Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri hefur nú þegar tryggt sér sæti í 16 liða úrslitum á heimsmeistaramótinu sem fram fer á Spáni þessa dagana.
Það gerði íslenska liðið með sigri sínum gegn Danmörku á laugardaginn. Bjarni Ófeigur Valdimarsson var markahæstur hjá Íslandi í þeim leik með níu mörk og Viktor Gísli Hallgrímsson varði hátt í 20 skot í leiknum.
Þrátt fyrir að vanti nokkra sterka leikmenn hjá íslenska liðinu í þessum aldursflokki hefur liðið haft betur í þremur af fjórum leikjum sínum í riðlinum en liðið mætir Þýskalandi í lokaumferð riðlakeppninnar klukkan 12.00 að íslenskum tíma í dag.
Fyrir lokaumferðina er Ísland á toppi riðilsins með jafn mörg stig og Danmörk og Þýskaland en Noregur kemur þar á eftir með fjögur stig. Keppni í 16 liða úrslitum fer fram á miðvikudaginn en þar gæti Ísland mætt Króatíu, Ungverjalandi, Brasilíu eða Portúgal.
Ísland á toppnum fyrir síðustu umferðina
Hjörvar Ólafsson skrifar

Mest lesið

„Manchester er heima“
Enski boltinn


„Verð aldrei trúður“
Fótbolti



Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn


De Bruyne kvaddur með stæl
Enski boltinn

