Kemur á óvart að flugfargjöld hækki ekki meira í verði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. júlí 2019 14:39 Greiningaraðilar áttu von á því að flugfargjöld myndu hækka meira vegna minnkandi samkeppni eftir gjaldþrot WOW air. vísir/vilhelm Það kemur sérfræðingum í hagfræðideildum Landsbankans og Arion banka á óvart að flugfargjöld skuli ekki hafa hækkað meira á milli mánaða en raun ber vitni. Flugfargjöld hækka nú um 6,3% á milli mánaða og er 12% ódýrara að fljúga í júlí í ár en í júlí fyrir ári síðan. Fjallað er um þessa óvæntu og litlu hækkun, ef svo má að orði komast, bæði í hagsjá Landsbankans sem og í markaðspunktum greiningardeildar Arion banka.„Á skjön við væntingar okkar og hornstein hagfræðinnar um framboð og eftirspurn“ Í markaðspunktunum segir að flugfargjöld til útlanda hafi lengið verið óþægur ljár í þúfu greiningaraðila enda erfitt að spá í þróun hans milli mánaða: „Til þess að spá fyrir um þróun flugfargjalda höfum við notast við verðmælingar á netinu og söguleg gögn. Að þessu sinni gaf verðmæling okkar á netinu til kynna 28% hækkun á verði flugfargjalda á milli mánaða en tölfræðilíkan okkar, sem byggir á sögulegum gögnum, spáði 19% hækkun. Raunin varð hins vegar 6,3% hækkun á verði flugfargjalda til útlanda í júlí, sem er minnsta júlíhækkun frá árinu 2013, þegar flugfargjöld lækkuðu í verði. Þessi niðurstaða úr mælingu Hagstofunnar kemur okkur í opna skjöldu, enda á skjön við væntingar okkar og hornstein hagfræðinnar um framboð og eftirspurn,“ segir í markaðspunktum Arion banka.Minni samkeppni og betri sætanýting Í hagsjá Landsbankans segir að greinendur hafi átt von á því að flugfargjöld myndu hækka á milli ára, bæði vegna minni samkeppni í kjölfar gjaldþrots WOW air og vegna betri sætanýtingu hjá Icelandair. Í markaðspunktum Arion banka er einnig komið inn á gjaldþrot WOW air: „Frá falli WOW air í lok mars hefur verðmæling Hagstofunnar gefið til kynna að flugfargjöld fari hækkandi. Í apríl mældist í fyrsta skipti hækkun á verði flugfargjalda á milli ára, en fram að því hafði árstakturinn lækkað í hverjum einasta mánuði frá september 2015. Í júlí mældist aftur lækkun á verði flugfargjalda til útlanda milli ára, þvert á væntingar okkar. Erfitt er að segja til um hvað veldur og hvort um sé að ræða vísi að þróun næstu mánaða. Miðað við stöðuna á flugmarkaði um þessar mundir, fréttir af fækkun flugferða og varnarbaráttu flugfélaga myndi maður ætla að flugfargjöld muni halda áfram að hækka og að júlímánuður gefi ekki forsmekk af því sem koma skal.“Hagsjá Landsbankans má lesa hér og markaðspunkta greiningardeildar Arion banka hér. Efnahagsmál Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
Það kemur sérfræðingum í hagfræðideildum Landsbankans og Arion banka á óvart að flugfargjöld skuli ekki hafa hækkað meira á milli mánaða en raun ber vitni. Flugfargjöld hækka nú um 6,3% á milli mánaða og er 12% ódýrara að fljúga í júlí í ár en í júlí fyrir ári síðan. Fjallað er um þessa óvæntu og litlu hækkun, ef svo má að orði komast, bæði í hagsjá Landsbankans sem og í markaðspunktum greiningardeildar Arion banka.„Á skjön við væntingar okkar og hornstein hagfræðinnar um framboð og eftirspurn“ Í markaðspunktunum segir að flugfargjöld til útlanda hafi lengið verið óþægur ljár í þúfu greiningaraðila enda erfitt að spá í þróun hans milli mánaða: „Til þess að spá fyrir um þróun flugfargjalda höfum við notast við verðmælingar á netinu og söguleg gögn. Að þessu sinni gaf verðmæling okkar á netinu til kynna 28% hækkun á verði flugfargjalda á milli mánaða en tölfræðilíkan okkar, sem byggir á sögulegum gögnum, spáði 19% hækkun. Raunin varð hins vegar 6,3% hækkun á verði flugfargjalda til útlanda í júlí, sem er minnsta júlíhækkun frá árinu 2013, þegar flugfargjöld lækkuðu í verði. Þessi niðurstaða úr mælingu Hagstofunnar kemur okkur í opna skjöldu, enda á skjön við væntingar okkar og hornstein hagfræðinnar um framboð og eftirspurn,“ segir í markaðspunktum Arion banka.Minni samkeppni og betri sætanýting Í hagsjá Landsbankans segir að greinendur hafi átt von á því að flugfargjöld myndu hækka á milli ára, bæði vegna minni samkeppni í kjölfar gjaldþrots WOW air og vegna betri sætanýtingu hjá Icelandair. Í markaðspunktum Arion banka er einnig komið inn á gjaldþrot WOW air: „Frá falli WOW air í lok mars hefur verðmæling Hagstofunnar gefið til kynna að flugfargjöld fari hækkandi. Í apríl mældist í fyrsta skipti hækkun á verði flugfargjalda á milli ára, en fram að því hafði árstakturinn lækkað í hverjum einasta mánuði frá september 2015. Í júlí mældist aftur lækkun á verði flugfargjalda til útlanda milli ára, þvert á væntingar okkar. Erfitt er að segja til um hvað veldur og hvort um sé að ræða vísi að þróun næstu mánaða. Miðað við stöðuna á flugmarkaði um þessar mundir, fréttir af fækkun flugferða og varnarbaráttu flugfélaga myndi maður ætla að flugfargjöld muni halda áfram að hækka og að júlímánuður gefi ekki forsmekk af því sem koma skal.“Hagsjá Landsbankans má lesa hér og markaðspunkta greiningardeildar Arion banka hér.
Efnahagsmál Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira