Afstöðuleysi Bretlands í Huawei-máli skaðlegt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. júlí 2019 08:00 Merki Huawei. Nordicphotos/AFP Næsti forsætisráðherra Breta, hvort sem það verður Boris Johnson eða Jeremy Hunt, þarf að drífa í því að taka ákvörðun um þátt kínverska tæknirisans Huawei í 5G-væðingu fjarskiptanets landsins. Þessi afstaða var afrakstur fundar upplýsinga- og öryggismálanefndar breska þingsins í gær. Huawei hefur sætt harðri gagnrýni og þungum ásökunum í Bandaríkjunum. Þar hefur fyrirtækið verið sett á svartan lista, í viðskiptabann, og verið sakað um að stunda njósnir fyrir kínversk stjórnvöld. Bandaríkjamenn hafa biðlað til bandamanna sinna um að stunda ekki viðskipti við kínverska risann. Breska þjóðaröryggisráðið, sem fráfarandi forsætisráðherra, Theresa May, hefur stýrt, ákvað í apríl að Huawei fengi ekki að koma að mikilvægustu þáttum fjarskiptauppbyggingarinnar en endanleg ákvörðun í málinu liggur hins vegar ekki enn fyrir. Leiðtogaskiptin hafa tafið ferlið, að því er Reuters greinir frá. „Svo mikilvæg ákvörðun þarfnast vandlegrar umhugsunar. En þessi mikla töf er nú að valda verulegum skaða. Hún skaðar tengsl okkar við umheiminn og því er áríðandi að taka ákvörðun,“ sagði í yfirlýsingu frá nefndinni. Þá sagðist nefndin enn fremur telja heppilegast að fleiri aðilar kæmu að 5G-væðingunni til að fyrirbyggja árásir. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Huawei Kína Tengdar fréttir Standa vörð um Huawei-bann Öldungadeildarþingmenn úr flokkum bæði Demókrata og Repúblikana í Bandaríkjunum lögðu í gær fram frumvarp sem myndi meina ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta að heimila viðskipti við kínverska tæknirisann Huawei án samþykkis þings. 17. júlí 2019 07:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Næsti forsætisráðherra Breta, hvort sem það verður Boris Johnson eða Jeremy Hunt, þarf að drífa í því að taka ákvörðun um þátt kínverska tæknirisans Huawei í 5G-væðingu fjarskiptanets landsins. Þessi afstaða var afrakstur fundar upplýsinga- og öryggismálanefndar breska þingsins í gær. Huawei hefur sætt harðri gagnrýni og þungum ásökunum í Bandaríkjunum. Þar hefur fyrirtækið verið sett á svartan lista, í viðskiptabann, og verið sakað um að stunda njósnir fyrir kínversk stjórnvöld. Bandaríkjamenn hafa biðlað til bandamanna sinna um að stunda ekki viðskipti við kínverska risann. Breska þjóðaröryggisráðið, sem fráfarandi forsætisráðherra, Theresa May, hefur stýrt, ákvað í apríl að Huawei fengi ekki að koma að mikilvægustu þáttum fjarskiptauppbyggingarinnar en endanleg ákvörðun í málinu liggur hins vegar ekki enn fyrir. Leiðtogaskiptin hafa tafið ferlið, að því er Reuters greinir frá. „Svo mikilvæg ákvörðun þarfnast vandlegrar umhugsunar. En þessi mikla töf er nú að valda verulegum skaða. Hún skaðar tengsl okkar við umheiminn og því er áríðandi að taka ákvörðun,“ sagði í yfirlýsingu frá nefndinni. Þá sagðist nefndin enn fremur telja heppilegast að fleiri aðilar kæmu að 5G-væðingunni til að fyrirbyggja árásir.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Huawei Kína Tengdar fréttir Standa vörð um Huawei-bann Öldungadeildarþingmenn úr flokkum bæði Demókrata og Repúblikana í Bandaríkjunum lögðu í gær fram frumvarp sem myndi meina ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta að heimila viðskipti við kínverska tæknirisann Huawei án samþykkis þings. 17. júlí 2019 07:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Standa vörð um Huawei-bann Öldungadeildarþingmenn úr flokkum bæði Demókrata og Repúblikana í Bandaríkjunum lögðu í gær fram frumvarp sem myndi meina ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta að heimila viðskipti við kínverska tæknirisann Huawei án samþykkis þings. 17. júlí 2019 07:00