Kelly McGillis veit af hverju hún er ekki í nýju Top Gun: „Ég er gömul og ég er feit“ Birgir Olgeirsson skrifar 30. júlí 2019 10:37 Kelly McGillis kvaddi sviðsljósið fyrir löngu. Getty/IMDB Leikkonan Kelly McGillis verður ekki í nýjustu Top Gun-myndinni sem ber heitið Maverick. Í fyrri myndinni, sem kom út árið 1986, lék McGillis stjarneðlisfræðinginn Charlotte „Charlie“ Blackwood sem var leiðbeinandi í flugakademíunni sem aðalpersóna myndarinnar Pete „Maverick“ Mitchell, leikinn af Tom Cruise, sótti. Ástarsamband Blackwood og Mitchell í Top Gun, undir ljúfum tónum lagsins Take My Breath Away með hljómsveitinni Berlin, er eitt það þekktasta í kvikmyndasögunni en þau munu ekki eiga endurfundi í nýjustu Top Gun myndinni.Kelly McGillis og Tom Cruise í Top Gun árið 1986.IMDBKelly McGillis sagði í viðtali við Entertainment Weekly að hún hafi ekki verið beðin um að vera með í myndinni og að hún viti nákvæmlega ástæðuna fyrir því. „Ég er gömul og ég er feit og lít út fyrir að vera á mínum aldri,“ sagði McGillis sem er 62 ára gömul en Tom Cruise er 57 ára gamall. Hægt er að hlusta á viðtalið þar sem hún lætur þessi ummæli falla hér. McGillis sagði kvikmyndabransann ekki vera á höttunum eftir manneskju eins og sér. „Ég vil frekar líða vel í eigin skinni heldur en að leggja áherslu á aðra hluti,“ sagði McGillis sem bætti við að hún ætli ekki að flýta sér í kvikmyndahús til að sjá nýjustu myndina. McGillis hefur ekki verið áberandi undanfarin ár en hún býr í Norður Karólínu og segist njóta þess að verja tíma með börnunum sínum tveimur. Eftir að hún yfirgaf Hollywood hætti hún að drekka og hefur notað tímann til að uppgötva sig. Hollywood Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Leikkonan Kelly McGillis verður ekki í nýjustu Top Gun-myndinni sem ber heitið Maverick. Í fyrri myndinni, sem kom út árið 1986, lék McGillis stjarneðlisfræðinginn Charlotte „Charlie“ Blackwood sem var leiðbeinandi í flugakademíunni sem aðalpersóna myndarinnar Pete „Maverick“ Mitchell, leikinn af Tom Cruise, sótti. Ástarsamband Blackwood og Mitchell í Top Gun, undir ljúfum tónum lagsins Take My Breath Away með hljómsveitinni Berlin, er eitt það þekktasta í kvikmyndasögunni en þau munu ekki eiga endurfundi í nýjustu Top Gun myndinni.Kelly McGillis og Tom Cruise í Top Gun árið 1986.IMDBKelly McGillis sagði í viðtali við Entertainment Weekly að hún hafi ekki verið beðin um að vera með í myndinni og að hún viti nákvæmlega ástæðuna fyrir því. „Ég er gömul og ég er feit og lít út fyrir að vera á mínum aldri,“ sagði McGillis sem er 62 ára gömul en Tom Cruise er 57 ára gamall. Hægt er að hlusta á viðtalið þar sem hún lætur þessi ummæli falla hér. McGillis sagði kvikmyndabransann ekki vera á höttunum eftir manneskju eins og sér. „Ég vil frekar líða vel í eigin skinni heldur en að leggja áherslu á aðra hluti,“ sagði McGillis sem bætti við að hún ætli ekki að flýta sér í kvikmyndahús til að sjá nýjustu myndina. McGillis hefur ekki verið áberandi undanfarin ár en hún býr í Norður Karólínu og segist njóta þess að verja tíma með börnunum sínum tveimur. Eftir að hún yfirgaf Hollywood hætti hún að drekka og hefur notað tímann til að uppgötva sig.
Hollywood Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira