Blanda saman tveimur ólíkum heimum Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 24. júlí 2019 10:00 Mikael og Lilja eru að undirbúa tónleikaferð um landið þar sem þau flytja eigið efni. Fréttablaðið/Stefán Systkinin Mikael Máni og Lilja María Ásmundsbörn halda í tónleikaferðalag um landið í lok júlí og byrjun ágúst. Tónleikaröðin hefst í Ólafsfjarðarkirkju 27. júlí, síðan spila þau í Alþýðuhúsinu á Siglufirði, í Akureyrarkirkju, Reykjahlíðarkirkju í Mývatnssveit og enda í Mengi, Reykjavík, föstudaginn 9. ágúst. Á efnisskrá er verk sem þau sömdu í sameiningu sérstaklega fyrir þessa tónleikaferð. Mikael er nýfluttur heim frá Svíþjóð en Lilja býr í Hollandi en flytur til London í haust þar sem hún hefur doktorsnám í tónsmíðum. Þau voru hvort í sínu landinu þegar þau sömdu verkið sem þau flytja í tónleikaferðalaginu. „Við búum á sitt hvorum staðnum og sömdum sjö lög hvort. Það skipti okkur miklu máli að hafa heildarsvip á verkinu og við sömdum því sögu í þjóðsagnastíl og byggðum verkið á framvindu sögunnar. Þannig gátum við unnið sitt í hvoru lagi að sama efniviði. Lilja vinnur aðallega í samtímaklassík og ég er með djassbakgrunn og tónlistin okkar blandar þessum tveimur ólíku heimum saman,“ segir Mikael.Ákveðin heild Spurð hvort lög þeirra séu lík eða gjörólík segir Lilja: „Þau eru ólík en mér finnst þau um leið mynda ákveðna heild. Stundum tók ég stef úr lögum Mikaels og vann þau á nýjan hátt þannig að það má greina laglínur hans en lögin eru samt allt öðruvísi en lög hans.“ Mikael spilar á gítar og spiladós og syngur. Lilja spilar á píanó og fiðlu og syngur og stýrir rafparti tónlistarinnar sem er byggður á umhverfishljóðum og hljóðum úr hljóðfærum, þar á meðal heimagerðum spiladósum. „Þessi rafheimur blandast saman við hljóðheim hljóðfæranna,“ segir hún. Spurð hvort þau hafi áður unnið saman segir Lilja: „Í fyrra þegar ég var að gera meistaraverkefnið mitt þá samdi ég verk fyrir Mikael. Þar vorum við að vinna náið saman og skoða samband tónskáldsins og flytjandans. Þetta nýja verk kviknaði út frá því að okkur langaði til að gera meira og skoða enn frekar línurnar á milli tónskáldsins og flytjandans. Vegna þess að við höfum fylgst með sköpunarferli hvort annars frá byrjun og þekkjum tónlist hvort annars mjög vel þá fær flytjandinn mjög frjálsar hendur í þessu verki og það myndast ákveðnir spunakaflar út frá því.“Engar hindranir „Það er mjög sérstakt fyrir mig að spila tónlistina hennar Lilju,“ segir Mikael. „Þegar ég spila djasstónlist og sönglög þá eru alls konar hindranir í harmóníu og laglínu sem ég þarf að veita athygli. Tónlist Lilju er mjög tær og abstrakt og þegar maður spilar hana þarf maður að setja alla athyglina í tilfinninguna. Það er það sem maður vill gera í allri tónlist en það er mjög auðvelt í tónlist Lilju því þar eru engar hindranir.“ „Ég finn mjög sterka tengingu við verkin hans Mikaels. Ég hef fengið að fylgjast með sköpunarferlinu og tengi vel við hugmyndir hans,“ segir Lilja. „Hann hefur einstakt lag á að finna fallegar laglínur og harmóníur og byggir upp mörg lög af ryþmum og áferðum sem mynda fallega heild í samspili. Hann veit svo vel hvað hann vill gera og það er afskaplega gaman að vinna með honum.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fleiri fréttir Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Sjá meira
