Fiðringur í klofi norsk-íslensks rappara fór fyrir brjóstið á kristnum Norðmanni Sylvía Hall skrifar 30. júlí 2019 15:38 Kjartan Lauritzen nýtur mikilla vinsælda í Noregi. Instagram Rapparinn Kjartan Lauritzen, sem heitir réttu nafni Per Áki Sigurdsson Kvikne, nýtur töluverða vinsælda í Noregi fyrir glaðlega rapptónlist sína. Föstudaginn 19. júlí síðastliðinn var eitt vinsælasta lag hans, Fredag, spilað í morgunþætti norska ríkisútvarpsins og hefur sú spilun dregið töluverðan dilk á eftir sér. Lagið kom út árið 2016 og er glaðlegur sumarsmellur sem, líkt og nafnið gefur til kynna, fjallar um gleðina sem fylgir því að ljúka vinnuvikunni. Snýr textinn einna helst að skemmtanahaldi og stelpum sem fór öfugt ofan í einn hlustanda stöðvarinnar. Gunnar Johnstad, kristinfræðikennari í Noregi, skrifaði lesendabréf í dagblaðið Bergens Tidende þar sem hann gagnrýnir stöðina fyrir spilun lagsins og spyr hvernig stöðin geti spilað svo „dónalegt lag“. Textabrotið sem Johnstad tiltekur sérstaklega fjallar um fiðring í klofi á fimmtudagskvöldi og berbrjósta stúlku.Johnstad spyr hvernig texti sem fjallar að stærstum hluta um fyllerí og kynlíf eigi upp á borðið hjá ríkisútvarpinu. Hann segir börn og ungmenni hlusta á stöðina og það sé því ósæmilegt að spila lagið.Ætla að læra af mistökunum Í svari ríkisútvarpsins segir að lagið hafi verið spilað vegna tónlistarhátíðar sem fór fram á þessum tíma. Kjartan Lauritzen var á meðal þeirra sem komu fram á hátíðinni og því þótti tilvalið að spila föstudagslagið hans á umræddum föstudegi. Þau biðjast afsökunar á að hafa ekki hlustað á texta lagsins fyrir fram og segja ákvörðunina hafa verið ranga. Lagavalið væri ekki viðeigandi í morgunþættinum og það yrði ekki spilað framvegis.„Ég geri mitt besta að dreifa ást og gleði“ Kjartan hefur brugðist við gagnrýni Johnstad og svari ríkisútvarpsins og er verulega ósáttur. Hann segir viðbrögð ríkisútvarpsins vera ógnvekjandi og óásættanleg. „Ég geri mitt besta í að dreifa ást og gleði í annars myrkum heimi, en það er jákvætt að við búum í svo friðsælu og penu landi að við finnum leiðir til þess að eyða dýrmætum tíma í að hneykslast á lagi um FÖSTUDAG í útvarpinu,“ skrifar Kjartan á Instagram. Aðdáendur rapparans hafa sýnt honum stuðning og hneykslast margir á viðbrögðum stöðvarinnar. Kjartan, sem er með yfir þrjátíu þúsund fylgjendur á Instagram, hefur farið ófögrum orðum um stöðina á síðu sinni í dag og segist vera hugsi yfir málfrelsinu í landinu ef þetta eru viðbrögð ríkismiðilsins. View this post on InstagramA post shared by @kjartanlauritzen on Jul 6, 2019 at 1:44am PDT Noregur Tónlist Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Rapparinn Kjartan Lauritzen, sem heitir réttu nafni Per Áki Sigurdsson Kvikne, nýtur töluverða vinsælda í Noregi fyrir glaðlega rapptónlist sína. Föstudaginn 19. júlí síðastliðinn var eitt vinsælasta lag hans, Fredag, spilað í morgunþætti norska ríkisútvarpsins og hefur sú spilun dregið töluverðan dilk á eftir sér. Lagið kom út árið 2016 og er glaðlegur sumarsmellur sem, líkt og nafnið gefur til kynna, fjallar um gleðina sem fylgir því að ljúka vinnuvikunni. Snýr textinn einna helst að skemmtanahaldi og stelpum sem fór öfugt ofan í einn hlustanda stöðvarinnar. Gunnar Johnstad, kristinfræðikennari í Noregi, skrifaði lesendabréf í dagblaðið Bergens Tidende þar sem hann gagnrýnir stöðina fyrir spilun lagsins og spyr hvernig stöðin geti spilað svo „dónalegt lag“. Textabrotið sem Johnstad tiltekur sérstaklega fjallar um fiðring í klofi á fimmtudagskvöldi og berbrjósta stúlku.Johnstad spyr hvernig texti sem fjallar að stærstum hluta um fyllerí og kynlíf eigi upp á borðið hjá ríkisútvarpinu. Hann segir börn og ungmenni hlusta á stöðina og það sé því ósæmilegt að spila lagið.Ætla að læra af mistökunum Í svari ríkisútvarpsins segir að lagið hafi verið spilað vegna tónlistarhátíðar sem fór fram á þessum tíma. Kjartan Lauritzen var á meðal þeirra sem komu fram á hátíðinni og því þótti tilvalið að spila föstudagslagið hans á umræddum föstudegi. Þau biðjast afsökunar á að hafa ekki hlustað á texta lagsins fyrir fram og segja ákvörðunina hafa verið ranga. Lagavalið væri ekki viðeigandi í morgunþættinum og það yrði ekki spilað framvegis.„Ég geri mitt besta að dreifa ást og gleði“ Kjartan hefur brugðist við gagnrýni Johnstad og svari ríkisútvarpsins og er verulega ósáttur. Hann segir viðbrögð ríkisútvarpsins vera ógnvekjandi og óásættanleg. „Ég geri mitt besta í að dreifa ást og gleði í annars myrkum heimi, en það er jákvætt að við búum í svo friðsælu og penu landi að við finnum leiðir til þess að eyða dýrmætum tíma í að hneykslast á lagi um FÖSTUDAG í útvarpinu,“ skrifar Kjartan á Instagram. Aðdáendur rapparans hafa sýnt honum stuðning og hneykslast margir á viðbrögðum stöðvarinnar. Kjartan, sem er með yfir þrjátíu þúsund fylgjendur á Instagram, hefur farið ófögrum orðum um stöðina á síðu sinni í dag og segist vera hugsi yfir málfrelsinu í landinu ef þetta eru viðbrögð ríkismiðilsins. View this post on InstagramA post shared by @kjartanlauritzen on Jul 6, 2019 at 1:44am PDT
Noregur Tónlist Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira