Enski boltinn

Tölfræðin sem fær stuðningsmenn Everton til að dreyma

Anton Ingi Leifsson skrifar
Moise Kean.
Moise Kean. vísir/getty
Everton er við það að ganga frá kaupum á framherjanum, Moise Kean, sem kemur til félagsins frá Juventus en fjölmiðlar greindu frá því í gær að félögin hafi komist að samkomulagi.

Talið er að ítalski landsliðsmaðurinn gangi undir læknisskoðun hjá Everton í dag en Gylfi Þór Sigurðsson og félagar eru taldir borga 29 milljónir punda fyrir Keane.

Kean er einungis nítján ára gamall og skoraði sex mörk í þeim þrettán deildarleikjum sem hann spilaði fyrir Juventus á síðustu leiktíð. Einnig á hann tvö landsliðsmörk í þremur leikjum.

Tölfræði Kean er þó athyglisverð því eftir 35 leiki í meistaraflokksbolta hefur hann skorað ellefu mörk; sjö fyrir Juventus og fjögur fyrir Verona þar sem hann var á láni tímabilið 2017/2018.





Því er hann búinn að skora fleiri mörk eftir 35 leiki með aðalliði en stórstjörnurnar Cristiano Ronaldo og Lionel Messi höfðu gert eftir jafn marga leiki.

Everton sárvantaði alvöru markaskorara á síðustu leiktíð og hver veit nema Kean sé púslið sem vantaði hjá þeim bláklæddu í Bítlaborginni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×