Katy Perry stal kristilegu rapplagi Sylvía Hall skrifar 30. júlí 2019 08:41 Katy Perry sagðist aldrei hafa heyrt lagið sem hún átti að hafa stolið. Vísir/Getty Kviðdómur í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að lagið Dark Horse, sem söngkonan Katy Perry gaf út með rapparanum Juicy J, sé stolið. Er undirspilið sagt vera komið úr kristilegu rapplagi með rapparanum Marcus Grey, sem notast við listamannsnafnið Flame. Grey sjálfur höfðaði málið og sagði taktinn vera þann sama í laginu Dark Horse og í lagi sínu Joyful Noise. Lag rapparans kom út árið 2009, fimm árum áður en Katy Perry og Juicy J gáfu út Dark Horse. Bæði Perry og framleiðandi lagsins, Dr. Luke, höfnuðu því að lagið væri stolið og sögðust aldrei hafa heyrt lag rapparans. Þá bauðst Perry til þess að flytja lagið í réttarsalnum til þess að sanna að lögin væru í raun mjög ólík og kölluðu þau til sérfræðing í vitnaleiðslum sem sagði lögin ekki nægilega lík. Rapparinn bar fyrir sig vinsældir lagsins á jaðarmarkaði og sagði bæði söngkonuna og Dr. Luke mögulega hafa heyrt lagið á Grammy-verðlaunahátíðinni eða séð það á YouTube eða MySpace þar sem lagið var spilað yfir milljón sinnum. Næstu skref í málinu verður að ákveða skaðabætur rapparans vegna lagastuldsins. Joyful NoiseDark Horse Hollywood Tónlist Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Kviðdómur í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að lagið Dark Horse, sem söngkonan Katy Perry gaf út með rapparanum Juicy J, sé stolið. Er undirspilið sagt vera komið úr kristilegu rapplagi með rapparanum Marcus Grey, sem notast við listamannsnafnið Flame. Grey sjálfur höfðaði málið og sagði taktinn vera þann sama í laginu Dark Horse og í lagi sínu Joyful Noise. Lag rapparans kom út árið 2009, fimm árum áður en Katy Perry og Juicy J gáfu út Dark Horse. Bæði Perry og framleiðandi lagsins, Dr. Luke, höfnuðu því að lagið væri stolið og sögðust aldrei hafa heyrt lag rapparans. Þá bauðst Perry til þess að flytja lagið í réttarsalnum til þess að sanna að lögin væru í raun mjög ólík og kölluðu þau til sérfræðing í vitnaleiðslum sem sagði lögin ekki nægilega lík. Rapparinn bar fyrir sig vinsældir lagsins á jaðarmarkaði og sagði bæði söngkonuna og Dr. Luke mögulega hafa heyrt lagið á Grammy-verðlaunahátíðinni eða séð það á YouTube eða MySpace þar sem lagið var spilað yfir milljón sinnum. Næstu skref í málinu verður að ákveða skaðabætur rapparans vegna lagastuldsins. Joyful NoiseDark Horse
Hollywood Tónlist Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“