt séð erum við góð í vöruvali,“ segir hún. Hvað aðrar tegundir varðar þá hefur sala lagerbjórs aukist um 2,3 prósent og annars bjórs, eins og til dæmis IPA og craft-bjórs, um 9,9 prósent. Sala blandaðra drykkja hefur aukist um 24,6 prósent og sterkra vína um 1,1 prósent. Þá hefur sala ávaxtavína eða svoköllaðra „cidera“ minnkað um 12,5 prósent. Fækkun ferðamanna hefur verið mikið til umræðu en Sigrún segist ekki geta metið áhrif hennar á áfengissölu. „Það getur verið að það hafi meiri áhrif á veitingahúsageirann en okkur,“ segir hún. Það styttist í verslunarmannahelgina en vikan fyrir hana er annasamasti tími ársins í Vínbúðunum. 137 þúsund viðskiptavinir komu árið 2018 og seldir voru 756 þúsund lítrar. Föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgi er að jafnaði einn stærsti dagur ársins þegar litið er til fjölda viðskiptavina. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Sala áfengis hefur aukist um þrjú prósent á milli ára ef skoðað er tímabilið 1. janúar til 22. júlí. Á þessum tíma hafa selst 12,2 milljónir lítra af áfengi miðað við 11,8 í fyrra. Blíðviðri sumarsins á vafalaust hlut að máli því hafa verður í huga að ferðamönnum hefur fækkað. „Aukningin er búin að vera nokkuð jöfn á þessu ári en fór aðeins upp í sumar,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR. Vínbúðirnar halda þó enga skrá yfir hvort salan sé meiri eða minni í góðu veðri eða slæmu. Sala á hvítvíni það sem af er ári er um 6,5 prósent meiri á milli ára en sala á rauðvíni er 1,5% prósent minni. Það sem er athyglisverðast er að sala á freyðivíni og kampavíni hefur aukist um 30 prósent. „Stundum er því haldið fram að sala hvítvíns endurspegli gott veður og það er kannski raunin í ár, þótt það séu eingöngu getgátur,“ segir Sigrún. Hún vill ekki meina að birgðastaðan sé í neinni hættu en upp getur komið sú staða að einstaka tegund seljist upp í landinu. „Almennt séð erum við góð í vöruvali,“ segir hún. Hvað aðrar tegundir varðar þá hefur sala lagerbjórs aukist um 2,3 prósent og annars bjórs, eins og til dæmis IPA og craft-bjórs, um 9,9 prósent. Sala blandaðra drykkja hefur aukist um 24,6 prósent og sterkra vína um 1,1 prósent. Þá hefur sala ávaxtavína eða svoköllaðra „cidera“ minnkað um 12,5 prósent. Fækkun ferðamanna hefur verið mikið til umræðu en Sigrún segist ekki geta metið áhrif hennar á áfengissölu. „Það getur verið að það hafi meiri áhrif á veitingahúsageirann en okkur,“ segir hún. Það styttist í verslunarmannahelgina en vikan fyrir hana er annasamasti tími ársins í Vínbúðunum. 137 þúsund viðskiptavinir komu árið 2018 og seldir voru 756 þúsund lítrar. Föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgi er að jafnaði einn stærsti dagur ársins þegar litið er til fjölda viðskiptavina.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira