Móðir A$AP Rocky segir Svía vilja refsa syni sínum öðrum til viðvörunar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. júlí 2019 09:29 Renee Black, móðir rapparans A$AP Rocky, segist vera orðin ráðþrota. Hún hefði haldið að ákall forseta Bandaríkjanna nægði til þess að leysa Rocky úr haldi. Hún hefur aðeins einu sinni náð að tala við Rocky síðan hann var handtekinn en hún segir að hann hafi verið í góðu jafnvægi. Vísir/Getty Móðir bandaríska rapparans A$AP Rocky er sannfærð um að sænsk yfirvöld séu óþarflega hörð við son sinn því þau vilji refsa honum öðrum til viðvörunar. Hana grunar að meðferð Svía á rapparanum sé vegna kynþáttafordóma. Dómari í Svíþjóð samþykkti fyrir helgi beiðni saksóknara um að framlengja gæsluvarðhald yfir rapparanum um eina viku. Hann var handtekinn í Stokkhólmi í byrjun júlí grunaður um að hafa, ásamt tveimur öðrum, ráðist á mann þann 30. júní. Myndskeið náðist af árásinni. Rocky og meintir samverkamenn bera fyrir sig að umræddur maður hefði áreitt þá. Rocky hefur nú þegar þurft að aflýsa tólf tónleikum vegna málsins. Renee Black, móðir rapparans, segist vera orðin ráðþrota. Hún hefði haldið að ákall forseta Bandaríkjanna nægði til þess að leysa Rocky úr haldi. Hún hefur aðeins einu sinni náð að tala við Rocky síðan hann var handtekinn en hún segir að hann hafi verið í góðu jafnvægi. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist fyrir helgi ætla að setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá A$AP Rocky lausan úr haldi. Hann kvaðst hafa rætt málið við bandaríska rapparann Kanye West.Sniðganga Svíþjóð Black segist síður vilja fullyrða um kynþáttafordóma af hálfu sænskra yfirvalda en bætir við að það sé erfitt að hunsa ýmis merki sem bendi til þess. Nokkrir rapparar hafa stigið fram og kallað eftir sniðgöngu á Svíþjóð að öllu leyti og segjast sjálfir ekki ætla að koma fram í Svíþjóð þar til Rocky verður laus allra mála. Rapparinn Slim Jxmmi hefur kallað eftir samstöðu með Rocky og boðar þvingunaraðgerðir. Hann vill að tónlistarmenn hætti við að koma fram á tónleikum í Svíþjóð. Hann segist oft hafa komið fram í Svíþjóð en bætir við að hann muni ekki sækja landið heim fyrr en yfirvöld bæta Rocky skaðann. Bandaríkin Lögreglumál Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Trump bauðst til að ábyrgjast A$AP Rocky persónulega Fjölmiðlafulltrúi sænska forsætisráðherrans greindi frá því að Löfven hafi í samtali sínu við Trump lagt áherslu á sjálfstæði sænska dómskerfisins og að stjórnvöld geti ekki reynt að hafa áhrif á framgöngu málsins. 20. júlí 2019 19:13 Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Saksóknarar í Svíþjóð munu að öllum líkindum leggja fram ákæru á hendur rapparanum næsta fimmtudag. 19. júlí 2019 10:45 Gæsluvarðhald yfir A$AP Rocky framlengt A$AP Rocky er grunaður um líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní. 19. júlí 2019 14:27 Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00 Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Sjá meira
Móðir bandaríska rapparans A$AP Rocky er sannfærð um að sænsk yfirvöld séu óþarflega hörð við son sinn því þau vilji refsa honum öðrum til viðvörunar. Hana grunar að meðferð Svía á rapparanum sé vegna kynþáttafordóma. Dómari í Svíþjóð samþykkti fyrir helgi beiðni saksóknara um að framlengja gæsluvarðhald yfir rapparanum um eina viku. Hann var handtekinn í Stokkhólmi í byrjun júlí grunaður um að hafa, ásamt tveimur öðrum, ráðist á mann þann 30. júní. Myndskeið náðist af árásinni. Rocky og meintir samverkamenn bera fyrir sig að umræddur maður hefði áreitt þá. Rocky hefur nú þegar þurft að aflýsa tólf tónleikum vegna málsins. Renee Black, móðir rapparans, segist vera orðin ráðþrota. Hún hefði haldið að ákall forseta Bandaríkjanna nægði til þess að leysa Rocky úr haldi. Hún hefur aðeins einu sinni náð að tala við Rocky síðan hann var handtekinn en hún segir að hann hafi verið í góðu jafnvægi. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist fyrir helgi ætla að setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá A$AP Rocky lausan úr haldi. Hann kvaðst hafa rætt málið við bandaríska rapparann Kanye West.Sniðganga Svíþjóð Black segist síður vilja fullyrða um kynþáttafordóma af hálfu sænskra yfirvalda en bætir við að það sé erfitt að hunsa ýmis merki sem bendi til þess. Nokkrir rapparar hafa stigið fram og kallað eftir sniðgöngu á Svíþjóð að öllu leyti og segjast sjálfir ekki ætla að koma fram í Svíþjóð þar til Rocky verður laus allra mála. Rapparinn Slim Jxmmi hefur kallað eftir samstöðu með Rocky og boðar þvingunaraðgerðir. Hann vill að tónlistarmenn hætti við að koma fram á tónleikum í Svíþjóð. Hann segist oft hafa komið fram í Svíþjóð en bætir við að hann muni ekki sækja landið heim fyrr en yfirvöld bæta Rocky skaðann.
Bandaríkin Lögreglumál Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Trump bauðst til að ábyrgjast A$AP Rocky persónulega Fjölmiðlafulltrúi sænska forsætisráðherrans greindi frá því að Löfven hafi í samtali sínu við Trump lagt áherslu á sjálfstæði sænska dómskerfisins og að stjórnvöld geti ekki reynt að hafa áhrif á framgöngu málsins. 20. júlí 2019 19:13 Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Saksóknarar í Svíþjóð munu að öllum líkindum leggja fram ákæru á hendur rapparanum næsta fimmtudag. 19. júlí 2019 10:45 Gæsluvarðhald yfir A$AP Rocky framlengt A$AP Rocky er grunaður um líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní. 19. júlí 2019 14:27 Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00 Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Sjá meira
Trump bauðst til að ábyrgjast A$AP Rocky persónulega Fjölmiðlafulltrúi sænska forsætisráðherrans greindi frá því að Löfven hafi í samtali sínu við Trump lagt áherslu á sjálfstæði sænska dómskerfisins og að stjórnvöld geti ekki reynt að hafa áhrif á framgöngu málsins. 20. júlí 2019 19:13
Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Saksóknarar í Svíþjóð munu að öllum líkindum leggja fram ákæru á hendur rapparanum næsta fimmtudag. 19. júlí 2019 10:45
Gæsluvarðhald yfir A$AP Rocky framlengt A$AP Rocky er grunaður um líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní. 19. júlí 2019 14:27
Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00