Systkinin Mikael Máni og Lilja María Ásmundsbörn halda í tónleikaferðalag um landið í lok júlí og byrjun ágúst. Tónleikaröðin hefst í Ólafsfjarðarkirkju 27. júlí, síðan spila þau í Alþýðuhúsinu á Siglufirði, í Akureyrarkirkju, Reykjahlíðarkirkju í Mývatnssveit og enda í Mengi, Reykjavík, föstudaginn 9. ágúst. Á efnisskrá er verk sem þau sömdu í sameiningu sérstaklega fyrir þessa tónleikaferð. Mikael er nýfluttur heim frá Svíþjóð en Lilja býr í Hollandi en flytur til London í haust þar sem hún hefur doktorsnám í tónsmíðum. Þau voru hvort í sínu landinu þegar þau sömdu verkið sem þau flytja í tónleikaferðalaginu. „Við búum á sitt hvorum staðnum og sömdum sjö lög hvort. Það skipti okkur miklu máli að hafa heildarsvip á verkinu og við sömdum því sögu í þjóðsagnastíl og byggðum verkið á framvindu sögunnar. Þannig gátum við unnið sitt í hvoru lagi að sama efniviði. Lilja vinnur aðallega í samtímaklassík og ég er með djassbakgrunn og tónlistin okkar blandar þessum tveimur ólíku heimum saman,“ segir Mikael.Ákveðin heild Spurð hvort lög þeirra séu lík eða gjörólík segir Lilja: „Þau eru ólík en mér finnst þau um leið mynda ákveðna heild. Stundum tók ég stef úr lögum Mikaels og vann þau á nýjan hátt þannig að það má greina laglínur hans en lögin eru samt allt öðruvísi en lög hans.“ Mikael spilar á gítar og spiladós og syngur. Lilja spilar á píanó og fiðlu og syngur og stýrir rafparti tónlistarinnar sem er byggður á umhverfishljóðum og hljóðum úr hljóðfærum, þar á meðal heimagerðum spiladósum. „Þessi rafheimur blandast saman við hljóðheim hljóðfæranna,“ segir hún. Spurð hvort þau hafi áður unnið saman segir Lilja: „Í fyrra þegar ég var að gera meistaraverkefnið mitt þá samdi ég verk fyrir Mikael. Þar vorum við að vinna náið saman og skoða samband tónskáldsins og flytjandans. Þetta nýja verk kviknaði út frá því að okkur langaði til að gera meira og skoða enn frekar línurnar á milli tónskáldsins og flytjandans. Vegna þess að við höfum fylgst með sköpunarferli hvort annars frá byrjun og þekkjum tónlist hvort annars mjög vel þá fær flytjandinn mjög frjálsar hendur í þessu verki og það myndast ákveðnir spunakaflar út frá því.“Engar hindranir „Það er mjög sérstakt fyrir mig að spila tónlistina hennar Lilju,“ segir Mikael. „Þegar ég spila djasstónlist og sönglög þá eru alls konar hindranir í harmóníu og laglínu sem ég þarf að veita athygli. Tónlist Lilju er mjög tær og abstrakt og þegar maður spilar hana þarf maður að setja alla athyglina í tilfinninguna. Það er það sem maður vill gera í allri tónlist en það er mjög auðvelt í tónlist Lilju því þar eru engar hindranir.“ „Ég finn mjög sterka tengingu við verkin hans Mikaels. Ég hef fengið að fylgjast með sköpunarferlinu og tengi vel við hugmyndir hans,“ segir Lilja. „Hann hefur einstakt lag á að finna fallegar laglínur og harmóníur og byggir upp mörg lög af ryþmum og áferðum sem mynda fallega heild í samspili. Hann veit svo vel hvað hann vill gera og það er afskaplega gaman að vinna með honum.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fleiri fréttir Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Sjá meira